Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

2,3 milljónum varið til auglýsingakaupa

Aug­lýst er í dag­blöð­um, viku­blöð­um og á vef­miðl­in­um Eyj­unni í nafni „rík­is­stjórn­ar Ís­lands“. Upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar­inn­ar hef­ur hæðst að frétta­flutn­ingi af mál­inu.

2,3 milljónum varið til auglýsingakaupa

Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, svarar ekki fyrirspurnum Stundarinnar og annarra fjölmiðla um kaup forsætisráðuneytisins á auglýsingaplássum í fjölmiðlum þar sem áherslumál stjórnarmeirihlutans eru auglýst í nafni „ríkisstjórnar Íslands“.

Stundin sendi upplýsingafulltrúanum fyrirspurn um málið fyrir tæplega tveimur vikum. Annars vegar var spurt um heildarkostnað við auglýsingaherferð ríkisstjórnarinnar og hins vegar af hvaða fjárlagalið útgjöldin væru. Enn hefur ekkert svar borist þrátt fyrir að upplýsingalög kveði á um að ef upplýsingabeiðni hafi ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skuli skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. 

Vísir.is greindi frá því í dag að fyrirspurnum um auglýsingaherferðina, sem beint var til Sigurðar Más, hefði ekki verið svarað. Í kjölfarið hæddist upplýsingafulltrúinn að fréttaflutningnum á Facebook. Hann skrifaði: 

„Er eiginlega hálf svekktur að félagi minn Jakob Bjarnar Grétarsson [sá blaðamaður sem skrifaði frétt Vísis, innsk. höf.] skuli ekki birta fleiri myndir af mér með þessari stórfrétt. En er þó á 40% mynda í þessu myndasafni. Nú gæti einhver sagt að hverjum þyki sinn fugl fagur og það ráði vali á myndum en amk. ákvað Jakob að hlífa lesendum við mynd af helstu heimild sinni, varaformanni VG. Og ekki verður Jakob sakaður um að hlífa sjálfum sér, birtir óhikað ábendingu mína um að hann hefði ekki tekið eftir auglýsingunni í eigin blaði. Auglýsingarnar standa hins vegar fyrir sínu og hvet ég áhugasama um að kynna sér efni þeirra.“

Eins og Stundin hefur áður greint frá hannaði auglýsingastofan Hvíta húsið auglýsingarnar. Auglýst er í dagblöðum og vikublöðum í nafni „ríkisstjórnar Íslands“, en jafnframt hefur verið auglýst á Eyjunni.is, vefmiðli sem heyrir undir fjölmiðlasamsteypu Björns Inga Hrafnssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Framsóknarflokksins og góðvinar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra.

Hagfræðingar hafa gagnrýnt framsetningu talna í þeirri auglýsingu ríkisstjórnarinnar sem laut að útgjaldaliðum hins opinbera. Í dag beindi Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, fyrirspurn til forsætisráðherra þar sem spurt er um auglýsingaherferðina og kostnað við hana. 

Uppfært 26. janúar kl. 16:00:
Stundinni hefur nú borist svar frá forsætisráðuneytinu. Þar segir: „Tvær auglýsingar hafa nýverið verið birtar í fjölmiðlum í nafni ríkisstjórnar Íslands, skv. ákvörðun hennar og voru auglýsingarnar kostaðar af fjárlagalið 09-990 í fjárlögum fyrir árið 2016, svonefndu ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar. Kostnaður vegna auglýsinganna nam 2,3 millj. kr. Birting frekari auglýsinga er ekki fyrirhuguð.“ Fyrirsögn þessarar fréttar hefur verið breytt í samræmi við þær upplýsingar sem eru fram komnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár