Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þrír af fjórum fyrrverandi þingmönnum Bjartrar framtíðar eru hættir í flokknum

„Ég lít svo á að stjór­mál eigi að snú­ast um al­manna­hags­muni, jöfn tæki­færi og rétt­læti. Ég get því ekki stutt það sem flokk­ur­inn hef­ur gert að und­an­förnu,“ skrif­ar Páll Val­ur Björns­son og gagn­rýn­ir eft­ir­gjöf flokks­ins í sjáv­ar­út­vegs- og Evr­ópu­mál­um.

Þrír af fjórum fyrrverandi þingmönnum Bjartrar framtíðar eru hættir í flokknum

Þrír af fjórum fyrrverandi þingmönnum Bjartrar framtíðar hafa sagt skilið við flokkinn. Páll Valur Björnsson tilkynnti um ákvörðun sína í dag, en Róbert Marshall og Brynhildur Pétursdóttir skráðu sig úr flokknum þann 3. janúar, daginn sem flokkurinn hóf formlega stjórnarmyndunarviðræður við Viðreisn og Sjálfstæðisflokkinn.

Páll Valur útskýrir afstöðu sína í pistli. „Ég sé ekki að ég eigi lengur samleið með flokknum á þeirri leið sem hann er (ég á raunar eins og margir aðrir mjög erfitt með að átta mig á hvert flokkurinn stefnir og fyrir hvað hann stendur),“ skrifar hann og tekur fram að þegar Björt framtíð vilji ekki styðja frumvarp um að fella niður ritfangakostnað skólabarna taki steininn úr.

Ekkert samráð um að líma flokkinn við Viðreisn

Páll Valur telur stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn glapræði, enda sé sá flokkur „gegnsýrður af sérhagsmunagæslu og spillingu“. Þá segist Páll ekki trúa því að undir stjórn Sjálfstæðisflokksins geti orðið verulegar breytingar til hins betra í þeim málum sem Björt framtíð hefur barist fyrir.

„Ég var (eins og allir vita) ekki sáttur við þá ákvörðun að líma Bjarta framtíð við Viðreisn í stjórnarmyndunarviðræðunum; flokk sem er leiddur af fólki sem hefur verið árum saman í hagsmunagæslu fyrir stór-atvinnurekendur,“ skrifar Páll. „Það var gert án nokkurs samráðs við bakland eða a.m.k. án alls samráðs við þá oddvita flokksins sem ekki náðu kjöri í kosningunum. Það sem hefur gerst eftir þessa stjórnarmyndun hefur ekki dregið úr þessum efasemdum mínum og áhyggjum, nema síður sé.“ 

Kosningaloforð Bjartrar framtíðar ekki efnd

Áður hafði komið fram í fjölmiðlum að Páll væri óánægður með ríkisstjórnarsamstarfið við Viðreisn og Sjálfstæðisflokkinn. Á meðal þess sem Páll Valur hefur gagnrýnt er að flokkurinn hafi gefið of mikið eftir í Evrópumálum, auðlinda- og umhverfismálum og að því er varðar málefni barna. 

Á meðal helstu kosningamála Bjartrar framtíðar í aðdraganda síðustu þingkosninga var að vinnubrögð í íslenskum stjórnmálum yrðu bætt, fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, fjárfestingar hins opinbera í innviðum yrðu auknar til muna, farin yrði markaðsleið í sjávarútvegi, útgjöld yrðu aukin til mennta- og heilbrigðismála og slegin yrði skjaldborg um umhverfið, meðal annars hálendi Íslands.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar kynnti stefnuyfirlýsingu sína þann 10. janúar síðastliðinn. Þar er hvorki að finna fyrirheit um að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið né að látið verði reyna á uppboðsleið í sjávarútvegi á kjörtímabilinu

Fram hefur komið í viðtölum við formenn stjórnarflokkanna að með stjórnarsáttmálanum hafi þingflokkarnir skuldbundið sig til að koma í veg fyrir að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið á kjörtímabilinu, nema þá undir lok þess. 

Nýlega kynnti ríkisstjórnin fjármálaáætlun þar sem menntakerfinu, einkum háskólastiginu, eru settar þröngar skorður auk þess sem útgjöld til heilbrigðismála eru aukin miklu minna en kallað var eftir fyrir kosningar.

Alþýðusamband Íslands og forstjóri Landspítalans hafa lýst yfir áhyggjum af því að spítalinn verði verulega undirfjármagnaður. Þá nemur áformuð fjölgun hjúkrunarrýma fram til ársins 2022 aðeins rúmlega helmingunum af áætlaðri viðbótarþörf fyrir ný hjúkrunarrými til ársins 2020.

„Ekki er að sjá þess merki að gert sé ráð fyrir viðbótarfjármagi til reksturs hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu á tímabilinu þrátt fyrir fyrirséða fjölgun aldraðra og viðvarandi rekstarvanda margra stofnanna,“ segir í fréttatilkynningu frá ASÍ sem birtist í síðustu viku. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár