Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hættir á Kjarnanum og verður svæðisstjóri hjá RÚV

Sunna Val­gerð­ar­dótt­ir blaða­kona hef­ur ver­ið ráð­in svæð­is­stjóri RÚVAK og mun bera ábyrgð á frétta­flutn­ingi af lands­byggð­inni í út­varpi, sjón­varpi og á vefn­um.

Hættir á Kjarnanum og verður svæðisstjóri hjá RÚV

Sunna Valgerðardóttir, blaðakona sem starfað hefur á Kjarnanum undanfarið ár, hefur verið ráðin svæðisstjóri RÚVAK og mun bera ábyrgð á fréttaflutningi af landsbyggðinni í útvarpi, sjónvarpi og á vefnum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Mun Sunna leiða vinnu sem miðar að því að efla starfsemi RÚV á landsbyggðinni, þróun og uppbyggingu til framtíðar. „Svæðisstjóri stýrir starfsemi RÚV á Akureyri sem og annarri starfsemi á landsbyggðinni.“

Sunna hættir á Kjarnanum þar sem hún hefur sinnt fréttaskrifum og frétta– og ritstjórnarstörfum um nokkurt skeið.

„Hún var samskiptasérfræðingur og upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur árin 2015–2016, vann sem fréttamaður á fréttastofu RÚV á árunum 2013–2015 og sem blaðamaður á fréttadeild Fréttablaðsins árin 2009–2013. Hún er með BA-gráðu í nútíma– og fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri og diplóma í margmiðlunarhönnun frá Odense Techniske Skole.

Sunna hlaut Blaðamannaverðlaun BÍ árið 2013 fyrir umjöllun ársins,“ segir í fréttatilkynningunni en Sunna er ein þriggja kvenna sem ráðnar voru í stjórnunarstöður hjá RÚV í dag. 

Þóra Margrét Pálsdóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri en áður hefur hún starfað sem  mannauðsstjóri Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands frá 2009 og hefur verið hópstjóri mannauðs- og samskiptamála sviðsins frá 2013.

Þá vann hún sjálfstætt við ráðgjöf um mannauðsmál og vinnusálfræði, auk ýmissa verkefna bæði hér á landi og í Berlín þar sem hún bjó lengi.

Þóra Margrét tekur við af Andreu Róbertsdóttur sem starfað hefur sem mannauðsstjóri í miklu breytingaferli sem átt hefur sér stað síðustu tvö og hálft ár hjá RÚV.

Þá hefur Helga Lára Þorsteinsóttir verið ráðin safnastjóri RÚV. Hún hefur unnið hjá Listasafni Reykjavíkur frá 2002 og gegnt stöðu deildarstjóra safnadeildar Listasafnsins frá árinu 2008.

Samhliða því hefur hún haldið fyrirlestra og kynningar á starfi og verkum safnadeildar Listasafns Reykjavíkur við HÍ og LÍ og var stundakennari í safnafræði við Félagsvísindadeild HÍ árin 2007–2009. Áður vann hún á Minjasafni Reykjavíkur og Samtímasafninu í Helsinki, Kiasma. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu