Uppskriftin er fyrir tvo svanga einstaklinga, eða sem meðlæti fyrir fjóra.
Avókadófranskar
- 2 þroskuð avókadó
- 2,5 dl sojamjólk, haframjólk eða annar mjólkurstaðgengill
- 1/2 dl næringarger
- 2 dl hveiti af eigin vali
- Rasp
- Kókoshnetuolía
- Laukkrydd
- Hvítlaukskrydd
- Paprikukrydd
- Sesamfræ og/eða kókoshnetuflögur
- Sjávarsalt og pipar
Stilltu ofninn á 200 °C.
Hafðu til þrjár skálar. Settu mjölið í eina skál, þeyttu sojamjólkina og næringargerið saman í annarri skál, og blandaðu saman raspi og sesamfræjum eða kókoshnetuflögum í þeirri þriðju. Kryddið fer út í fyrstu tvær skálarnar, eftir smekk.
Flysjaðu og skerðu avókadóin þannig að úr verði eins sentímetra þykkar sneiðar. Dýfðu þeim í fyrstu skálina, aðra og að lokum þriðju skálina.
Leggðu álpappír yfir bökunarplötu og þekktu hana með kókoshnetuolíu. Leggðu frönskurnar á plötuna og bakaðu í miðjum ofni í 15 mínútur. Veltu sneiðunum við þegar tíminn er hálfnaður. Eins er hægt að djúpsteikja frönskurnar í 2 mínútur í 180 °C olíu að …
Athugasemdir