Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, framkvæmdastjóri og stofnandi Grænnar Framtíðar og frambjóðandi í prófkjörum Pírata, tók upp myndband þar sem hann les fyrir vegfarendur í miðbænum upp úr Gamla testamenti biblíunnar en þykist vera að lesa upp úr Kóraninum, trúarriti múslima.
Viðbrögð fólks voru af ýmsum toga. Nokkrir töldu einsýnt að fólk, sem styddist við trúarrit á borð við þetta, hlyti að vera stórhættulegt.
„Gæti verið að við séum aðeins of fljót að dæma annarra manna trúarbrögð, þegar við ættum kannski að líta okkur nær? Það er auðvelt að alhæfa og dæma heilan þjóðfélagshóp eftir því hvað stendur í trúarriti þeirra,“ skrifar Bjartmar á Facebook og bætir við: „Við snérum dæminu við með því að segja við fólk að við værum að lesa úr kóraninum þegar í raun og veru við vorum að lesa úr biblíunni og svörin voru hreint ótrúleg.“
Hér má sjá myndbandið í heild:
Athugasemdir