Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Allt þetta er hægt að gera fyrir hagnað bankanna

Fyr­ir 106 millj­arða króna er hæg­lega hægt að af­greiða kröfu Kára Stef­áns­son­ar um end­ur­reisn heil­brigðis­kerf­is­ins. Hægt er að borga lista­manna­laun næstu 213 ár eða halda uppi 26.500 flótta­kon­um í ár. Gylfi Magnús­son seg­ir hagn­að­inn skýr­ast að hluta vegna skorts á sam­keppni banka.

Allt þetta er hægt að gera fyrir hagnað bankanna

Fyrir risavaxinn hagnað íslensku bankanna; Arion banka, Landsbanka og Íslandsbanka; væri hægt að reka Landspítalann í tvö og hálft ár, eða auka heilbrigðisútgjöld í 11% af landsframleiðslu, eins og undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar gengur út á. Reyndar gott betur, því 107 milljarðarnir sem bankarnir græddu sameiginlega í fyrra nægðu til að auka heilbrigðisútgjöld í 14% af landsframleiðslu.

Mest hagnaðist Arion banki, um 49,7 milljaðara króna, en Landsbankinn hagnaðist um 36,5 milljarða og Íslandsbanki um 20,6 milljarða. Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra og dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir í samtali við Stundina að stór hluti þessa hagnaðar eigi á endanum að renna til ríkisins. Ástæða þess er að ríkið á í dag 100 prósent í Íslandsbanka, 98 prósent í Landsbankanum og 13 prósent hlut í Arion banka.

Þótt óhóflegur hagnaður kunni að hafa neikvæð áhrif á Íslendinga sem neytendur ættu áhrifin á Íslendinga sem skattgreiðendur að vera jákvæð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Borgaralaun

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár