Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Tóku ekki tillit til hagsmuna og réttinda Eze

Lög­mað­ur Eze Oka­for hyggst kæra nið­ur­stöðu Út­lend­inga­stofn­un­ar til kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála.

Tóku ekki tillit til hagsmuna og réttinda Eze

„Íslensk útlendingayfirvöld gættu ekki hófs í meðferð umsóknar hælisleitandans Eze eins og þeim hefði borið að gera,“ segir Katrín Theódórsdóttir, lögmaður Eze Okafor, hælisleitenda frá Nígeríu, sem hefur síðasta árið haldið til í Svíþjóð á meðan umsókn hans um dvalarleyfi af mannúðarástæðum er tekin fyrir hér á landi. Hún segir að Útlendingastofnun hafi verið skylt að taka tillit til hagsmuna og réttinda Eze við afgreiðslu umsóknar hans um dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum.

„Ég tel að það hafi ekki verið gert enda hefði Útlendingastofnun náð sama markmiði með því að gefa manninum tóm til að ganga frá málum sínum hér á landi eftir 4ra ára dvöl sem rekja má til þess að málið hafði tafist í meðförum íslenskra stjórnvalda.  Ef dvöl hans hér á landi hafi verið slíkur þyrnir í augum Útlendingastofnuanr hefði starfsömmun stofnunarinnar verið í lófa lagið að flýta afgreiðslu umsóknarinnar sem var að koma fyrst núna.  Í þessu máli vógu hagsmunir Eze sem njóta verndar í stjórnarskrá Íslands og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum lítils jafnvel þótt hagsmunirnir snúi að frelsi hans og friðhelgi.“

Líkt og Stundin greindi frá í síðustu viku hefur Útlendingastofnun synjað umsókn Eze um dvalarleyfi af mannúðarástæðum en stofnunin telur að honum sé ekki hætta búin í heimalandinu. Eze flúði Nígeríu árið 2011 eftir að liðsmenn Boko Haram hryðjuverkasamtakanna höfðu veitt honum alvarlegt stungusár og drepið bróður hans vegna kristinnar trúar þeirra í borginni Maiduguri í norð-austurhluta Nígeríu. Útlendingastofnun telur kristna í Nígeríu hins vegar ekki verða fyrir ofsóknum eða áreiti að því er fram kemur í nýlegum úrskurði stofnunarinnar í hælismáli Eze. Katrín staðfestir í samtali við Stundina að hún hyggist kæra þessa ákvörðun Útlendingastofnunar til kærunefndar útlendingamála fyrir hönd Eze.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár