Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Umsátrið um Katar

Þrot og öngstræti stríðs­ins gegn hryðju­verk­um eða kveikj­an að alls­herj­ar óöld? Guð­rún Mar­grét Guð­munds­dótt­ir mann­fræð­ing­ur bjó lengi í Mið-Aust­ur­lönd­um og skrif­ar um ástæð­ur þess að ríki í Mið-Aust­ur­lönd­um lok­uðu á Kat­ar og af­leið­ing­arn­ar sem það gæti haft í för með sér.

Umsátrið um Katar

 

Eflaust hafa margir orðið ruglaðir í ríminu við að reyna að skilja atburðarásina sem átt hefur sér stað við Persaflóa í síðastliðinni viku; harkalegri aðför gegn Katar, smáríkis við Arabíuflóa, undir forustu Sádi-Arabíu í samstarfi við Sameinuðu arabísku furstadæmin, Bahrain og Egyptaland, (hér eftir Saudi-Arabíu og félagar) sem endað hefur í hreinu og kláru umsátri.

Að þeirra sögn var farið í refsiaðgerðirnar til að vernda þjóðaröryggi landanna fjögurra og verjast hættunni sem stafar af hryðjuverkum og öfgahyggju. Eins til að mótmæla stuðningi Katar við hryðjuverkahópa á borð við Bræðralag múslíma í Egyptalandi og Haman á Gazaströndinni og ýmissa öfgahópa sem berjast í Sýrlandi og Írak, jafnvel tengda Daish (íslamska ríkinu) og Al Kaida. Katar er einnig sakað um að viðhalda stjórnmála- og viðskiptasamningum við Íran og við Ísrael. Fljótlega var dregið í land með þá ásökun, líklega eftir að forsætisráðherra Ísraels lýsti yfir velþóknun sinni með aðgerðirnar og sagði þær mikilvæg skref í baráttunni gegn hryðjuverkum. Aljezeera-fréttaveitan var einnig nefnd í þessu samhengi og sökuð um að ýta undir óróleika í Mið-Austurlöndum og vera málpípa ýmissa öfgahópa. Þessi aðför gegn Katar á sér engin fordæmi á svæðinu þótt oft hafi komið til minni háttar ryskinga í gegnum tíðina og staðan því í hæsta máta óvenjuleg. 

Voldug vopnabúr og kalt stríð 

Umræddri aðgerð var hrint í framkvæmd eldsnemma morguns þann 5. júní síðastliðinn. Hún var greinlega skipulögð í þaula og vel samhæfð. Þennan morgun vöknuðu grandalausir íbúar Katar við þau tíðindi að Sádi-Arabía hefði eitt af öðru lýst yfir stjórnmálaslitum, viðskipta- og loftferðabanni og lokun landamæra Katar og þar með lokað á 85% innflutningsleiða inn til landsins. Jafnframt var Katar rekið úr rúmlega tveggja ára hernaðarsamstarfi gegn Jemen. Öllu flugi til Katar var aflýst um óákveðinn tíma, skipum skrásettum í Katar neitað að leggja að höfn og lokað á útsendingar Aljezeera-fréttaveitunnar umdeildu. Að auki var katörskum ríkisborgurum, sem búsettir eru í löndunum fjórum, gert að hypja sig úr landi og að sama skapi kallað eftir ríkisborgurum þeirra sem búsettir eru í Katar. Katar, á hinn bóginn, sýndi stillingu og brást við af yfirvegun, gaf strax út að enginn yrði rekinn úr landi, fordæmdi aðgerðirnar gegn fullveldi ríkisins og vísaði öllum ásökunum á bug. 

Fjölmörg lönd hafa nú lýst stuðningi við aðgerðirnar gegn Katar, þar á meðal hið stríðshrjáða Jemen, (þ.e. ríkisstjórn landsins sem er að mestu valdalaus) og ríkisstjórn Austurhluta Líbýu sem er ein rjúkandi rúst (ein þriggja starfandi ríkisstjórna). Hin svokölluðu GCC lönd (Gulf Cooperation Council), Oman og Kúveit kusu að vera hlutlaus og hefur Kúveit nú þegar reynt að miðla málum. Tveimur dögum síðar barst Katar svo kærkominn en óvæntur liðsauki frá Tyrklandi.

Það er óhugnanlegt til þess að hugsa að nú ríki kalt stríð við Arabíuflóann, á svæði þar sem ríkustu auðlindir heims finnast í jörðu og eru undir stjórn vellauðugra konungsfjölskyldna, sem hafa til umráða voldugustu vopnabúr heims og eru reiðubúnar að verja hagsmuni sína út í rauðan dauðann. Full ástæða er til að fylgjast með framvindunni á þessu eldfima svæði því þar gæti leynst neisti af allsherjar ófriðarbáli um ókomna tíð.

Hagsmunir samofnir Bandaríkjunum  

Sú staðreynd að yfirvöld í Saudi-Arabíu séu nú í broddi fylkingar í stríðinu gegn hryðjuverkum á alþjóðavísu, kemur eflaust mörgum afar spánskt fyrir sjónir og ætti að kveikja á viðvörunarbjöllum. Mætti ætla að hinir fjársterku Sádi-Arabar, sem eiga heiðurinn að því að dreifa Wahabisma um veröldina um árabil; afturhaldssamri útgáfu íslam sem flestir öfgahópar súnníta aðhyllast (ISIS og Al Kaida þar á meðal). Líklega er óþarfi að minna á það sem allir vita að 15 af 19 hryðjuverkamannanna sem réðust á Bandaríkin 11. september 2001 eru Sádar og enn ríkir leynd yfir hinum svokölluðu 28 síðum sem gefa tilefni til að ætla að yfirvöld Sádi-Arabíu hafi á einhvern hátt tekið þátt í árásunum fyrrnefndu. Gagnrýni Sáda gagnvart Katörum, þótt réttmæt sé að mörgu leyti, kemur því úr hörðustu átt, svo vægt sé til orða tekið.

Talið er líklegt að heimsókn Bandaríkjaforseta fyrir tveimur vikum hafi blásið Sádi-Aröbum móð í brjóst hvort sem forsetinn hafi beinlínis lagt blessun sína á aðgerðirnar eða ekki. Hann byrjaði á að tvíta og hrósa sjálfum sér fyrir aðgerðirnar sem að hans mati gæti verið upphaf endisins en dró svo í land, honum hefur líklega verið bent á þá staðreynd að Katar hýsir stærstu bandarísku herstöð heims og hagsmunir þeirra á svæðinu því samofnir Katar. Hann lýsti margsinnis yfir aðdáun sinni á Sádi-Arabíu og hrósaði fyrir framlag þeirra í hryðjuverkastríðinu og minnti á forustuhlutverk þeirra í baráttunni gegn vánni. Sádi-Arabía væri leiðandi afl í því að ráða niðurlögum þessa sameiginlega óvinar. Íran væri stærsta vandamál svæðisins og nú skyldi sjónum beint að því.

Afleiðingar hefndaraðgerða 

Efalaust má rekja þá hringavitleysu sem hér hefur verið rædd beint til hins hroðalega hryðjuverkastríðs og afleiðingar þess. Stríð sem Vesturlönd fóru fyrir, með Bandaríkin í broddi fylkingar, með illskilgreindan óvin byggt á upplognum sökum til að hefna hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin þann 11. september 2001 og svo sölsa undir sig auðlindir svæðisins. Í meira en einn og hálfan áratug hefur stríðið leikið íbúa hins íslamska heims grátt og geisar nú opinberlega í sjö löndum undir gunnfána hryðjuverkastríðsins. Milljónir hafa látist og misst heimili sín og orustuvöllurinn dreifir sér sífellt betur um heiminn. Nýlega hafa angar stríðsins teygt sig yfir til Vesturlanda, einkum til Evrópu, með tilviljunarkenndum og skelfilegum hætti.

Halda má fram að þessi óvenjulega staða marki upphaf nýs kafla í stríðinu gegn hryðjuverkum. Skapa þarf strategíu til að mæta nýjum áskorunum hryðjuverkastríðsins sem fer nú fram víða um heim og virðist belgjast út í allar áttir, en opinberlega má telja sjö stríð sem í gangi eru nú. Heimurinn er mun hættulegri en hann var þegar George W. Bush lýsti upphafi þess yfir í lok árs 2001 og tilkynnti um fyrirhugaða innrás í Afganistan. Nú sé mikilvægt að skerpa á því hverjir séu aðalóvinirnir og hvert beina skuli spjótum í hinum nýjum kafla. Þeir sem eru hallir undir samsæriskenningar gætu jafnvel trúað að valdaöfl heimsins séu í óðaönn að kokka upp nýjan en þó tormeltan sannleika, eða jafnvel gera tilraun til sögufölsunar. Sem, ef miðað við gang heimsmála í nútímanum, þarf ekki að vera svo galið.

Refsing fyrir að sýna ekki samstöðu  

Líklega má rekja raunverulegar ástæður að baki aðgerðanna gegn Katar sem enduðu í umsátri til tveggja þátta og eflaust fleiri. Í fyrsta lagi vegna þess að Katar var ekki tilbúið að taka þátt í að einangra Íran, erkióvin Trump ríkisstjórnarinnar, Ísrael og Sádi-Arabíu. Enda deila löndin tvö flennistórum gaslindum í sjónum í norðuhluta Katar og austurhluta Íran. Katar hefur lengi haldið úti sjálfstæðri utanríkisstefnu, eins og sést á ofangreindri gagnrýni á því fyrir að styðja Bræðralagið og Hamas, en Katar áréttir að Bræðralag múslíma sé stjórnmálaafl byggt á íslömskum gildum og að Hamas sé hópur sem berst gegn hernámi Ísraels. Hópar sem Katarar styðja í Sýrlandi og í Írak eru sams konar hópar og þeir sem Sádi-Arabar, Sameinuðu furstadæmin og Bahrain styðja, en þetta snýst um skilgreiningu á því hverjir teljast uppreisnarmenn og hryðjuverkamenn. Allt sama tóbakið ef svo má að orði komast. Í öðru lagi eru aðgerðirnar líklega refsing fyrir að styðja eða að minnsta kosti sýna fólkinu á götunni í Mið-Austurlöndum smá samstöðu. Arabíska vorið ógnar tilveru einræðisríkjanna landanna fjögurra og upprisa almennings eitur í beinum þeirra. Nú má fórna Katar, nú eða vonast til að stjórnarbylting eigi sér stað svo að hreinar línur skapist í hinum nýja kafla stríðsins gegn hryðjuverkum.

 

Heimildir: 

http://therealnews.com/t2/story:19270:Trump%2C-Israel-Back-Saudi-Power-Play-Against-Qatar

http://www.aljazeera.com/indepth/features/2017/06/timeline-qatar-gcc-disputes-170605110356982.html

https://www.theguardian.com/world/2017/jun/05/saudi-arabia-and-bahrain-break-diplomatic-ties-with-qatar-over-terrorism

http://thefreethoughtproject.com/trump-promised-money-country-beheading-blind-man/

http://www.aljazeera.com/news/2017/06/rights-group-concerned-gulf-citizens-fallout-170608113637179.html

http://www.aljazeera.com/indepth/features/2017/06/saudi-led-blockade-qatar-breaking-families-170609131754141.html

https://www.theatlantic.com/international/archive/2017/06/trump-qatar-saudi-arabia-terrorism-corker/529479/

http://www.truthdig.com/report/item/leaked_emails_show_how_washington_post_whitewashes_saudi_arabis_20170612#.WT90OBAss70.facebook

http://www.aljazeera.com/news/2017/06/saudi-led-bloc-issues-terror-list-170608221049889.html 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár