Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Úrúgvæ dregur sig úr TiSA-viðræðunum – Ísland og fleiri ríki halda áfram að semja

Um­deilt samn­inga­ferli sem leynd hvíl­ir yf­ir og mið­ar að auknu frelsi í þjón­ustu­við­skipt­um.

Úrúgvæ dregur sig úr TiSA-viðræðunum – Ísland og fleiri ríki halda áfram að semja
Hér má sjá Tabaré Vázquez, sem tók við forsetaembætti í Úrúgvæ á þessu ári, ásamt Hugo Chavez heitnum, fyrrverandi forseta Venesúela. Mynd: Wikimedia

Úrúgvæ hefur hætt þátttöku í TiSA-viðræðunum um frelsi í þjónustuviðskiptum. Ísland er á meðal hinna 49 ríkjanna sem enn sitja við samningaborðið, en viðræðurnar falla ekki undir kerfi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og eru því leynilegri en venjan er. 

Á vefnum TradeUnionFreedom.com er því haldið fram að Úrúgvæ hafi dregið sig út úr viðræðunum af ótta við að erfiðara yrði að stíga slíkt skref eftir því sem ferlinu vindur fram. 

Uppi varð fótur og fit þegar Wikileaks-samtökin birtu leyniskjöl um samningsafstöðu mismunandi ríkja á sviði fjármálaþjónustu á alþjóðamörkuðum í fyrra. Síðasta sumar birti svo Wikileaks 17 skjöl í viðbót er lúta meðal annars að rafrænum viðskiptum, flæði vinnuafls og fjarskiptaþjónustu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár