Tólf lífeyrissjóðir voru hluthafar í fyrirtæki sem átti húsið að Ármúla 9, gamla Hótel Ísland, þar sem rekin verður umfangsmikil einkarekin heilbrigðisþjónusta, og meðal annars boðið upp á skurðagerðir af ýmsu tagi.
Lífeyrissjóðirnir tólf eru einnig hluthafar í fyrirtækinu Sinnum ehf., sem býður upp á heimaþjónustu fyrir sjúklinga, en það fyrirtæki mun flytja starfsemi sína í Ármúla 9. Sjóðirnir eru hluthafar í fyrirtækinu Evu Consortium ehf. sem er móðurfélag Sinnum ehf. og félagsins 108 Reykjavík ehf. sem í árslok 2013 keypti fasteignina í Ármúla.
Athugasemdir