Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sunna hjólar í Eggert: „Ruddalegar og tilhæfulausar ásakanir“

Eggert Skúla­son, rit­stjóri DV, gagn­rýn­ir við­tal Sunnu Val­gerð­ar­dótt­ur við Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur frá ár­inu 2014 í leið­ara í dag. Sunna svar­ar fyr­ir sig á Face­book.

Sunna hjólar í Eggert: „Ruddalegar og tilhæfulausar ásakanir“

Sunna Valgerðardóttir, blaðamaður Kjarnans, skrifar stöðufærslu á Facebook rétt í þessu þar sem hún svarar fyrir ásakanir sem Eggert Skúlason, ritstjóri DV, ber á hana í leiðara DV í dag. Leiðari Eggerts fjallar um þá ólgu sem hefur verið innan lögreglunnar. Eggert segir að lekar úr lögreglunni hafi verið tíðir í þá fjölmiðla sem hafa gagnrýnt Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, hve harðast. Máli sínu til stuðnings nefnir Eggert viðtal Ríkisútvarpsins við Sigríði Björk, sem tekið var í nóvember 2014.

„Einkennilegasta dæmið í þessum fjölmiðlafarsa er viðtal sem fréttamaður á Ríkisútvarpinu tók við Sigríði síðasta vetur og var það viðtal hlutdrægt, ósanngjarnt og leiða má líkur að því að viðmælandinn – lögreglustjórinn – hafi ekki áttað sig á að hún væri í viðtali. Svoleiðis gera fréttamenn ekki. Þetta viðtal fékk gamla ljósvakafréttamenn til að roðna vegna vinnubragðanna og að RÚV skyldi yfir höfuð senda þetta út í fréttatíma,“ skrifar Eggert.

Sunna Valgerðardóttir er blaðamaðurinn sem tók umrætt viðtal  og svarar hún fyrir sig á Facebook-síðu sinni: „Eggert Skúlason, ritstjóri DV, ber mig ansi þungum sökum í leiðara sínum í dag. Leiðarinn ber heitið „Hún eða þeir“ og fjallar um Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra í Reykjavík, eftir „athyglisvert viðtal“ í DV og þá fjölmiðla „sem hafa gagnrýnt lögreglustjóra hvað mest“.

Sigríður Björk ánægð

Sunna segir að Sigríður Björk hafi verið ánægð með umrætt viðtal og hafi viðtalið enn fremur verið lesið upp fyrir hana áður en það var sett í loftið. „Þar á hann við viðtal sem ég tók við Sigríði Björk fyrir rúmu ári, þann 22. nóvember 2014. Það sem Eggert tekur hins vegar ekki fram er að ég las upp allt handritið af viðtalinu, orð fyrir orð, spurningar mínar og svör hennar, áður en ég setti það í loftið í útvarpsfréttum. Sigríður Björk var mjög sátt með viðtalið.

Þegar ég náði tali af Eggerti áðan sagði hann að þetta hafi verið hans upplifun; að ég hafi platað Sigríði Björk í símtal sem ég tók upp í leyni og sett það í svo loftið án þess að hún hafi áttað sig á að hún hafi verið í viðtali. Ritstjórinn er að saka mig, og RÚV, um mjög óheiðarleg vinnubrögð. Þegar ég benti honum á það - sagðist hann standa við leiðarann og ætlaði einungis að biðjast afsökunar þegar ég bæðist afsökunar á viðtalinu. Viðtali sem viðmælandinn var sáttur með - en honum fannst óboðlegt.

Auðvitað er öllum frjálst að móðgast fyrir hönd annarra, jafnvel þeirra sem ekki hafa móðgast sjálfir. Það gefur fólki hins vegar ekki leyfi til þess setja fram ruddalegar og tilhæfulausar ásakanir eins og Eggert gerir með því að saka fréttamenn, og þá miðla sem þeir vinna hjá, um jafn óvönduð vinnubrögð og þessi,“ skrifar Sunna.

Eggert er ekki lengi að svara fyrir sig og tengir málið við frægt viðtal RÚV við sig er hann tók við sem ritstjóri DV fyrir ári síðan. „Já hún er mismikil helgislepjan og ekki sama hver á í hlut. Varst þú Sunna Valgerðardóttir ekki að vinna hjá miðlinum sem spurði mig hvort ég væri framsóknarmaður, þegar ég tók við starfi sem ritstjóri á DV. Það eru náttúrulega ekki dylgjur. Mín upplifun af þessu viðtali sem hlustandi á útvarp, var einföld. Óboðlegt,“ svarar Eggert.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár