Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

BHM: Grafið undan lífskjörum lágtekjufólks – óþarfi að færa afgreiðslu námslána til einkafyrirtækja

Banda­lag há­skóla­manna ger­ir al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við náms­lána­frum­varp Ill­uga Gunn­ars­son­ar, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og lýs­ir þung­um áhyggj­um af greiðslu­byrði lán­tak­enda sem til­heyra lág­launa­stétt­um há­skóla­mennt­aðra og hóp­um sem standa fé­lags­lega veikt að vígi.

BHM: Grafið undan lífskjörum lágtekjufólks – óþarfi að færa afgreiðslu námslána til einkafyrirtækja

Bandalag háskólamanna gagnrýnir harðlega frumvarp Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, til laga um námslán og námsstyrki. Í athugasemdum sem BHM hefur sent ráðuneytinu er fullyrt að með því að hætta tekjutengingu endurgreiðslu námslána muni verða grundvallarbreyting á eðli íslenska námslánakerfisins. 

„BHM hvetur til þess að fram fari frekari umræða og vinna til að tryggja að greiðslubyrði námslána verði áfram sanngjörn líkt og í núverandi kerfi. Einnig lýsir bandalagið þungum áhyggjum af greiðslubyrði lántakenda í yngsta aldurshópnum, fari svo að frumvarpið verði að lögum, sem og þeirra sem tilheyra láglaunastéttum háskólamenntaðra og hópum sem standa félagslega veikt að vígi,“ segir í fréttatilkynningu frá bandalaginu.

Í athugasemdum þess er það fyrirkomulag gagnrýnt að lánsfjárhæðir fari eftir félagslegri stöðu fólks. Bent er á að vegna þessa skuldi fjölskyldufólk og einstæðir foreldrar almennt meiri námslán að loknu námi en þeir sem einir eru. Verði hætt að tengja afborganir við tekjur, líkt og boðað er í frumvarpinu, verði greiðslubyrði barnafólks þyngri en barnlausra. 

„Samkvæmt frumvarpinu munu námsmenn, sem uppfylla tilteknar kröfur um námsframvindu, eiga rétt á námsstyrkjum óháð félagslegri stöðu. BHM fer fram á að kannaðir verði möguleikar á því að kerfið verði með þeim hætti að upphæð námsstyrks fari eftir félagslegri stöðu en lánsfjárhæðir verði þær sömu fyrir alla.“

Samkvæmt frumvarpi Illuga GUnnarssonar verður stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna heimilað að útvista daglegum rekstri sjóðsins til einkafyrirtækis. Að mati BHM verður ekki séð að þörf sé á því að færa afgreiðslu námslána til einkafyrirtækja. Fram kemur að bandalagið hyggist senda allsherjar- og menntamálanefnd ítarlega umsögn um frumvarpið ef það verði tekið til þinglegrar meðferðar. Haft hefur verið eftir Illuga Gunnarssyni að um forgangsmál sé að ræða fyrir kosningarnar sem heitið hefur verið að fram fari í haust. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Menntamál

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár