Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Utanríkisráðherra veitti kunningja sínum „mjög óvenjulegan styrk“

„Ég þekki Gunn­ar Braga,“ seg­ir Árni Gunn­ars­son kvik­mynda­gerða­mað­ur sem fékk þriggja millj­óna króna styrk frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu, sem sagð­ur er „mjög óvenju­leg­ur“ af for­manni Fé­lags kvik­mynda­gerð­ar­manna. For­sæt­is­ráðu­neyt­ið styrk­ir mynd­ina um þrjár millj­ón­ir til við­bót­ar, en Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son kem­ur fyr­ir í mynd­inni.

Utanríkisráðherra veitti kunningja sínum „mjög óvenjulegan styrk“
Gunnar Bragi Sveinsson Utanríkisráðherra samþykkti að veita kunningja sínum styrk. Mynd: Pressphotos

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kemur fyrir í upptökum á heimildarmynd um flóttamenn sem forsætisráðuneytið styrkti um þrjár milljónir króna í styrkveitingu sem formaður Félags kvikmyndagerðarmanna segir að sé „mjög óvenjuleg“.

Kvikmyndagerðarmaðurinn hlaut einnig þriggja milljóna króna styrk frá utanríkisráðuneytinu, en hann er kunningi Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. Þá hefur hann gegn stöðu aðstoðarmanns Páls Péturssonar, fyrrverandi ráðherra flokksins, og var einnig varaþingmaður. 

Ræddi við Gunnar Braga

Utanríkisráðuneytið samþykkti styrkveitinguna þann 5. janúar síðastliðinn, en kvikmyndagerðarmaðurinn, Árni Gunnarsson, frétti af styrkveitingunni frá forsætisráðuneytinu í fjölmiðlum á föstudag, um tveimur vikum eftir að hann hitti Sigmund Davíð í Leifsstöð við móttöku flóttamanna.

„Ég þekki Gunnar Braga,“ segir Árni þegar hann er spurður um tengsl hans við utanríkisráðherra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár