Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Telur ríkisstjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar geta aukið traust og tiltrú á íslenskum stjórnmálum

Ótt­arr Proppé, formað­ur Bjartr­ar fram­tíð­ar, tel­ur grund­vall­armun á stöðu Sig­mund­ar Dav­íðs og Bjarna þótt hvor­ug­ur hafi sagt satt um að­komu sína að af­l­ands­fé­lagi og báð­ir birt upp­lýs­ing­ar um skatt­skil sín. Björt fram­tíð mun halda áfram bar­áttu gegn fúski í sam­vinnu við Bjarna.

Telur ríkisstjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar geta aukið traust og tiltrú á íslenskum stjórnmálum

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, telur að ný ríkisstjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar geti aukið traust og tiltrú almennings á íslenskum stjórnmálum. Þetta kemur fram í svörum hans við spurningum Stundarinnar um afstöðu hans til vinnubragða Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og fyrrum fjármálaráðherra sem ákvað að fresta birtingu skýrslu um aflandseignir Íslendinga fram yfir þingkosningar og sagði ósatt um málið í viðtali.

Eins og Stundin greindi frá í vikunni fjallar skýrslan með gagnrýnum hætti um þá stefnu sem rekin var á sviði skattalöggjafar og skattaeftirlits á útrásarárunum þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór með fjármálaráðuneytið. Bjarni Benediktsson fullyrti ranglega í viðtali við RÚV síðustu helgi að skýrslunni hefði ekki verið skilað í ráðuneyti sitt fyrr en eftir þingslit í október, en hið rétta er að skýrslan barst ráðuneytinu þann 13. september. Hann hefur nú viðurkennt að hafa ákveðið að birta hvorki almenningi né Alþingi skýrsluna fyrir kosningar, enda hafi hann ekki viljað að efni hennar yrði „sett í kosningasamhengi“. 

Stundin sendi öllum þingmönnum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrirspurn á mánudaginn og óskaði eftir afstöðu þeirra til málsins, hvort ákvörðun, vinnubrögð og skýringar Bjarna standist kröfur þeirra um gott stjórnmálasiðferði og vandaða stjórnsýsluhætti. 

Björt framtíð er flokkur sem hefur lagt mikla áherslu á að bæta vinnubrögð og siðferði í stjórnmálum og að vinna gegn fúski og leyndarhyggju. Stundin óskaði eftir afstöðu þingmanna flokksins til aðkomu Bjarna að ákvörðunum um kaup skattrannsóknarstjóra á gögnum sem höfðu meðal annars að geyma aflandsfélag sem Bjarni átti sjálfur hlut í.

Þetta skjáskot af Twitter-færslu Óttars hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.

Óttarr Proppé og þingmenn Bjartrar framtíðar voru einnig beðnir um að útskýra hvort þær siðferðiskröfur sem flokkurinn gerði til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í kjölfar umræðunnar um Panamaskjölin í fyrravor ættu ekki einnig að gilda um Bjarna Benediktsson í ljósi þess að hann leyndi því að hann ætti aflandsfélag og hefur nú verið staðinn að því að leyna skýrslu um aflandseign Íslendinga fyrir kjósendum. 

Aðeins fjórir þingmenn hafa svarað fyrirspurn Stundarinnar og hafa svör Pawels Bartoszeks og Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanna Viðreisnar, þegar birst hér á vefnum. Tveir þingmenn Bjartrar framtíðar hafa svarað, annars vegar formaður flokksins og hins vegar þingkonan Nicole Leigh Mosty. 

Óttarr Proppé segist telja ákveðinn grundvallarmun á stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar að því er varðar aðkomu þeirra að aflandsfélögum. „Eftir að upplýsingarnar komu fram þá gerði Bjarni sitt besta til að útskýra sitt mál og birta gögn sem sýndu skattskyldar tekjur hans þ.m.t. vegna umrædds félags. Hinn fyrrnefndi reyndi að ljúga til um það,“ segir Óttarr. 

Tekið skal fram að Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson hafa báðir birt gögn um skattskil sín. Þá eiga Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson það sameiginlegt að hafa ekki greint rétt frá þegar þeir voru spurðir um eigin aðkomu að aflandsfélögum í viðtölum. 

Spurningar Stundarinnar og svör Óttars Proppé birtast í heild hér að neðan. 

Spurningar Stundarinnar:

1. Þú sagðir á Twitter í apríl: „Forsætisráðherra er tengdur aflandsfélagi og hélt því leyndu. Orðspor Íslands er undir. Það er óhugsandi að Forsætisráðherra sé stætt.“ Hefurðu skipt um skoðun eða telurðu enn að það sé óhugsandi að forsætisráðherra sem tengist aflandsfélagi og leynir því sé stætt? 

2. Telurðu að það samrýmist góðum stjórnsýsluháttum og stjórnmálasiðferði að ráðherra eigi beina aðkomu að ákvörðunum um kaup skattrannsóknarstjóra á gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um hans eigið aflandsfélag?

3. Finnst þér réttlætanlegt að ráðherra, sem sjálfur hefur geymt peninga í aflandsfélagi, ákveði að fresta birtingu á skýrslu um umfang aflandseigna Íslendinga fram yfir þingkosningar sem var efnt sérstaklega til vegna afhjúpana á aflandsstarfsemi? 

4. Finnst þér í lagi að ráðherra segi almenningi ósatt um málið? 

5. Sé svarið við einhverri af þessum spurningum nei, hvers vegna finnst þér þá réttlætanlegt að þinn flokkur taki þátt í að gera viðkomandi stjórnmálamann að forsætisráðherra Íslands? 

6. Hvers vegna telurðu að ríkisstjórn undir forsæti þessa stjórnmálamanns geti, í samræmi við yfirlýst markmið þíns eigin flokks, aukið traust og tiltrú almennings á íslenskum stjórnmálum og unnið að almannahagsmunum í stað sérhagsmuna?

Svör Óttars Proppé:

1. Ég tel ákveðinn grundvallar mun á stöðu þáverandi forsætisráðherra og fráfarandi fjármálaráðherra því að eftir að upplýsingarnar komu fram þá gerði Bjarni sitt besta til að útskýra sitt mál og birta gögn sem sýndu skattskyldar tekjur hans þ.m.t. vegna umrædds félags. Hinn fyrrnefndi reyndi að ljúga til um það. Eftir það var kosið og við erum að vinna úr niðurstöðum kosninganna núna. Þar fékk Sjálfstæðisflokkurinn þriðjung þingmanna á Alþingi. Ég neita því ekki að það hefði verið ólíkt hreinlegra ef skýrslan hefði komið fram strax. Þegar hún gerði það loks voru stjórnarmyndunarviðræður á lokastigi og okkur fannst innihald hennar ekki gefa tilefni til að hlaupa frá því verkefni enda búið að slá alls kyns varnagla í stjórnarsáttmála t.d. með samkomulagi um eflt skattaeftirlit, þ.m.t. í skattaskjólum. Það er því búið að bregðast við því vandmáli sem lýst er í skýrslunni, með aðkomu fráfarandi fjármálaráðherra.

2. Ég tel að aðkoma kjörinna fulltrúa að hvers konar ákvörðunum sem varða þá sjálfa sé mjög óheppileg og slíkt beri alltaf að forðast. Björt framtíð hefur beitt sér fyrir gagnsæi og heiðarleika í stjórnsýslu og minna fúski. Við það stöndum við.

3. Það er afleitt að ráðherrar tengist með nokkrum hætti geymslu peninga í aflandsfélögum. Umrædd skýrsla er tekin saman að frumkvæði hans sjálfs en er ekki nákvæm. Þar kemur fram að umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 sé einhvers staðar á bilinu 350-810 milljarðar króna. Það er 350-810 milljörðum of mikið en umrædd skýrsla fjármálaráðuneytisins um skattaskjól sýnir mikilvægi eflingar skatteftirlits. Í stjórnarsáttmálanum sem kynntur var í dag er brugðist við því með samkomulagi flokkanna um eflt skattaeftirlit. Það eftirlit nær einnig til skattaskjóla og verður því viðfangsefni nýrrar ríkisstjórnar.

4. Fólk, þ.m.t. ráðherrar, á alltaf að segja satt.

5. Það er beinlínis skylda þeirra sem kosnir hafa verið til þings að koma sér saman um myndun starfhæfrar ríkisstjórnar. Undanfarnar tiu vikur hafa þeir flokkar sem fengu kjörna þingmenn reynt ýmsar leiðir til þess en án árangurs. Björt framtíð fékk fjóra þingmenn kjörna. Björt framtíð tekur hlutverk sitt mjög alvarlega og hefur svo sannarlega sett mark sitt á stjórnarsáttmálann. Þar er að finna mörg af okkar mikilvægustu málum og að þeim munum við vinna á kjörtímabilinu. Í því felst m.a. að efla skattaeftirlit sem nær einnig til skattaskjóla.

6. Allir flokkar í ríkisstjórninni eru sammála um að beita sér fyrir bættum vinnubrögðum og aukinni sátt á vettvangi stjórnmálanna. Hinn naumi meirihluti sem stjórnin býr yfir mun einnig leiða til aukins og bætts samstarfs í þinginu. Það er ekki of seint að bregðast við skýrslunni og við henni er brugðist í stjórnarsáttmálanum. Þá hefur málefnasamningurinn einnig að geyma mál sem auka lífsgæði fólks þar sem áhersla er lögð á almannahagsmuni í stað sérhagsmuna. Má þar nefna vandaðar umbætur á landbúnaðar- og sjávarútvegskerfum og forgang á sviði heilbrigðismála. Við erum sérstaklega stolt af því markmiði að stórauka aðgengi fólks að geðheilbrigðisþjónustu, auknum þunga í uppbyggingu öldrunarþjónustu og styttingu biðtíma í heilbrigðiskerfinu auk þess sem ætlunin er að minnka greiðsluþátttöku einstaklinga í heilbrigðisþjónustunni og að hraða uppbyggingu Landspítalans. Þess utan er það stefna okkar að lögfesta notendastýrða persónulega aðstoð fatlaðs fólks í samráði við sveitarfélög og að hækka lífeyrisaldur í áföngum svo eitthvað sé nefnt. Fjölmörg önnur mál sem Björt framtíð hafði á sinni stefnuskrá er einnig að finna í sáttmálanum og við teljum okkar málum um mannúðlegra samfélag og minna fúsk betur komið innan ríkisstjórnar en utan hennar. Þannig ætlum við að auka traust og tiltrú almennings á íslenskum stjórnmálum og beita okkur fyrir almannahagsmunum umfram sérhagsmuni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár