Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Þetta mál snýst um að viðhalda forréttindum innvígðra og innmúraðra auðmanna“

Jón Steins­son hag­fræð­ing­ur tel­ur það að skýrt hags­muna­mál þjóð­ar­inn­ar að afla­heim­ild­ir verði boðn­ar upp í stað þess að þeim sé út­deilt á grund­velli veiðireynslu. Gagn­rýn­ir Sjálf­stæð­is­flokk­inn fyr­ir tví­skinn­ung í mál­inu þar sem flokk­ur­inn sé yf­ir­leitt fylgj­andi mark­aðs­lausn­um.

„Þetta mál snýst um að viðhalda forréttindum innvígðra og innmúraðra auðmanna“
Skilur ekki Sjálfstæðisflokkinn Jón Steinsson hagfræðingur skilur ekki þá afstöðu Sjálfstæðisflokksins, sem yfirleitt er fylgjandi markaðslausnum, að vilja ekki bjóða upp aflaheimildir í sjávarútvegi.

Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, furðar sig á því hvað Sjálfstæðisflokkurinn er tortrygginn í garð þeirrar lausnar að bjóða upp aflaheimildir í sjávarútvegi í stað þess að útdeila kvótanum til útgerðanna á grundvelli veiðireynslu eins og nú er gert. Hagfræðingurinn skrifaði innlegg um málið með grein sem fjallar um að meirihluti sé nú fyrir því á Alþingi, samkvæmt skoðanakönnunum, að feta uppboðsleiðina í sjávarútvegi.

Pistill Jóns er birtur hér í heild sinni en greinina sjálfa í Stundinni má nálgast með því að smella á þennan hlekk. 

 „Mér finnst alltaf jafn athyglisvert hvað Sjálfstæðisflokkurinn er tortrygginn varðandi þessa markaðslausn. Af hverju skyldi það vera að markaðurinn virkaði illa í þessu tilviki en vel almennt að þeirra mati? 

„Sáttanefndinni" mistókst fullkomnlega að komast að niðurstöðu sem getur verið grundvöllur sáttar. Tillögur þeirrar nefndar um svokallaða samningaleið myndi í raun bæta stöðu útgerðarinnar á kostnað þjóðarinnar með því að veita útgerðinni óuppsegjanlegan samning til langs tíma. Tillagan gengur í rauninni út á að tryggja eins vel og unnt er að ríkisstjórnir framtíðarinnar geti ekki breytt úthlutun aflaheimilda á þann veg að þjóðin fái fullt gjald fyrir afnotaréttinn af auðlindinni. Ég er ekki viss um að allir þeir sem samþykktu tillöguna hafi áttað sig á þessu á sínum tíma. En í dag vísar enginn í þessa tillögu nema þeir sem ganga erinda útgerðarinnar í þessu máli.

Það er smjörklípa að halda því fram að uppboð hafi ekki reynst vel í öðrum löndum við úthlutun á veiðiheimildum. Uppboð hafa verið notuð við úthlutun alls kyns náttúrugæða víða um heim og einnig við sölu á opinberum eignum og réttindum. Almennt hafa þau reynst vel og hafa fest sig í sessi sem algert lykiltæki í opinberri stjórnsýslu. Engum dettur í hug að selja ríkisskuldabréf á annan veg en með uppboði. Í dag er einnig gerð krafa um útboð þegar ríkið ræðst í verklegar framkvæmdir. Þetta á við um öll lönd sem ekki eru þeim mun spilltari. Önnur dæmi um uppboð af hálfu hins opinbera víða um heim eru uppboð á farsímarásum, uppboð á rétti til olíuleitar, uppboð á rétti til skógarhöggs, og svo mætti lengi telja. Það er almenn samstaða á meðal fræðimanna um að uppboð séu besta aðferðin til þess að úthluta takmörkuðum gæðum af hálfu hins opinbera. Það sem helst kemur í veg fyrir enn meiri notkun uppboða er spilling. Svo einfalt er það. Þegar uppboð eru ekki notuð hafa þeir sem eru innvígðir og innmúraðir mun meira svigrúm til þess að sölsa undir sig verðmæti á undirverði. Það er þessi spilling sem þetta mál snýst um. En stjórnarflokkarnir vilja vitaskuld þyrla upp ryki og reyna að telja fólki trú um að málið snúist um eitthvað allt annað. En það gerir það ekki. Þetta mál snýst um að viðhalda forréttindum innvígðra og innmúraðra auðmanna á kostnað almennings.

Varðandi afstöðu VG þá efast ég ekki um einlægni þeirra. En ég held að það séu mistök hjá þeim að vilja heldur fara aðra leið en uppboð. Ég hef hugsað um þetta mál í nærri tvo áratugi og komist að þeirri niðurstöðu að eina leiðin sem auðmannaklíkan mun ekki geta kollvarpað sér í hag sé uppboð. Það má vel vera að uppboð nái ekki fullkomlega öllum þeim markmiðum sem VG vill ná. En aðrar leiðir munu held ég ná enn minni árangri (mun minni). Uppboð nær þeim mikilvæga árangri að flytja auðlindarentuna til almennings án þess að fórna hagkvæmni í greininni. Það mun skila ríkissjóði 40 milljörðum króna árlega og það munar um minna þegar kemur að endurreisn velferðarkerfisins. Eru hin markmiðin sem VG vill ná virkilega þess virði að þau séu tilbúin að fórna stórum hluta þessa fjár í hendur útgerðarmanna? Og jafnvel þótt þau telja að svo sé, hafa þau raunhæfa aðra leið sem mun ná meiri árangri á öðrum sviðum? Ég efast mjög um það.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kvótinn

Sagan af vélstjóranum í Eyjum sem gagnrýndi kvótakerfið: „Ég var talinn óalandi og óferjandi.“
FréttirKvótinn

Sag­an af vél­stjór­an­um í Eyj­um sem gagn­rýndi kvóta­kerf­ið: „Ég var tal­inn óalandi og óferj­andi.“

Stærsta út­gerð­ar­fé­lag­ið í Vest­manna­eyj­um, Ís­fé­lag­ið stend­ur á tíma­mót­um eft­ir að Guð­björg Matth­ías­dótt­ir færði eign­ar­hald­ið að mestu yf­ir á syni sína og skráði fé­lag­ið á mark­að. Völd út­gerð­ar­inn­ar í Eyj­um eru mik­il og seg­ir fyrr­ver­andi starfs­mað­ur Ís­fé­lags­ins, Árni Marz Frið­geirs­son, sögu af því þeg­ar hon­um var sagt upp vegna grein­ar sem hann skrif­aði í DV um kvóta­kerf­ið.
Ættarveldi Guðbjargar og átökin um Eyjar og Ísland
SkýringKvótinn

Ætt­ar­veldi Guð­bjarg­ar og átök­in um Eyj­ar og Ís­land

Guð­björg Matth­ías­dótt­ir, út­gerð­ar­kona í Vest­manna­eyj­um, hef­ur í rúm 20 ár átt og stýrt Ís­fé­lag­inu í bæn­um sem nú er bú­ið að skrá í Kaup­höll Ís­lands. Eig­in­mað­ur Guð­bjarg­ar, Sig­urð­ur Ein­ars­son, lagði grunn að ætt­ar­veld­inu áð­ur en hann lést ár­ið 2000. Nú eru syn­ir þeirra fjór­ir orðn­ir stærstu hlut­haf­ar út­gerð­ar­inn­ar.
Rúmlega 500 milljarða kvóti mun renna til erfingja aldinna eigenda 14 stórútgerða
ÚttektKvótinn

Rúm­lega 500 millj­arða kvóti mun renna til erf­ingja ald­inna eig­enda 14 stór­út­gerða

Meiri­hluti hluta­bréfa í 14 af 20 stærstu út­gerð­um Ís­lands er í eigu ein­stak­linga 60 ára eða eldri. Framsal hluta­bréfa eig­enda Sam­herja til barna sinna er því bara eitt dæmi af mörg­um sam­bæri­leg­um til­fell­um sem munu eiga sér stað með kyn­slóða­skipt­um í eign­ar­haldi á ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um. Fosæt­is­ráð­herra seg­ir mál­ið sýna mik­il­vægi þess að setja auð­linda­ákvæði í stjórn­ar­skrá svo af­nota­rétt­ur á kvóta geti ekki erfst kyn­slóð fram af kyn­slóð.

Mest lesið

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
1
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
5
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár