Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Uppskrift: Avókadófrönskur með límónumajónesi

Veg­an­ismi er sí­fellt að verða vin­sælli lífs­stíll og að­gengi­legri á Ís­landi. Veg­an-kokk­ur­inn Linn­ea Hellström, sem er að baki Vega­næs veit­inga­stað­ar­ins sem verð­ur opn­að­ur á næstu miss­er­um, deil­ir með Stund­inni góm­sætri og auð­veldri upp­skrift.

Uppskrift: Avókadófrönskur með límónumajónesi

Uppskriftin er fyrir tvo svanga einstaklinga, eða sem meðlæti fyrir fjóra.

Avókadófranskar

  • 2 þroskuð avókadó
  • 2,5 dl sojamjólk, haframjólk eða annar mjólkurstaðgengill
  • 1/2 dl næringarger
  • 2 dl hveiti af eigin vali
  • Rasp
  • Kókoshnetuolía
  • Laukkrydd
  • Hvítlaukskrydd
  • Paprikukrydd
  • Sesamfræ og/eða kókoshnetuflögur
  • Sjávarsalt og pipar

Stilltu ofninn á 200 °C.

Hafðu til þrjár skálar. Settu mjölið í eina skál, þeyttu sojamjólkina og næringargerið saman í annarri skál, og blandaðu saman raspi og sesamfræjum eða kókoshnetuflögum í þeirri þriðju. Kryddið fer út í fyrstu tvær skálarnar, eftir smekk. 

Flysjaðu og skerðu avókadóin þannig að úr verði eins sentímetra þykkar sneiðar. Dýfðu þeim í fyrstu skálina, aðra og að lokum þriðju skálina.

Leggðu álpappír yfir bökunarplötu og þekktu hana með kókoshnetuolíu. Leggðu frönskurnar á plötuna og bakaðu í miðjum ofni í 15 mínútur. Veltu sneiðunum við þegar tíminn er hálfnaður. Eins er hægt að djúpsteikja frönskurnar í 2 mínútur í 180 °C olíu að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár