Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sunna hjólar í Eggert: „Ruddalegar og tilhæfulausar ásakanir“

Eggert Skúla­son, rit­stjóri DV, gagn­rýn­ir við­tal Sunnu Val­gerð­ar­dótt­ur við Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur frá ár­inu 2014 í leið­ara í dag. Sunna svar­ar fyr­ir sig á Face­book.

Sunna hjólar í Eggert: „Ruddalegar og tilhæfulausar ásakanir“

Sunna Valgerðardóttir, blaðamaður Kjarnans, skrifar stöðufærslu á Facebook rétt í þessu þar sem hún svarar fyrir ásakanir sem Eggert Skúlason, ritstjóri DV, ber á hana í leiðara DV í dag. Leiðari Eggerts fjallar um þá ólgu sem hefur verið innan lögreglunnar. Eggert segir að lekar úr lögreglunni hafi verið tíðir í þá fjölmiðla sem hafa gagnrýnt Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, hve harðast. Máli sínu til stuðnings nefnir Eggert viðtal Ríkisútvarpsins við Sigríði Björk, sem tekið var í nóvember 2014.

„Einkennilegasta dæmið í þessum fjölmiðlafarsa er viðtal sem fréttamaður á Ríkisútvarpinu tók við Sigríði síðasta vetur og var það viðtal hlutdrægt, ósanngjarnt og leiða má líkur að því að viðmælandinn – lögreglustjórinn – hafi ekki áttað sig á að hún væri í viðtali. Svoleiðis gera fréttamenn ekki. Þetta viðtal fékk gamla ljósvakafréttamenn til að roðna vegna vinnubragðanna og að RÚV skyldi yfir höfuð senda þetta út í fréttatíma,“ skrifar Eggert.

Sunna Valgerðardóttir er blaðamaðurinn sem tók umrætt viðtal  og svarar hún fyrir sig á Facebook-síðu sinni: „Eggert Skúlason, ritstjóri DV, ber mig ansi þungum sökum í leiðara sínum í dag. Leiðarinn ber heitið „Hún eða þeir“ og fjallar um Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra í Reykjavík, eftir „athyglisvert viðtal“ í DV og þá fjölmiðla „sem hafa gagnrýnt lögreglustjóra hvað mest“.

Sigríður Björk ánægð

Sunna segir að Sigríður Björk hafi verið ánægð með umrætt viðtal og hafi viðtalið enn fremur verið lesið upp fyrir hana áður en það var sett í loftið. „Þar á hann við viðtal sem ég tók við Sigríði Björk fyrir rúmu ári, þann 22. nóvember 2014. Það sem Eggert tekur hins vegar ekki fram er að ég las upp allt handritið af viðtalinu, orð fyrir orð, spurningar mínar og svör hennar, áður en ég setti það í loftið í útvarpsfréttum. Sigríður Björk var mjög sátt með viðtalið.

Þegar ég náði tali af Eggerti áðan sagði hann að þetta hafi verið hans upplifun; að ég hafi platað Sigríði Björk í símtal sem ég tók upp í leyni og sett það í svo loftið án þess að hún hafi áttað sig á að hún hafi verið í viðtali. Ritstjórinn er að saka mig, og RÚV, um mjög óheiðarleg vinnubrögð. Þegar ég benti honum á það - sagðist hann standa við leiðarann og ætlaði einungis að biðjast afsökunar þegar ég bæðist afsökunar á viðtalinu. Viðtali sem viðmælandinn var sáttur með - en honum fannst óboðlegt.

Auðvitað er öllum frjálst að móðgast fyrir hönd annarra, jafnvel þeirra sem ekki hafa móðgast sjálfir. Það gefur fólki hins vegar ekki leyfi til þess setja fram ruddalegar og tilhæfulausar ásakanir eins og Eggert gerir með því að saka fréttamenn, og þá miðla sem þeir vinna hjá, um jafn óvönduð vinnubrögð og þessi,“ skrifar Sunna.

Eggert er ekki lengi að svara fyrir sig og tengir málið við frægt viðtal RÚV við sig er hann tók við sem ritstjóri DV fyrir ári síðan. „Já hún er mismikil helgislepjan og ekki sama hver á í hlut. Varst þú Sunna Valgerðardóttir ekki að vinna hjá miðlinum sem spurði mig hvort ég væri framsóknarmaður, þegar ég tók við starfi sem ritstjóri á DV. Það eru náttúrulega ekki dylgjur. Mín upplifun af þessu viðtali sem hlustandi á útvarp, var einföld. Óboðlegt,“ svarar Eggert.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
6
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár