Úrúgvæ hefur hætt þátttöku í TiSA-viðræðunum um frelsi í þjónustuviðskiptum. Ísland er á meðal hinna 49 ríkjanna sem enn sitja við samningaborðið, en viðræðurnar falla ekki undir kerfi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og eru því leynilegri en venjan er.
Á vefnum TradeUnionFreedom.com er því haldið fram að Úrúgvæ hafi dregið sig út úr viðræðunum af ótta við að erfiðara yrði að stíga slíkt skref eftir því sem ferlinu vindur fram.
Uppi varð fótur og fit þegar Wikileaks-samtökin birtu leyniskjöl um samningsafstöðu mismunandi ríkja á sviði fjármálaþjónustu á alþjóðamörkuðum í fyrra. Síðasta sumar birti svo Wikileaks 17 skjöl í viðbót er lúta meðal annars að rafrænum viðskiptum, flæði vinnuafls og fjarskiptaþjónustu.
Athugasemdir