BHM: Grafið undan lífskjörum lágtekjufólks – óþarfi að færa afgreiðslu námslána til einkafyrirtækja

Banda­lag há­skóla­manna ger­ir al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við náms­lána­frum­varp Ill­uga Gunn­ars­son­ar, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og lýs­ir þung­um áhyggj­um af greiðslu­byrði lán­tak­enda sem til­heyra lág­launa­stétt­um há­skóla­mennt­aðra og hóp­um sem standa fé­lags­lega veikt að vígi.

BHM: Grafið undan lífskjörum lágtekjufólks – óþarfi að færa afgreiðslu námslána til einkafyrirtækja

Bandalag háskólamanna gagnrýnir harðlega frumvarp Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, til laga um námslán og námsstyrki. Í athugasemdum sem BHM hefur sent ráðuneytinu er fullyrt að með því að hætta tekjutengingu endurgreiðslu námslána muni verða grundvallarbreyting á eðli íslenska námslánakerfisins. 

„BHM hvetur til þess að fram fari frekari umræða og vinna til að tryggja að greiðslubyrði námslána verði áfram sanngjörn líkt og í núverandi kerfi. Einnig lýsir bandalagið þungum áhyggjum af greiðslubyrði lántakenda í yngsta aldurshópnum, fari svo að frumvarpið verði að lögum, sem og þeirra sem tilheyra láglaunastéttum háskólamenntaðra og hópum sem standa félagslega veikt að vígi,“ segir í fréttatilkynningu frá bandalaginu.

Í athugasemdum þess er það fyrirkomulag gagnrýnt að lánsfjárhæðir fari eftir félagslegri stöðu fólks. Bent er á að vegna þessa skuldi fjölskyldufólk og einstæðir foreldrar almennt meiri námslán að loknu námi en þeir sem einir eru. Verði hætt að tengja afborganir við tekjur, líkt og boðað er í frumvarpinu, verði greiðslubyrði barnafólks þyngri en barnlausra. 

„Samkvæmt frumvarpinu munu námsmenn, sem uppfylla tilteknar kröfur um námsframvindu, eiga rétt á námsstyrkjum óháð félagslegri stöðu. BHM fer fram á að kannaðir verði möguleikar á því að kerfið verði með þeim hætti að upphæð námsstyrks fari eftir félagslegri stöðu en lánsfjárhæðir verði þær sömu fyrir alla.“

Samkvæmt frumvarpi Illuga GUnnarssonar verður stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna heimilað að útvista daglegum rekstri sjóðsins til einkafyrirtækis. Að mati BHM verður ekki séð að þörf sé á því að færa afgreiðslu námslána til einkafyrirtækja. Fram kemur að bandalagið hyggist senda allsherjar- og menntamálanefnd ítarlega umsögn um frumvarpið ef það verði tekið til þinglegrar meðferðar. Haft hefur verið eftir Illuga Gunnarssyni að um forgangsmál sé að ræða fyrir kosningarnar sem heitið hefur verið að fram fari í haust. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Menntamál

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár