Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Utanríkisráðherra veitti kunningja sínum „mjög óvenjulegan styrk“

„Ég þekki Gunn­ar Braga,“ seg­ir Árni Gunn­ars­son kvik­mynda­gerða­mað­ur sem fékk þriggja millj­óna króna styrk frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu, sem sagð­ur er „mjög óvenju­leg­ur“ af for­manni Fé­lags kvik­mynda­gerð­ar­manna. For­sæt­is­ráðu­neyt­ið styrk­ir mynd­ina um þrjár millj­ón­ir til við­bót­ar, en Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son kem­ur fyr­ir í mynd­inni.

Utanríkisráðherra veitti kunningja sínum „mjög óvenjulegan styrk“
Gunnar Bragi Sveinsson Utanríkisráðherra samþykkti að veita kunningja sínum styrk. Mynd: Pressphotos

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kemur fyrir í upptökum á heimildarmynd um flóttamenn sem forsætisráðuneytið styrkti um þrjár milljónir króna í styrkveitingu sem formaður Félags kvikmyndagerðarmanna segir að sé „mjög óvenjuleg“.

Kvikmyndagerðarmaðurinn hlaut einnig þriggja milljóna króna styrk frá utanríkisráðuneytinu, en hann er kunningi Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. Þá hefur hann gegn stöðu aðstoðarmanns Páls Péturssonar, fyrrverandi ráðherra flokksins, og var einnig varaþingmaður. 

Ræddi við Gunnar Braga

Utanríkisráðuneytið samþykkti styrkveitinguna þann 5. janúar síðastliðinn, en kvikmyndagerðarmaðurinn, Árni Gunnarsson, frétti af styrkveitingunni frá forsætisráðuneytinu í fjölmiðlum á föstudag, um tveimur vikum eftir að hann hitti Sigmund Davíð í Leifsstöð við móttöku flóttamanna.

„Ég þekki Gunnar Braga,“ segir Árni þegar hann er spurður um tengsl hans við utanríkisráðherra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár