Finnur Ingólfsson, fjárfestir, fyrrverandi seðlabankastjóri og ráðherra Framsóknarflokksins, á eignir upp á tæplega þrjá milljarða króna inni í sínu stærsta fjárfestingarfélagi, Spector ehf. Þetta kemur fram í ársreikningi Spectors fyrir árið í fyrra sem skilað var til ársreikningaskrár þann 3. nóvember. Félagið hagnaðist um rúmlega 29 milljónir króna í fyrra en enginn arður var greiddur út úr því.
Spector var áður eitt af félögunum sem átti skoðunarfyrirtækið Frumherja en Íslandsbanki tók yfir meirihluta hlutafjár í því félagi í árslok 2013/ársbyrjun 2014, vegna skulda. Finnur Ingólfsson og félög honum tengd hurfu í kjölfarið úr hluthafahópnum.
Stórtækur í fjárfestingum
Finnur er einn af þeim íslensku fyrrverandi þingmönnum sem einna best hefur staðið fjárhagslega eftir að hafa lokið pólitískum störfum. Ekki er hægt að segja annað en að Finnur hafi efnast vel í kjölfar þess að hann hætti í stjórnmálum í upphafi aldarinnar. Finnur var einn af kaupendum Búnaðarbankans og stýrði Vátryggingarfélagi Íslands um hríð eftir að S-
Athugasemdir