Hjúkrunarfræðingar óttast að íslenska heilbrigðiskerfið muni smám saman líkjast æ meira því bandaríska og verða einkavæðingu að bráð. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Aljazeera um íslenska heilbrigðiskerfið, en umfjöllunin byggir á samtölum blaðamannsins Ned Resnikoff við heilbrigðisstarfsmenn hérlendis. Í undirfyrirsögn er fullyrt að „undirmönnun, fjársvelti og orðrómar um einkavæðingu“ geri starfsmönnum sjúkrahúsanna lífið leitt.
Haft er eftir Sveini Magnússyni, skrifstofustjóra í velferðarráðuneytinu, að engir vísar bendi til þess að hnignun í heilbrigðiskerfinu sé að eiga sér stað. Þetta er athyglisvert í ljósi þess hve gríðarlega hefur verið skorið niður til heilbrigðismála eftir hrun. Bent er á það í umfjöllun Aljazeera að fjárveitingar til Landspítalans drógust saman um nánast helming milli 2007 og 2009. Niðurskurðurinn hafi bitnað verulega á launakjörum heilbrigðisstarfsfólks.
Athugasemdir