Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þeim var ráðlagt að stöðva meðgönguna

Þeg­ar grun­ur vakn­aði um litn­ingagalla hjá barn­inu sem Guð­björg Hrefna Árna­dótt­ir gekk með var henni ráðlagt að fara í fóst­ur­eyð­ingu. Hún og mað­ur henn­ar, Ein­ar Örn Ad­olfs­son, gengu í gegn­um tíma­bil ör­vænt­ing­ar, en ákváðu að klára með­göng­una. Eft­ir að dótt­ir­in fædd­ist kom í ljós að hún er al­heil­brigð.

Þeim var ráðlagt að stöðva meðgönguna
Grátið og rifist Guðbjörg og Einar fengu það álit sérfræðings að dóttir þeirra væri með litningagalla og var bent á fóstureyðingu. Það reyndi á sambandið. Mynd: Kristinn Magnússon

Þrátt fyrir ungan aldur hafa hjónin Guðbjörg Hrefna Árnadóttir og Einar Örn Adolfsson mátt ganga í gegnum þyngri raunir en flestir þurfa að þola um ævina. Dóttir þeirra, Anja Mist, fæddist sextán vikum fyrir tímann síðastliðið haust og var ekki hugað líf fyrstu vikurnar. Í tuttugu vikna sónar var ungu foreldrunum ráðlagt af læknum að enda meðgönguna því allt benti til þess að dóttir þeirra hefði alvarlegan litningargalla. Eftir að fjölskyldan hafði engst sundur og saman í tvær og hálfa viku kom hins vegar í ljós að Anja Mist er alheilbrigð.

Einar Örn óttast hins vegar að hann missi af fyrstu árum dóttur sinnar en hann var síðasta haust dæmdur í sex ára fangelsi fyrir eiturlyfjainnflutning. Brotið framdi hann þegar hann var sautján ára og í mikilli óreglu. Ungur aldurs Einars var ekki tekinn til greina við ákvörðun refsingar og þá var það ekki metið til refsilækkunar að hann hefur nú, þremur árum eftir að brotið var framið, snúið við blaðinu og stofnað fjölskyldu.

Tekinn með 30 þúsund e-töflur

Guðbjörg og Einar hafa þekkst frá því þau voru í grunnskóla, raunar voru þau í sama bekk. „Ég var reyndar ekki skotinn í henni þegar við vorum lítil, en ég varð skotinn í henni þegar ég var sautján ára,“ viðurkennir Einar og brosir stríðnislega til eiginkonu sinnar.

Eins og áður segir var Einar hins vegar í mikilli óreglu á þeim tíma og því entist sambandið stutt í fyrstu atrennu. Í ágúst árið 2011 var Einar Örn staddur á tónleikum í Gautaborg þegar hann fékk örlagaríkt símtal. Hann var búinn að vera í mikilli neyslu og skuldaði víða peninga. Hann þáði því boð um að minnka skuldirnar með því að flytja inn eitt kíló af kókaíni til landsins. Þegar Einar var síðan handtekinn við komuna til Íslands fundust hins vegar rúmlega þrjátíu þúsund e-töflur í fórum hans og sat hann í gæsluvarðhaldi í alls þrjá mánuði. Rannsókn málsins dróst verulega og ekki var gefin út ákæra fyrr en í janúar árið 2014 – tveimur og hálfu ári eftir að brotið var framið. Þá hafði Einar Örn snúið við blaðinu, farið í meðferð og hafið nýtt líf með Guðbjörgu. Hann segir það því hafa verið mikið áfall þegar kveðinn var upp dómur í maí síðastliðnum þar sem hann var dæmdur til sex ára fangelsisvistar. Einar hefur áfrýjað málinu og vonast til að fá mildari dóm hjá Hæstarétti. Enn er óvíst hvenær Hæstiréttur tekur málið fyrir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
5
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár