Undir lok ársins 1994 varð mikið fjölmiðlafár vegna þess að Linda Pétursdóttir, var handtekin og flutt á lögreglustöð ásamt þáverandi unnusta sínum. Hún lýsti því að þar hefði hún verið beitt harðræði og niðurlægð. Lögreglan lak skýrslu þar sem hún var sögð vera í annarlegu ástandi. Linda kærði lögregluna og lögreglan kærði Lindu fyrir ofbeldi. Hún lýsti þessu í helgarviðtali við DV.
„Fyrst var ég ofboðslega hrædd því ég vissi ekki hvað var að gerast. Síðan varð ég reið þegar þeir fóru að taka á mér. Ég kallaði á Les og sagði að þeir væru að meiða mig. Þeir beygðu mig fram á borðið og sneru upp á höndina á mér, ég var í stuttu pílsi og þetta var alveg hræðileg niðurlæging. Þeir skipuðu mér að hætta að öskra og þegar ég hélt því áfram þá tóku þeir fyrir munninn á mér. Stuttu síðar fékk ég svo fótinn á honum í afturendann á mér og hann sagði að þó að ég væri Linda P. þá væri ég ekkert merkilegri en annað fólk,“ sagði Linda Pétursdóttir, fegurðardrottning Íslands og Miss World, í viðtali við DV á þessum tíma um erfiða lífsreynslu sína þegar hún
Athugasemdir