Hundaræktunin Dalsmynni Hundagallerí ehf. auglýsir hvolpa sem tilvaldir séu í fermingarpakkann. Mynd er birt af French Bulldog. „Þessi sæta stelpa er tilvalin í fermingarpakkann,“ segir á Facebook-síðu ræktunarinnar sem er í eigu sömu aðila og Hundaræktunin Dalsmynni á Kjalarnesi. Áður hafði ræktunin auglýst hvolpa sem jólagjafir. Talsverð umræða hefur orðið um þessi mál á netinu. „Þið vitið að dýr eru EKKI hlutir sem á að gefa sem pakka, er það ekki öruggt,“ spyr Unnur Birna Björnsdóttir, í athugasemd við auglýsinguna sem birtist á Facebook.
Hrollvekjandi sölumennska
Árni Stefán Árnason, lögfræðingur sem sérhæfir sig í dýrarétti, vekur athygli á málinu á Facebook-síðu sinni. „...Það sem er mest svekkjandi er hvað fólk er almennt steinsofandi, afskiptalaust en samt æst í að lesa slúður og sem mest af því. Þegar vegið er að dýrum nánast heldur fólk kjafti í stað þess að tala máli þeirra. Óþolandi Íslendingar,“ skrifar hann í ahugasemd. Margir taka undir með honum og talað er um að sölumennska af þessu tagi sé „hrollvekjandi“.
Athugasemdir