Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þóttist lesa upp úr Kóraninum – hörð viðbrögð vegfarenda við ummælum úr Biblíunni

„Gæti ver­ið að við sé­um að­eins of fljót að dæma annarra manna trú­ar­brögð þeg­ar við ætt­um kannski að líta okk­ur nær?“ spyr Bjart­mar Al­ex­and­ers­son.

Þóttist lesa upp úr Kóraninum – hörð viðbrögð vegfarenda við ummælum úr Biblíunni

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, framkvæmdastjóri og stofnandi Grænnar Framtíðar  og frambjóðandi í prófkjörum Pírata, tók upp myndband þar sem hann les fyrir vegfarendur í miðbænum upp úr Gamla testamenti biblíunnar en þykist vera að lesa upp úr Kóraninum, trúarriti múslima.

Viðbrögð fólks voru af ýmsum toga. Nokkrir töldu einsýnt að fólk, sem styddist við trúarrit á borð við þetta, hlyti að vera stórhættulegt. 

„Gæti verið að við séum aðeins of fljót að dæma annarra manna trúarbrögð, þegar við ættum kannski að líta okkur nær? Það er auðvelt að alhæfa og dæma heilan þjóðfélagshóp eftir því hvað stendur í trúarriti þeirra,“ skrifar Bjartmar á Facebook og bætir við: „Við snérum dæminu við með því að segja við fólk að við værum að lesa úr kóraninum þegar í raun og veru við vorum að lesa úr biblíunni og svörin voru hreint ótrúleg.“

Hér má sjá myndbandið í heild:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Trúmál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár