Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

United Silicon segir mengun muni minnka í Keflavík: „Ekki skamma okkur eins og hunda“

„Við er­um meng­andi iðn­að­ur, það verð­ur ekki kom­ist hjá því,“ seg­ir Helgi Þór­halls­son, for­stjóri United Silicon í Helgu­vík. Stæka bruna­lykt hef­ur lagt frá verk­smiðj­unni frá því hún var gang­sett fyr­ir fjór­um dög­um. Helgi bið­ur fólk þó að bíða með sleggju­dóma þar til reynsla fæst á ofn­inn í full­um af­köst­um.

United Silicon segir mengun muni minnka í Keflavík: „Ekki skamma okkur eins og hunda“
Mennirnir sem ráða Frá vinstri: Þórður Magnússon rekstrarstjóri United Silicon, Magnús Garðarsson einn helsti eigandi United Silicon og Helgi Þórhallsson forstjóri. Mynd: United Silicon

Sterk brunalykt hefur fundist víða í Reykjanesbæ undanfarna daga, en líkt og Stundin greindi frá í gær þá hefur kvörtunum rignt yfir Umhverfisstofnun vegna mengunarinnar sem kemur frá kísilveri United Silicon í Helguvík.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafa starfsmenn kísilversins átt í vandræðum með hreinsibúnað auk þess sem bilun hafi átt sér stað í ofni verksmiðjunnar en hann er sá fyrsti af fjórum sem fyrirtækið hyggst gangsetja.

Stundin hafði samband við Helga Þórhallsson, forstjóra United Silicon í Helguvík, sem staðfesti heimildir Stundarinnar um að vandræði hefðu verið með hreinsibúnað. Vandræðin séu til komin vegna timburs sem þeir brenndu í ofninum til þess að hita hann. Mikill raki hafi verið í timbrinu sem hafi síðan smitast í pokasíur sem eiga að hreinsa reykinn. Fjölmargar af þessum pokasíum hafi eyðilagst og því hafi þurft að skipta um þær. Við gangsetningu hafi einnig skaut eyðilagst og því hafi þurft að skipta um það og endurræsa ofninn. Þá hafi einnig ekki verið nægilegt rafmagn til þess að keyra viftur sem tengdar eru í reykræstivirki verksmiðjunnar.

Rétt hjá íbúabyggð
Rétt hjá íbúabyggð Hér á þessu yfirlitskorti er hægt að sjá hversu nálægt verksmiðjan er íbúabyggð í Reykjanesbæ.

Biður íbúa að bíða með sleggjudóma

Helgi vildi þó ekki kannast við að þetta vandamál væri enn til staðar því viðgerðir hafi staðið langt fram á kvöld og hafi lokið í nótt. Búið sé að skipta um pokasíur, skaut og nægt rafmagn sé nú til staðar til þess að keyra vifturnar. Enga lykt ætti því að vera hægt að finna lengur. Blaðamaður getur þó vitnað til um það að lyktin hafi enn verið til staðar um klukkan þrjú í dag. Helgi biður samt íbúa og aðra að bíða með sleggjudóma þar til reynsla er komin á ofninn.

„Þegar ofninn er kominn í eðlilegt ástand og skilar fullum afköstum þá er fyrst hægt að dæma um það hvort einhver óvenjuleg mengun berist frá verksmiðjunni eða ekki.“

Hvenær verður ofninn kominn í fulla keyrslu?

„Ef við lendum ekki í frekari hremmingum með skaut erum við að tala um fjóra eða fimm daga. Þá erum við komnir í þrjátíu megawött. Þá erum við að tala allan reyk í gegnum reykræstivirkið og erum þá komnir með stabílt ástand. Menn verða að hafa smá þolinmæði og ekki skamma okkur eins og hunda á meðan við erum á fyrstu metrunum. Þegar verið er að gangsetja svona verksmiðju að þá getur orðið röskun og ójafnvægi og þá geta ákveðin óþægindi skapast sem ég vona að heyri sögunni til þegar við erum komnir í fulla keyrslu.“

Helgi, efnaverkfræðingur að mennt og hokinn af reynslu á þessum vettvangi eins og hann orðar sjálfur, segir allt kapp lagt á að reka verksmiðjuna eins vel og hægt er, í sátt og samlyndi við nærumhverfi hennar og íbúa Reykjanesbæjar. Hann hafi verið forstjóri kísilverksmiðja víða um heim og að hér á landi séu mjög strangar reglur er varða mengun og umhverfisáhrif.

„Við verum mengandi iðnaður“

„Ég hef starfað á þessum vettvangi í yfir 34 ár og get sagt þér að við fylgjum öllum þeim kröfum og reglum sem okkur eru settar og þær eru mjög strangar og ekkert síður strangar hér en til dæmis í Noregi. Við ætlum að standa okkur og sjá til þess að allur búnaður sé í lagi sem á að halda allri mengun í skefjum. Við verum mengandi iðnaður, það verður ekki komist hjá því.“

Forstjóri með 34 ára reynslu

Helgi starfaði áður sem aðstoðarforstjóri hjá Elkem á Íslandi en þeir reka kísilverksmiðju á Grundartanga. Vandamál með lyktmengun hafi ekki komið upp en það sé þó eflaust vegna þess að sú verksmiðja hafi verið „úti í sveit“ og fjarri íbúabyggð.

Kom nálægðin við byggð í Reykjanesbæ þér á óvart?

„Þegar ég byrjaði að koma hérna fyrst þá hrökk ég dálítið í kút, hélt að svæðið væri fjær, en nota bene, ég hef verið verksmiðjustjóri í verksmiðju í Noregi sem var staðsett í miðjum bæ og bæjarfélagið varð til í kringum hana. Hún opnaði 1928 og þá var ekki til þess tækni í hreinsibúnaði sem við notum í dag og í vissum vindáttum gat fólk ekki opnað glugga eða þvegið þvott. Það voru líka meiri mengandi efni en það var hluti af því að búa á svona stað og hafa lífsviðurværi af honum,“ segir Helgi og bendir á að höfnin í Helguvík sé ástæða þess að verksmiðjan sé á þessum stað.

Umdeild verksmiðja
Umdeild verksmiðja Íbúar hafa litla trú á frekari stóriðju í Helguvík og hafa margir áhyggjur af mengun sem berst frá henni þessa dagana.

Óvissa með næsta ofn

„Það sem menn eru að horfa á hér er að búið er að byggja þessa höfn og nú þarf að finna henni verkefni og menn byggja ekki svona verksmiðju án þess að vera nálægt höfn. Þeim verksmiðjum sem ekki eru nálægt höfn hefur ávallt á endanum verið lokað því aðföngin eru svo dýr. Ég var eitt sinn forstjóri kísilverksmiðju í Kína og flutningskostnaðurinn var að drepa okkur,“ segir Helgi sem þykir eðlilegt að þær verksmiðjur sem þurfi á höfnum að halda rísi nálægt þeim.

„Kannski hefðu menn kosið að hafa höfnina í Helguvík fjær byggð.“

En nú er þetta aðeins fyrsti ofninn af fjórum sem er áætlað að gangsetja. Hvenær er áætlað að fjórði og síðasti ofninn verði gangsettur?

„Það veit enginn hvenær hægt er að byrja á ofni númer tvö. Það er ekkert rafmagn til staðar fyrir hann. Þá geta menn líka bara litið til þeirra verkefna sem eru í sama flokki og verksmiðjan okkar til að sjá að það gengur illa að fá fjármagn fyrir þetta. Verð á kísiljárni og málmum er í sögulegu lágmarki, þá er samdráttur í notkun á þessum málmum og mikil framleiðsla í Kína þannig að niðursveiflan er miklu meiri en menn hafa nokkurn tímann séð í málmi. Verð hafa reyndar aðeins verið að þokast upp á við en verða samt sem áður lág á næsta ári. Svo má ekki gleyma þessu með rafmagnið. Það þarf að tengja rafmagn við þetta og það er ekki fáanlegt á Íslandi í dag. Þetta er langhlaup eins og maður segir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Áhrif kísilvers United Silicon

Arion um sjálfbærnistefnu sína og kísilverið: „Bankinn tekur þá ábyrgð mjög alvarlega“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Ari­on um sjálf­bærni­stefnu sína og kís­il­ver­ið: „Bank­inn tek­ur þá ábyrgð mjög al­var­lega“

Ari­on banki er með­vit­að­ur um þá ábyrgð sem hvíl­ir á bank­an­um varð­andi mögu­lega enduropn­un kís­il­vers­ins í Helgu­vík. Kís­il­ver­inu var lok­að vegna meng­un­ar ár­ið 2017. Stefna bank­ans í um­hverf­is­mál­um hef­ur tek­ið breyt­ing­um á liðn­um ár­um og svar­ar bank­inn með­al ann­ars spurn­ing­um um hvernig þessa stefna rím­ar við enduropn­un meng­andi kís­il­vers.
Guðbrandur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kísilverksmiðjunni
ViðskiptiÁhrif kísilvers United Silicon

Guð­brand­ur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kís­il­verk­smiðj­unni

Ari­on banki hyggst opna aft­ur kís­il­verk­smiðj­una í Helgu­vík sem hef­ur ver­ið lok­uð í tæpt ár. All­ir bæj­ar­full­trú­ar í Reykja­nes­bæ hafa lýst sig and­víga opn­un­inni og 350 at­huga­semd­ir bár­ust frá íbú­um í bæn­um. Guð­brand­ur Ein­ars­son', bæj­ar­full­trúi og þing­mað­ur VIð­reisn­ar, lýs­ir áhrif­um verk­smiðj­unn­ar á heilsu­far sitt og út­skýr­ir hvers vegna má ekki opna hana aft­ur.
Stjórnmálamenn töluðu upp United Silicon og fögnuðu ákaft: „Við erum búin að bíða lengi“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Stjórn­mála­menn töl­uðu upp United Silicon og fögn­uðu ákaft: „Við er­um bú­in að bíða lengi“

„Þetta er mjög stór stund,“ sagði Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, þá for­sæt­is­ráð­herra, þeg­ar fyrsta skóflu­stung­an var tek­in að verk­smiðju United Silicon, sem fór í gjald­þrot í dag eft­ir að hafa marg­brot­ið starfs­leyfi og meint­an fjár­drátt for­stjór­ans. Bæj­ar­stjór­inn í Reykja­nes­bæ gagn­rýndi úr­töluradd­ir. „Við er­um bú­in að bíða lengi,“ sagði iðn­að­ar­ráð­herra.
Dularfullur barón keypti í kísilveri og seldi virkjanaréttindi
Fréttir

Dul­ar­full­ur barón keypti í kís­il­veri og seldi virkj­ana­rétt­indi

Ít­alsk­ur barón, Fel­ix Von Longo-Lie­ben­stein, hef­ur ver­ið virk­ur í jarða­kaup­um á Ís­landi frá síð­ustu alda­mót­um en hef­ur náð að halda sér ut­an kast­ljóss fjöl­miðla. Hann var einn af hlut­höf­un­um í kís­il­fyr­ir­tæk­inu United Silicon og seldi dótt­ur­fé­lagi HS Orku vatns­rétt­indi út af virkj­un á Strönd­um. Illa geng­ur að fá upp­lýs­ing­ar um barón­inn.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár