„Þetta er náttúrlega hagsmunagæsla annars vegar og pólitískt upphlaup af rammíslenskri gerð,“ segir Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi. Stundin sagði frá því í gær að mikil reiði ríkti í bæjarfélaginu vegna sölu á húsnæði Amtbókasafnsins í miðbæ bæjarins. Á annað hundrað manns skrifuðu nafn sitt á undirskriftalista þar sem farið var fram á íbúakosningu um málið. Þrátt fyrir það samþykkti bæjarstjórn í gær að láta verða af sölunni. „Þetta er búið og gert og allir glaðir hér,“ segir Sturla og segist ekki hafa hitt neinn í morgun sem sé ekki sáttur við þessa niðurstöðu. „Auðvitað eru einhverjir óánægðir en það er nú bara þannig í lífinu. Við getum ekki gert öllum til hæfis,“ segir hann.
Bókasafnið ekki á hrakhólum
Samþykkt var að ganga til samninga við Marz-sjávarafurðir ehf. um sölu á húseigninni en hugmynd forsvarsmanna Marz er að rífa húsnæðið og byggja meðal annars íbúðarhús á lóðinni. Deiliskipulag miðbæjar Stykkishólms …
Athugasemdir