Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

BHM: Grafið undan lífskjörum lágtekjufólks – óþarfi að færa afgreiðslu námslána til einkafyrirtækja

Banda­lag há­skóla­manna ger­ir al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við náms­lána­frum­varp Ill­uga Gunn­ars­son­ar, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og lýs­ir þung­um áhyggj­um af greiðslu­byrði lán­tak­enda sem til­heyra lág­launa­stétt­um há­skóla­mennt­aðra og hóp­um sem standa fé­lags­lega veikt að vígi.

BHM: Grafið undan lífskjörum lágtekjufólks – óþarfi að færa afgreiðslu námslána til einkafyrirtækja

Bandalag háskólamanna gagnrýnir harðlega frumvarp Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, til laga um námslán og námsstyrki. Í athugasemdum sem BHM hefur sent ráðuneytinu er fullyrt að með því að hætta tekjutengingu endurgreiðslu námslána muni verða grundvallarbreyting á eðli íslenska námslánakerfisins. 

„BHM hvetur til þess að fram fari frekari umræða og vinna til að tryggja að greiðslubyrði námslána verði áfram sanngjörn líkt og í núverandi kerfi. Einnig lýsir bandalagið þungum áhyggjum af greiðslubyrði lántakenda í yngsta aldurshópnum, fari svo að frumvarpið verði að lögum, sem og þeirra sem tilheyra láglaunastéttum háskólamenntaðra og hópum sem standa félagslega veikt að vígi,“ segir í fréttatilkynningu frá bandalaginu.

Í athugasemdum þess er það fyrirkomulag gagnrýnt að lánsfjárhæðir fari eftir félagslegri stöðu fólks. Bent er á að vegna þessa skuldi fjölskyldufólk og einstæðir foreldrar almennt meiri námslán að loknu námi en þeir sem einir eru. Verði hætt að tengja afborganir við tekjur, líkt og boðað er í frumvarpinu, verði greiðslubyrði barnafólks þyngri en barnlausra. 

„Samkvæmt frumvarpinu munu námsmenn, sem uppfylla tilteknar kröfur um námsframvindu, eiga rétt á námsstyrkjum óháð félagslegri stöðu. BHM fer fram á að kannaðir verði möguleikar á því að kerfið verði með þeim hætti að upphæð námsstyrks fari eftir félagslegri stöðu en lánsfjárhæðir verði þær sömu fyrir alla.“

Samkvæmt frumvarpi Illuga GUnnarssonar verður stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna heimilað að útvista daglegum rekstri sjóðsins til einkafyrirtækis. Að mati BHM verður ekki séð að þörf sé á því að færa afgreiðslu námslána til einkafyrirtækja. Fram kemur að bandalagið hyggist senda allsherjar- og menntamálanefnd ítarlega umsögn um frumvarpið ef það verði tekið til þinglegrar meðferðar. Haft hefur verið eftir Illuga Gunnarssyni að um forgangsmál sé að ræða fyrir kosningarnar sem heitið hefur verið að fram fari í haust. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Menntamál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár