Síðasta hálfa árið hafa systkinin Gabríela Jóna og Tryggvi Ólafsbörn sótt messur í yfir tuttugu kirkjum á höfuðborgarsvæðinu. Gabríela, sem er 24 ára, leitaði fyrst í trúna fyrir um ári síðan þegar hún var á þriðja spori í 12 spora prógramminu þar sem treysta þarf á æðri mátt. Ekki leið á löngu þar til hún var farin að draga bróður sinn með í messur, því tilhugsunin um hvað gerist eftir dauðann var að valda hinum tólf ára gamla Tryggva hugarangri. Á hverjum sunnudegi sækja systkinin messu í nýrri kirkju og ræða síðan saman um trú, líf og dauða yfir kaffi og kakó að messu lokinni. Af mismunandi ástæðum hafa bæði systkinin fundið styrk í trúnni og vikulegar samverustundir hafa mótað einstakt samband á milli systkinanna.
Ræða forritun og trú
Systkinin eru góðir vinir og þrátt fyrir tólf ára aldursmun eiga þau ýmislegt sameiginlegt. Í framtíðinni vill Tryggvi verða tölvuleikjaframleiðandi og …
Athugasemdir