Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

BHM: Grafið undan lífskjörum lágtekjufólks – óþarfi að færa afgreiðslu námslána til einkafyrirtækja

Banda­lag há­skóla­manna ger­ir al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við náms­lána­frum­varp Ill­uga Gunn­ars­son­ar, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og lýs­ir þung­um áhyggj­um af greiðslu­byrði lán­tak­enda sem til­heyra lág­launa­stétt­um há­skóla­mennt­aðra og hóp­um sem standa fé­lags­lega veikt að vígi.

BHM: Grafið undan lífskjörum lágtekjufólks – óþarfi að færa afgreiðslu námslána til einkafyrirtækja

Bandalag háskólamanna gagnrýnir harðlega frumvarp Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, til laga um námslán og námsstyrki. Í athugasemdum sem BHM hefur sent ráðuneytinu er fullyrt að með því að hætta tekjutengingu endurgreiðslu námslána muni verða grundvallarbreyting á eðli íslenska námslánakerfisins. 

„BHM hvetur til þess að fram fari frekari umræða og vinna til að tryggja að greiðslubyrði námslána verði áfram sanngjörn líkt og í núverandi kerfi. Einnig lýsir bandalagið þungum áhyggjum af greiðslubyrði lántakenda í yngsta aldurshópnum, fari svo að frumvarpið verði að lögum, sem og þeirra sem tilheyra láglaunastéttum háskólamenntaðra og hópum sem standa félagslega veikt að vígi,“ segir í fréttatilkynningu frá bandalaginu.

Í athugasemdum þess er það fyrirkomulag gagnrýnt að lánsfjárhæðir fari eftir félagslegri stöðu fólks. Bent er á að vegna þessa skuldi fjölskyldufólk og einstæðir foreldrar almennt meiri námslán að loknu námi en þeir sem einir eru. Verði hætt að tengja afborganir við tekjur, líkt og boðað er í frumvarpinu, verði greiðslubyrði barnafólks þyngri en barnlausra. 

„Samkvæmt frumvarpinu munu námsmenn, sem uppfylla tilteknar kröfur um námsframvindu, eiga rétt á námsstyrkjum óháð félagslegri stöðu. BHM fer fram á að kannaðir verði möguleikar á því að kerfið verði með þeim hætti að upphæð námsstyrks fari eftir félagslegri stöðu en lánsfjárhæðir verði þær sömu fyrir alla.“

Samkvæmt frumvarpi Illuga GUnnarssonar verður stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna heimilað að útvista daglegum rekstri sjóðsins til einkafyrirtækis. Að mati BHM verður ekki séð að þörf sé á því að færa afgreiðslu námslána til einkafyrirtækja. Fram kemur að bandalagið hyggist senda allsherjar- og menntamálanefnd ítarlega umsögn um frumvarpið ef það verði tekið til þinglegrar meðferðar. Haft hefur verið eftir Illuga Gunnarssyni að um forgangsmál sé að ræða fyrir kosningarnar sem heitið hefur verið að fram fari í haust. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Menntamál

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár