Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sunna hjólar í Eggert: „Ruddalegar og tilhæfulausar ásakanir“

Eggert Skúla­son, rit­stjóri DV, gagn­rýn­ir við­tal Sunnu Val­gerð­ar­dótt­ur við Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur frá ár­inu 2014 í leið­ara í dag. Sunna svar­ar fyr­ir sig á Face­book.

Sunna hjólar í Eggert: „Ruddalegar og tilhæfulausar ásakanir“

Sunna Valgerðardóttir, blaðamaður Kjarnans, skrifar stöðufærslu á Facebook rétt í þessu þar sem hún svarar fyrir ásakanir sem Eggert Skúlason, ritstjóri DV, ber á hana í leiðara DV í dag. Leiðari Eggerts fjallar um þá ólgu sem hefur verið innan lögreglunnar. Eggert segir að lekar úr lögreglunni hafi verið tíðir í þá fjölmiðla sem hafa gagnrýnt Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, hve harðast. Máli sínu til stuðnings nefnir Eggert viðtal Ríkisútvarpsins við Sigríði Björk, sem tekið var í nóvember 2014.

„Einkennilegasta dæmið í þessum fjölmiðlafarsa er viðtal sem fréttamaður á Ríkisútvarpinu tók við Sigríði síðasta vetur og var það viðtal hlutdrægt, ósanngjarnt og leiða má líkur að því að viðmælandinn – lögreglustjórinn – hafi ekki áttað sig á að hún væri í viðtali. Svoleiðis gera fréttamenn ekki. Þetta viðtal fékk gamla ljósvakafréttamenn til að roðna vegna vinnubragðanna og að RÚV skyldi yfir höfuð senda þetta út í fréttatíma,“ skrifar Eggert.

Sunna Valgerðardóttir er blaðamaðurinn sem tók umrætt viðtal  og svarar hún fyrir sig á Facebook-síðu sinni: „Eggert Skúlason, ritstjóri DV, ber mig ansi þungum sökum í leiðara sínum í dag. Leiðarinn ber heitið „Hún eða þeir“ og fjallar um Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra í Reykjavík, eftir „athyglisvert viðtal“ í DV og þá fjölmiðla „sem hafa gagnrýnt lögreglustjóra hvað mest“.

Sigríður Björk ánægð

Sunna segir að Sigríður Björk hafi verið ánægð með umrætt viðtal og hafi viðtalið enn fremur verið lesið upp fyrir hana áður en það var sett í loftið. „Þar á hann við viðtal sem ég tók við Sigríði Björk fyrir rúmu ári, þann 22. nóvember 2014. Það sem Eggert tekur hins vegar ekki fram er að ég las upp allt handritið af viðtalinu, orð fyrir orð, spurningar mínar og svör hennar, áður en ég setti það í loftið í útvarpsfréttum. Sigríður Björk var mjög sátt með viðtalið.

Þegar ég náði tali af Eggerti áðan sagði hann að þetta hafi verið hans upplifun; að ég hafi platað Sigríði Björk í símtal sem ég tók upp í leyni og sett það í svo loftið án þess að hún hafi áttað sig á að hún hafi verið í viðtali. Ritstjórinn er að saka mig, og RÚV, um mjög óheiðarleg vinnubrögð. Þegar ég benti honum á það - sagðist hann standa við leiðarann og ætlaði einungis að biðjast afsökunar þegar ég bæðist afsökunar á viðtalinu. Viðtali sem viðmælandinn var sáttur með - en honum fannst óboðlegt.

Auðvitað er öllum frjálst að móðgast fyrir hönd annarra, jafnvel þeirra sem ekki hafa móðgast sjálfir. Það gefur fólki hins vegar ekki leyfi til þess setja fram ruddalegar og tilhæfulausar ásakanir eins og Eggert gerir með því að saka fréttamenn, og þá miðla sem þeir vinna hjá, um jafn óvönduð vinnubrögð og þessi,“ skrifar Sunna.

Eggert er ekki lengi að svara fyrir sig og tengir málið við frægt viðtal RÚV við sig er hann tók við sem ritstjóri DV fyrir ári síðan. „Já hún er mismikil helgislepjan og ekki sama hver á í hlut. Varst þú Sunna Valgerðardóttir ekki að vinna hjá miðlinum sem spurði mig hvort ég væri framsóknarmaður, þegar ég tók við starfi sem ritstjóri á DV. Það eru náttúrulega ekki dylgjur. Mín upplifun af þessu viðtali sem hlustandi á útvarp, var einföld. Óboðlegt,“ svarar Eggert.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár