Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kemur fyrir í upptökum á heimildarmynd um flóttamenn sem forsætisráðuneytið styrkti um þrjár milljónir króna í styrkveitingu sem formaður Félags kvikmyndagerðarmanna segir að sé „mjög óvenjuleg“.
Kvikmyndagerðarmaðurinn hlaut einnig þriggja milljóna króna styrk frá utanríkisráðuneytinu, en hann er kunningi Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. Þá hefur hann gegn stöðu aðstoðarmanns Páls Péturssonar, fyrrverandi ráðherra flokksins, og var einnig varaþingmaður.
Ræddi við Gunnar Braga
Utanríkisráðuneytið samþykkti styrkveitinguna þann 5. janúar síðastliðinn, en kvikmyndagerðarmaðurinn, Árni Gunnarsson, frétti af styrkveitingunni frá forsætisráðuneytinu í fjölmiðlum á föstudag, um tveimur vikum eftir að hann hitti Sigmund Davíð í Leifsstöð við móttöku flóttamanna.
„Ég þekki Gunnar Braga,“ segir Árni þegar hann er spurður um tengsl hans við utanríkisráðherra.
Athugasemdir