Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þrír af fjórum fyrrverandi þingmönnum Bjartrar framtíðar eru hættir í flokknum

„Ég lít svo á að stjór­mál eigi að snú­ast um al­manna­hags­muni, jöfn tæki­færi og rétt­læti. Ég get því ekki stutt það sem flokk­ur­inn hef­ur gert að und­an­förnu,“ skrif­ar Páll Val­ur Björns­son og gagn­rýn­ir eft­ir­gjöf flokks­ins í sjáv­ar­út­vegs- og Evr­ópu­mál­um.

Þrír af fjórum fyrrverandi þingmönnum Bjartrar framtíðar eru hættir í flokknum

Þrír af fjórum fyrrverandi þingmönnum Bjartrar framtíðar hafa sagt skilið við flokkinn. Páll Valur Björnsson tilkynnti um ákvörðun sína í dag, en Róbert Marshall og Brynhildur Pétursdóttir skráðu sig úr flokknum þann 3. janúar, daginn sem flokkurinn hóf formlega stjórnarmyndunarviðræður við Viðreisn og Sjálfstæðisflokkinn.

Páll Valur útskýrir afstöðu sína í pistli. „Ég sé ekki að ég eigi lengur samleið með flokknum á þeirri leið sem hann er (ég á raunar eins og margir aðrir mjög erfitt með að átta mig á hvert flokkurinn stefnir og fyrir hvað hann stendur),“ skrifar hann og tekur fram að þegar Björt framtíð vilji ekki styðja frumvarp um að fella niður ritfangakostnað skólabarna taki steininn úr.

Ekkert samráð um að líma flokkinn við Viðreisn

Páll Valur telur stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn glapræði, enda sé sá flokkur „gegnsýrður af sérhagsmunagæslu og spillingu“. Þá segist Páll ekki trúa því að undir stjórn Sjálfstæðisflokksins geti orðið verulegar breytingar til hins betra í þeim málum sem Björt framtíð hefur barist fyrir.

„Ég var (eins og allir vita) ekki sáttur við þá ákvörðun að líma Bjarta framtíð við Viðreisn í stjórnarmyndunarviðræðunum; flokk sem er leiddur af fólki sem hefur verið árum saman í hagsmunagæslu fyrir stór-atvinnurekendur,“ skrifar Páll. „Það var gert án nokkurs samráðs við bakland eða a.m.k. án alls samráðs við þá oddvita flokksins sem ekki náðu kjöri í kosningunum. Það sem hefur gerst eftir þessa stjórnarmyndun hefur ekki dregið úr þessum efasemdum mínum og áhyggjum, nema síður sé.“ 

Kosningaloforð Bjartrar framtíðar ekki efnd

Áður hafði komið fram í fjölmiðlum að Páll væri óánægður með ríkisstjórnarsamstarfið við Viðreisn og Sjálfstæðisflokkinn. Á meðal þess sem Páll Valur hefur gagnrýnt er að flokkurinn hafi gefið of mikið eftir í Evrópumálum, auðlinda- og umhverfismálum og að því er varðar málefni barna. 

Á meðal helstu kosningamála Bjartrar framtíðar í aðdraganda síðustu þingkosninga var að vinnubrögð í íslenskum stjórnmálum yrðu bætt, fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, fjárfestingar hins opinbera í innviðum yrðu auknar til muna, farin yrði markaðsleið í sjávarútvegi, útgjöld yrðu aukin til mennta- og heilbrigðismála og slegin yrði skjaldborg um umhverfið, meðal annars hálendi Íslands.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar kynnti stefnuyfirlýsingu sína þann 10. janúar síðastliðinn. Þar er hvorki að finna fyrirheit um að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið né að látið verði reyna á uppboðsleið í sjávarútvegi á kjörtímabilinu

Fram hefur komið í viðtölum við formenn stjórnarflokkanna að með stjórnarsáttmálanum hafi þingflokkarnir skuldbundið sig til að koma í veg fyrir að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið á kjörtímabilinu, nema þá undir lok þess. 

Nýlega kynnti ríkisstjórnin fjármálaáætlun þar sem menntakerfinu, einkum háskólastiginu, eru settar þröngar skorður auk þess sem útgjöld til heilbrigðismála eru aukin miklu minna en kallað var eftir fyrir kosningar.

Alþýðusamband Íslands og forstjóri Landspítalans hafa lýst yfir áhyggjum af því að spítalinn verði verulega undirfjármagnaður. Þá nemur áformuð fjölgun hjúkrunarrýma fram til ársins 2022 aðeins rúmlega helmingunum af áætlaðri viðbótarþörf fyrir ný hjúkrunarrými til ársins 2020.

„Ekki er að sjá þess merki að gert sé ráð fyrir viðbótarfjármagi til reksturs hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu á tímabilinu þrátt fyrir fyrirséða fjölgun aldraðra og viðvarandi rekstarvanda margra stofnanna,“ segir í fréttatilkynningu frá ASÍ sem birtist í síðustu viku. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár