Ófremdarástand hefur skapast á mörgum af þeim svæðum sem bandaríski herinn skildi eftir í eigu Íslendinga þegar hann yfirgaf landið fyrir fullt og allt árið 2006. Ástandið má rekja til umhverfissóða á Suðurnesjum sem margir losa rusl á þessum svæðum í skjóli nætur. Þetta rusl er allt frá hinu venjulega heimilissorpi yfir í stór heimilistæki og barnakerrur.
Málið hefur vakið athygli Suðurnesjamanna reglulega og hefur umsjónaraðili svæðanna, í þessum tilfellum Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar sem fékk þau afhent árið 2006, margoft hreinsað til með tilheyrandi kostnaði.
„Ég trúi því ekki að við þurfum girða þetta af eins og herinn sé mættur aftur.“
Athugasemdir