Rúmum tveimur mánuðum fyrir forsetakosningarnar árið 1996 birti DV skoðanakönnun sem skók samfélagið.
[thumb olafurragnar]
Könnunin sýndi að frambjóðandinn Ólafur Ragnar Grímsson naut stuðnings yfirgnæfandi meirihluta kjósenda sem arftaki Vigdísar Finnbogadóttur á forsetastóli. Ólafur Ragnar mældist með ríflega fjórfalt meira fylgi en Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Sjávarútvegsdeildar Háskóla Íslands, sem kom næst honum. 45 prósent aðspurðra studdu Ólaf Ragnar á meðan rúm 10 prósent studdu Guðrúnu Pétursdóttur.
Athugasemdir