Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hættir á Kjarnanum og verður svæðisstjóri hjá RÚV

Sunna Val­gerð­ar­dótt­ir blaða­kona hef­ur ver­ið ráð­in svæð­is­stjóri RÚVAK og mun bera ábyrgð á frétta­flutn­ingi af lands­byggð­inni í út­varpi, sjón­varpi og á vefn­um.

Hættir á Kjarnanum og verður svæðisstjóri hjá RÚV

Sunna Valgerðardóttir, blaðakona sem starfað hefur á Kjarnanum undanfarið ár, hefur verið ráðin svæðisstjóri RÚVAK og mun bera ábyrgð á fréttaflutningi af landsbyggðinni í útvarpi, sjónvarpi og á vefnum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Mun Sunna leiða vinnu sem miðar að því að efla starfsemi RÚV á landsbyggðinni, þróun og uppbyggingu til framtíðar. „Svæðisstjóri stýrir starfsemi RÚV á Akureyri sem og annarri starfsemi á landsbyggðinni.“

Sunna hættir á Kjarnanum þar sem hún hefur sinnt fréttaskrifum og frétta– og ritstjórnarstörfum um nokkurt skeið.

„Hún var samskiptasérfræðingur og upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur árin 2015–2016, vann sem fréttamaður á fréttastofu RÚV á árunum 2013–2015 og sem blaðamaður á fréttadeild Fréttablaðsins árin 2009–2013. Hún er með BA-gráðu í nútíma– og fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri og diplóma í margmiðlunarhönnun frá Odense Techniske Skole.

Sunna hlaut Blaðamannaverðlaun BÍ árið 2013 fyrir umjöllun ársins,“ segir í fréttatilkynningunni en Sunna er ein þriggja kvenna sem ráðnar voru í stjórnunarstöður hjá RÚV í dag. 

Þóra Margrét Pálsdóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri en áður hefur hún starfað sem  mannauðsstjóri Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands frá 2009 og hefur verið hópstjóri mannauðs- og samskiptamála sviðsins frá 2013.

Þá vann hún sjálfstætt við ráðgjöf um mannauðsmál og vinnusálfræði, auk ýmissa verkefna bæði hér á landi og í Berlín þar sem hún bjó lengi.

Þóra Margrét tekur við af Andreu Róbertsdóttur sem starfað hefur sem mannauðsstjóri í miklu breytingaferli sem átt hefur sér stað síðustu tvö og hálft ár hjá RÚV.

Þá hefur Helga Lára Þorsteinsóttir verið ráðin safnastjóri RÚV. Hún hefur unnið hjá Listasafni Reykjavíkur frá 2002 og gegnt stöðu deildarstjóra safnadeildar Listasafnsins frá árinu 2008.

Samhliða því hefur hún haldið fyrirlestra og kynningar á starfi og verkum safnadeildar Listasafns Reykjavíkur við HÍ og LÍ og var stundakennari í safnafræði við Félagsvísindadeild HÍ árin 2007–2009. Áður vann hún á Minjasafni Reykjavíkur og Samtímasafninu í Helsinki, Kiasma. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Draumur sem aldrei varð: „Gat tilveran orðið svartari?“
6
Viðtal

Draum­ur sem aldrei varð: „Gat til­ver­an orð­ið svart­ari?“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár