Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hættir á Kjarnanum og verður svæðisstjóri hjá RÚV

Sunna Val­gerð­ar­dótt­ir blaða­kona hef­ur ver­ið ráð­in svæð­is­stjóri RÚVAK og mun bera ábyrgð á frétta­flutn­ingi af lands­byggð­inni í út­varpi, sjón­varpi og á vefn­um.

Hættir á Kjarnanum og verður svæðisstjóri hjá RÚV

Sunna Valgerðardóttir, blaðakona sem starfað hefur á Kjarnanum undanfarið ár, hefur verið ráðin svæðisstjóri RÚVAK og mun bera ábyrgð á fréttaflutningi af landsbyggðinni í útvarpi, sjónvarpi og á vefnum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Mun Sunna leiða vinnu sem miðar að því að efla starfsemi RÚV á landsbyggðinni, þróun og uppbyggingu til framtíðar. „Svæðisstjóri stýrir starfsemi RÚV á Akureyri sem og annarri starfsemi á landsbyggðinni.“

Sunna hættir á Kjarnanum þar sem hún hefur sinnt fréttaskrifum og frétta– og ritstjórnarstörfum um nokkurt skeið.

„Hún var samskiptasérfræðingur og upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur árin 2015–2016, vann sem fréttamaður á fréttastofu RÚV á árunum 2013–2015 og sem blaðamaður á fréttadeild Fréttablaðsins árin 2009–2013. Hún er með BA-gráðu í nútíma– og fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri og diplóma í margmiðlunarhönnun frá Odense Techniske Skole.

Sunna hlaut Blaðamannaverðlaun BÍ árið 2013 fyrir umjöllun ársins,“ segir í fréttatilkynningunni en Sunna er ein þriggja kvenna sem ráðnar voru í stjórnunarstöður hjá RÚV í dag. 

Þóra Margrét Pálsdóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri en áður hefur hún starfað sem  mannauðsstjóri Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands frá 2009 og hefur verið hópstjóri mannauðs- og samskiptamála sviðsins frá 2013.

Þá vann hún sjálfstætt við ráðgjöf um mannauðsmál og vinnusálfræði, auk ýmissa verkefna bæði hér á landi og í Berlín þar sem hún bjó lengi.

Þóra Margrét tekur við af Andreu Róbertsdóttur sem starfað hefur sem mannauðsstjóri í miklu breytingaferli sem átt hefur sér stað síðustu tvö og hálft ár hjá RÚV.

Þá hefur Helga Lára Þorsteinsóttir verið ráðin safnastjóri RÚV. Hún hefur unnið hjá Listasafni Reykjavíkur frá 2002 og gegnt stöðu deildarstjóra safnadeildar Listasafnsins frá árinu 2008.

Samhliða því hefur hún haldið fyrirlestra og kynningar á starfi og verkum safnadeildar Listasafns Reykjavíkur við HÍ og LÍ og var stundakennari í safnafræði við Félagsvísindadeild HÍ árin 2007–2009. Áður vann hún á Minjasafni Reykjavíkur og Samtímasafninu í Helsinki, Kiasma. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár