Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ungur maður lést á AA-fundi

Lög­regl­an rann­sak­ar svip­leg dauðs­föll ung­menna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu und­an­farn­ar vik­ur og mán­uði. Þeirra á með­al er and­lát ungs manns á AA-fundi í gær. Þau og fleiri eru syrgð á sam­fé­lags­miðl­um.

Ungur maður lést á AA-fundi
Mikil sorg Ungmenna sem voru bráðkvödd yfir hátíðarnar er nú meðal annars minnst á samfélagsmiðlum af vinum, fjölskyldu og kunningjum. Mynd: Shutterstock

Ungur maður varð bráðkvaddur á AA-fundi í húsi við Tjarnargötu í Reykjavík í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er andlát hans nú rannsakað. Maðurinn, sem var á þrítugsaldri, fannst látinn inni á salerni. Dánarorsökin er enn óljós.

Lögreglan var kölluð á staðinn, sem og prestur sem veitti félögum mannsins sálgæslu fram að miðnætti.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafði maðurinn breytt um lífsstíl og ákveðið að hætta allri neyslu vímuefna.

Stundin ræddi við fyrrum vímuefnasala sem lýsir því að fjöldi ungs fólks hafi látist að undanförnu.  Hann segir að ástæðan sé oft læknadóp sem flæðir um götur Reykjavíkur í meira magni en hafi sést áður. Maðurinn, sem Stundin ræddi við, stundaði áður viðskipti með læknadóp. Hann keypti ritalín af skólakrökkum og fleirum og seldi sprautufíklum. Hann segir mikla sorg ríkja í „borginni okkar“ um þessar mundir en margir kunningja hans hafi verið bráðkvaddir á undanförnum mánuðum, vikum og dögum.

„Voru ekki á leiðinni að kveðja“

„Þetta er bara rosalegt. Sex einstaklingar á innan við fjórum vikum. Þrír þeirra rétt skriðnir yfir tvítugt en hinir á fertugsaldri. Eftir því sem ég best veit voru þetta allt krakkar sem voru ekki á leiðinni að kveðja. Þeir héldu það ekki og þeirra nánustu óraði ekki fyrir því ... en það gerðist samt,“ segir hann. Sjálfur hefur hann snúið lífi sínu til betri vegar.

Eins og áður segir sérhæfði hann sig í að selja alls kyns læknadóp eins og til dæmis Ritalín. Ritalínið fékk hann frá skólakrökkum, mörgum hverjum sem notuðu ekki fíkniefni, sem höfðu farið til geðlæknis gagngert til þess að fá úthlutað lyf til endursölu á svörtum markaði.

„Í einhver örfá skipti voru þetta krakkar sem voru að detta í prófatörn sem keyptu af mér en aðallega sprautufíklar. Fólk verður svo svakalega háð þessu og langstærsti hlutinn sprautar þessu í sig. Ég hef verið viðriðinn þennan heim í mörg mörg ár en er á beinu brautinni í dag.“

Læknadópið flæðir
Læknadópið flæðir Maðurinn sem Stundin ræddi við seldi einungis læknadóp. Hann segist aldrei hafa séð jafn mikið magn af læknadópi og nú á svörtum mörkuðum.

Gífurlegt magn af læknadópi

Á árinu hafa fjölmiðlar greint frá nokkrum ungmennum sem hafa verið bráðkvödd og fram hefur komið að grunur leiki á um að einhver þeirra dauðsfalla tengist neyslu fíkniefna. Læknadópsalinn fyrrverandi segir að notkun þessara hörðu efna sé að aukast. 

„Þetta er að aukast og aldur þeirra sem er að nota þetta harða læknadóp færist alltaf neðar og neðar. Krakkar niður í fjórtán og fimmtán ára orðnir harðir læknadópfíklar. Fíklar í morfín og bensó-lyf. Það er líka gífurlegt framboð af læknadópi þannig að það er nóg til. Það má eiginlega segja að það hafi orðið algjör sprenging í framboði á læknadópi á undanförnum árum. Það eru til yfir hundrað íslenskir söluhópar á Facebook sem selja bara fíkniefni og læknadóp.“

Grafalvarleg staða

Aðspurður segir hann lítið hægt að gera til að fyrirbyggja misnotkun þessara efna. „Það hættir enginn að nota nema hann vilji það sjálfur. Ég vona samt að þeir sem eru þarna úti að nota átti sig á alvarleika málsins þegar vinirnir og vinkonurnar deyja hingað og þangað um borgina. Við þurfum líka að fara að ræða þessa grafalvarlegu stöðu sem komin er í þennan læknadópsmarkað. Hann er að springa.“

Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu er ekki hægt að fá tölur um þá sem hafa látið lífið á undanförnum dögum eða jafnvel vikum þar sem dánarvottorð eru ekki gefið út fyrr en dánarorsök liggur formlega fyrir. Þær rannsóknir eru í höndum lögreglu og geta tekið mislangan tíma.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfesti að verið væri að rannsaka fleiri en eitt mál þar sem um er að ræða bráðkvadda unga einstaklinga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Bandaríski fasisminn hefur áhrif á Ísland
4
Út fyrir boxið#1

Banda­ríski fasism­inn hef­ur áhrif á Ís­land

Á sama tíma og ein­ræð­is­ríki rísa upp eiga Ís­lend­ing­ar varn­ir sín­ar und­ir Banda­ríkj­un­um, þar sem stór hluti þjóð­ar­inn­ar styð­ur stefnu sem lík­ist sí­fellt meir fas­isma. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur ræð­ir um fall­valt­leika lýð­ræð­is­ins í Banda­ríkj­un­um og hvernig Ís­lend­ing­ar geta brugð­ist við hættu­legri heimi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár