Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Heimsækja allar kirkjur á höfuðborgarsvæðinu

Tryggvi Ólafs­son fer á hverj­um sunnu­degi í messu með syst­ur sinni, Gabrí­elu Jónu. Þau fara alltaf í nýja kirkju og ætla einnig að heim­sækja önn­ur trú­fé­lög. Eft­ir messu ræða þau svo sam­an um trú, líf og dauða yf­ir kakó og kaffi. Sam­ver­an veit­ir þeim gleði og af ólík­um ástæð­um sækja þau styrk í trúna.

Heimsækja allar kirkjur á höfuðborgarsvæðinu
Tólf ár á milli systkina Þrátt fyrir aldursmuninn eiga systkinin margt sameiginlegt. Eins og það að taka trúarbrögðin mátulega alvarlega. Þau rifja það upp þegar amma þeirra giftist konu sinni í Dómkirkjunni en Tryggvi segir að fólk hafi eflaust ekki verið komið út úr skápnum á þeim tíma sem Biblían var skrifuð og því ekkert rætt um réttindi þeirra. Mynd: Heiða Helgadóttir

Síðasta hálfa árið hafa systkinin Gabríela Jóna og Tryggvi Ólafsbörn sótt messur í yfir tuttugu kirkjum á höfuðborgarsvæðinu. Gabríela, sem er 24 ára, leitaði fyrst í trúna fyrir um ári síðan þegar hún var á þriðja spori í 12 spora prógramminu þar sem treysta þarf á æðri mátt. Ekki leið á löngu þar til hún var farin að draga bróður sinn með í messur, því tilhugsunin um hvað gerist eftir dauðann var að valda hinum tólf ára gamla Tryggva hugarangri. Á hverjum sunnudegi sækja systkinin messu í nýrri kirkju og ræða síðan saman um trú, líf og dauða yfir kaffi og kakó að messu lokinni. Af mismunandi ástæðum hafa bæði systkinin fundið styrk í trúnni og vikulegar samverustundir hafa mótað einstakt samband á milli systkinanna.

Ræða forritun og trú

Systkinin eru góðir vinir og þrátt fyrir tólf ára aldursmun eiga þau ýmislegt sameiginlegt. Í framtíðinni vill Tryggvi verða tölvuleikjaframleiðandi og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Trúmál

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
1
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár