„Maður borgar inn í kerfið allt sitt líf og trúir því sakleysislega að það styðji við mann þegar maður þarf á því að halda,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson. Augu hans virðast horfa í gegnum mig þar sem við sitjum saman í stofu hans í látlausri íbúð í Hafnarfirðinum, en þar hefur hann búið ásamt konu sinni frá 2012.
Guðmundur er 61 ára öryrki og hefur verið á fullum lífeyri frá 1997. Fyrir það var hann lögregluþjónn í Grindavík og Keflavík í sjö ár áður en hann flutti í borgina og vann í Brynju sem verslunarstjóri í fjórtán ár. Einn örlagaríkan dag 1993 var hann á leið inn á Snorrabraut þegar annar ökumaður virti ekki stöðvunarskyldu og ók beint í veg fyrir bifreið Guðmundar. Hann lýsir því hvernig ökutæki hans hentist heilan hring, höfuð hans rakst í þakið af svo miklum krafti að allir liðþófar þjöppuðust saman.
„Þetta var eins og …
Athugasemdir