Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þrír af fjórum fyrrverandi þingmönnum Bjartrar framtíðar eru hættir í flokknum

„Ég lít svo á að stjór­mál eigi að snú­ast um al­manna­hags­muni, jöfn tæki­færi og rétt­læti. Ég get því ekki stutt það sem flokk­ur­inn hef­ur gert að und­an­förnu,“ skrif­ar Páll Val­ur Björns­son og gagn­rýn­ir eft­ir­gjöf flokks­ins í sjáv­ar­út­vegs- og Evr­ópu­mál­um.

Þrír af fjórum fyrrverandi þingmönnum Bjartrar framtíðar eru hættir í flokknum

Þrír af fjórum fyrrverandi þingmönnum Bjartrar framtíðar hafa sagt skilið við flokkinn. Páll Valur Björnsson tilkynnti um ákvörðun sína í dag, en Róbert Marshall og Brynhildur Pétursdóttir skráðu sig úr flokknum þann 3. janúar, daginn sem flokkurinn hóf formlega stjórnarmyndunarviðræður við Viðreisn og Sjálfstæðisflokkinn.

Páll Valur útskýrir afstöðu sína í pistli. „Ég sé ekki að ég eigi lengur samleið með flokknum á þeirri leið sem hann er (ég á raunar eins og margir aðrir mjög erfitt með að átta mig á hvert flokkurinn stefnir og fyrir hvað hann stendur),“ skrifar hann og tekur fram að þegar Björt framtíð vilji ekki styðja frumvarp um að fella niður ritfangakostnað skólabarna taki steininn úr.

Ekkert samráð um að líma flokkinn við Viðreisn

Páll Valur telur stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn glapræði, enda sé sá flokkur „gegnsýrður af sérhagsmunagæslu og spillingu“. Þá segist Páll ekki trúa því að undir stjórn Sjálfstæðisflokksins geti orðið verulegar breytingar til hins betra í þeim málum sem Björt framtíð hefur barist fyrir.

„Ég var (eins og allir vita) ekki sáttur við þá ákvörðun að líma Bjarta framtíð við Viðreisn í stjórnarmyndunarviðræðunum; flokk sem er leiddur af fólki sem hefur verið árum saman í hagsmunagæslu fyrir stór-atvinnurekendur,“ skrifar Páll. „Það var gert án nokkurs samráðs við bakland eða a.m.k. án alls samráðs við þá oddvita flokksins sem ekki náðu kjöri í kosningunum. Það sem hefur gerst eftir þessa stjórnarmyndun hefur ekki dregið úr þessum efasemdum mínum og áhyggjum, nema síður sé.“ 

Kosningaloforð Bjartrar framtíðar ekki efnd

Áður hafði komið fram í fjölmiðlum að Páll væri óánægður með ríkisstjórnarsamstarfið við Viðreisn og Sjálfstæðisflokkinn. Á meðal þess sem Páll Valur hefur gagnrýnt er að flokkurinn hafi gefið of mikið eftir í Evrópumálum, auðlinda- og umhverfismálum og að því er varðar málefni barna. 

Á meðal helstu kosningamála Bjartrar framtíðar í aðdraganda síðustu þingkosninga var að vinnubrögð í íslenskum stjórnmálum yrðu bætt, fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, fjárfestingar hins opinbera í innviðum yrðu auknar til muna, farin yrði markaðsleið í sjávarútvegi, útgjöld yrðu aukin til mennta- og heilbrigðismála og slegin yrði skjaldborg um umhverfið, meðal annars hálendi Íslands.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar kynnti stefnuyfirlýsingu sína þann 10. janúar síðastliðinn. Þar er hvorki að finna fyrirheit um að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið né að látið verði reyna á uppboðsleið í sjávarútvegi á kjörtímabilinu

Fram hefur komið í viðtölum við formenn stjórnarflokkanna að með stjórnarsáttmálanum hafi þingflokkarnir skuldbundið sig til að koma í veg fyrir að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið á kjörtímabilinu, nema þá undir lok þess. 

Nýlega kynnti ríkisstjórnin fjármálaáætlun þar sem menntakerfinu, einkum háskólastiginu, eru settar þröngar skorður auk þess sem útgjöld til heilbrigðismála eru aukin miklu minna en kallað var eftir fyrir kosningar.

Alþýðusamband Íslands og forstjóri Landspítalans hafa lýst yfir áhyggjum af því að spítalinn verði verulega undirfjármagnaður. Þá nemur áformuð fjölgun hjúkrunarrýma fram til ársins 2022 aðeins rúmlega helmingunum af áætlaðri viðbótarþörf fyrir ný hjúkrunarrými til ársins 2020.

„Ekki er að sjá þess merki að gert sé ráð fyrir viðbótarfjármagi til reksturs hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu á tímabilinu þrátt fyrir fyrirséða fjölgun aldraðra og viðvarandi rekstarvanda margra stofnanna,“ segir í fréttatilkynningu frá ASÍ sem birtist í síðustu viku. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár