Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þögla einkavæðingin í heilbrigðiskerfinu: „Sjá menn ekki hvert stefnir?“

Kristján Þór Júlí­us­son heil­brigð­is­ráð­herra stend­ur nú fyr­ir grund­vall­ar­breyt­ingu á heisu­gæsl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem til­tölu­lega lít­ið hef­ur ver­ið fjall­að um. Með heilsu­gæslu­vali má ætla að sam­keppni inn­an heilsu­gæsl­unn­ar auk­ist til muna og að fleiri einka­rekn­ar stöðv­ar verði stofn­að­ar. Einn af ráð­gjöf­un­um á bak við breyt­ing­arn­ar er hlynnt­ur því að lækn­ar sjái um rekst­ur­inn en ekki fjár­fest­ar. „Sjá menn ekki hvert stefn­ir?“ spyr Ög­mund­ur Jónas­son þing­mað­ur og fyrr­ver­andi ráð­herra.

Þögla einkavæðingin í heilbrigðiskerfinu: „Sjá menn ekki hvert stefnir?“
Breytt greiðslufyrirkomulag og þrjár nýjar heilsugæslustöðvar Með breytingunum sem Kristján Þór innleiðir er stefnt að því að einfalda greiðslufyrirkomulagið í heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu með því að fjármagn frá Sjúkratryggingum Íslands fylgi hverjum skjólstæðingi sem er sjúkratryggður. Mynd: Pressphotos

„Það er alvarlegt að forgangsröðunin innan heilsugæslunnar í dag byggi í meira mæli á eftirspurn sjúklinganna og ekki eftir því hver það er sem mest þarf á læknisaðstoð að halda. Þetta er ekki í samræmi við þær siðferðilegu meginreglur sem eiga að stýra heilsugæslunni,“ sagði ríkisendurskoðandi Svíþjóðar, Jan Landahl, um skýrslu sem fjallaði um hvernig einkarekstrarvæðing á heilsugæslunni í landinu hefði tekist. Skýrslan var gefin út í fyrra og bar yfirskriftina „Primärvårdens styrning – efter behov eller efterfrågan?“ eða „Stjórnun heilsugæslunnar – eftir þörfum eða eftirspurn?“

Á sænsku er þessi einkarekstrarvæðing, sem hófst árið 2009, kölluð „vårdval“ en á íslensku mætti tala um heilsugæsluval sem felst þá í því að hverjum sjúklingi, sem er sjúkratryggður innan almannatryggingakerfisins, fylgir ákveðið fjármagn innan kerfisins sama hvaða heilsugæslustöðvar hann ákveður að leita til. Rekstur heilsugæslustöðva fær því ekki háar upphæðir á fjárlögum hvers árs, líkt og hér á Íslandi, heldur ræðst fjárstreymi til þeirra af sjúklingafjölda. Ef sjúklingurinn leitar til ríkisrekinnar heilsugæslustöðvar þá fær viðkomandi stöð greitt fyrir heimsóknina frá sænskum sjúkratryggingum en ef sjúklingurinn leitar til einkarekinnar heilsugæslustöðvar fær sú stöð greitt fyrir heimsókn hans. Breytingin var gerð í Svíþjóð á dögum hægri stjórnar Fredrich Reinfeldts, forsætisráðherra og formanns flokksins Moderatarna, og byggði rannsókn sænsku ríkisendurskoðunarinnar því á fimm ára reynslu Svía af heilsugæsluvalinu.

Tekið skal fram að þó að breytingarnar á sænsku heilsugæslunni hafi verið innleiddar í tíð hægri stjórnar í Svíþjóð þá hefur núverandi vinstri-græna minnihlutastjórn Sósíaldemókrata og Umverfissflokksins ekki kynnt hugmyndir um að til standi að breyta þessu kerfi í því landi. Þverpólitísk sátt virðist hafa skapast um þetta kerfi í Svíþjóð.

Grundvallarbreyting á heilsugæslunni

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur nú tekið ákvarðanir um opnun þriggja nýrra einkarekinna heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu sem eiga að keppa um viðskiptavini við aðrar stöðvar. Í kjölfarið verða fimmtán ríkisreknar og fimm einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Kristján hefur talað fyrir þeim möguleika að taka upp svipað kerfi á höfuðborgarsvæðinu og gert hefur verið í Svíþjóð með heilsugæsluvalinu og verða þessar breytingar innleiddar á næsta ári. 

Athugasemd ritstjórnar: Í prentaðri útgáfu Stundarinnar voru gerð mistök við vinnslu greinarinnar sem leiddu til þess að svör frá velferðarráðuneyti Kristjáns Þórs Júlíussonar birtust ekki með greininni í blaðinu líkt og til stóð. Þá var myndum og nöfnum álitsgjafa ruglað saman þannig að myndir af álitgjöfunum voru ekki á réttum stað með réttum textum. Þessi mistök eru ekki í greininni hér á vefnum. Hlutaaðeigandi, velferðarráðuneytið og álitsgjafarnir sem um ræðir, sem og auðvitað lesendur eru beðnir velvirðingar á þessu. 

Ritstjórn Stundarinnar

 

sdfdsf

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.
Spyr ráðherra um eftirlit Sjúkratrygginga með einkarekstri í heilbrigðiskerfinu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Spyr ráð­herra um eft­ir­lit Sjúkra­trygg­inga með einka­rekstri í heil­brigðis­kerf­inu

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur stað­ið fyr­ir stór­auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu frá því að hann tók við starf­inu. Eft­ir­lit með þeim fjár­mun­um sem fara frá rík­inu til einka­að­ila hef­ur sam­hliða því ekki ver­ið auk­ið. Will­um Þór svar­aði spurn­ing­um um með­al ann­ars á Al­þingi um miðj­an mán­uð­inn.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Sjúkratryggingar kanna gagnrýni lækna á útvistun aðgerða
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkra­trygg­ing­ar kanna gagn­rýni lækna á út­vist­un að­gerða

Rík­is­stofn­un­in Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands seg­ist ætla að kanna þá gagn­rýni sem kom­ið hef­ur fram frá lækn­um á Land­spít­al­an­um á út­vist­un á að­gerð­um gegn legs­límuflakki. Sjúkra­trygg­ing­ar segja að heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið telji að þörf sé á að út­vista að­gerð­un­um jafn­vel þó lækn­ar á Land­spít­al­an­um segi að svo sé ekki.
Aðgerðir einkavæddar til Klíníkurinnar að ástæðulausu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­gerð­ir einka­vædd­ar til Klíník­ur­inn­ar að ástæðu­lausu

Eng­ir bið­list­ar eru eft­ir að­gerð­um gegn en­dómetríósu á Land­spít­al­an­um en þrátt fyr­ir það ætla Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands að einka­væða slík­ar að­gerð­ir með samn­ingi til fimm ára. Kven­sjúk­dóma­lækn­ar á Land­spít­al­an­um eru ósátt­ir við þetta og segja út­vist­un­ina óþarfa og lýsa yf­ir áhyggj­um af þró­un­inni.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár