Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Úrúgvæ dregur sig úr TiSA-viðræðunum – Ísland og fleiri ríki halda áfram að semja

Um­deilt samn­inga­ferli sem leynd hvíl­ir yf­ir og mið­ar að auknu frelsi í þjón­ustu­við­skipt­um.

Úrúgvæ dregur sig úr TiSA-viðræðunum – Ísland og fleiri ríki halda áfram að semja
Hér má sjá Tabaré Vázquez, sem tók við forsetaembætti í Úrúgvæ á þessu ári, ásamt Hugo Chavez heitnum, fyrrverandi forseta Venesúela. Mynd: Wikimedia

Úrúgvæ hefur hætt þátttöku í TiSA-viðræðunum um frelsi í þjónustuviðskiptum. Ísland er á meðal hinna 49 ríkjanna sem enn sitja við samningaborðið, en viðræðurnar falla ekki undir kerfi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og eru því leynilegri en venjan er. 

Á vefnum TradeUnionFreedom.com er því haldið fram að Úrúgvæ hafi dregið sig út úr viðræðunum af ótta við að erfiðara yrði að stíga slíkt skref eftir því sem ferlinu vindur fram. 

Uppi varð fótur og fit þegar Wikileaks-samtökin birtu leyniskjöl um samningsafstöðu mismunandi ríkja á sviði fjármálaþjónustu á alþjóðamörkuðum í fyrra. Síðasta sumar birti svo Wikileaks 17 skjöl í viðbót er lúta meðal annars að rafrænum viðskiptum, flæði vinnuafls og fjarskiptaþjónustu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár