Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Stúlka kærð fyrir að kæra lögreglumann fyrir nauðgun

Tanja M. Ís­fjörð leit­aði til lög­regl­unn­ar eft­ir heim­sókn á hót­el­her­bergi eldri manns sem hún þekkti og treysti, en hann var fyrr­ver­andi öku­kenn­ari henn­ar og starf­aði fyr­ir lög­regl­una. Hún kærði hann fyr­ir nauðg­un, en eft­ir að rík­is­sak­sókn­ari vís­aði mál­inu frá kærði mað­ur­inn hana fyr­ir rang­ar sak­argift­ir. Mál­ið er til með­ferð­ar hjá lög­reglu.

Stúlka kærð  fyrir að kæra lögreglumann fyrir nauðgun
Kærði lögreglumann Maðurinn var að vinna fyrir lögregluna á þeim tíma sem hann var kærður fyrir ­nauðgun. Hann vék tímabundið frá störfum en hefur nú snúið aftur. Myndin af lögreglumanninum er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint. Mynd: Samsett

Hann er 54 ára gamall fjölskyldumaður, ökukennari og lögreglumaður í hjáverkum, sem hefur kært tvítuga stúlku fyrir rangar sakargiftir. Það gerði hann í kjölfar þess að nauðgunarmáli á hendur honum var vísað frá hjá ríkissaksóknara, sem mat málið ekki líklegt til sakfellis. Stúlkan var nítján ára þegar þau fóru saman upp á hótelherbergi, þaðan sem hún fór beinustu leið til lögreglunnar og í læknisskoðun.

„Þetta er ofureinfalt. Hún hefur mig þarna fyrir rangri sök,“ segir maðurinn. Það sé réttlætismál að kæra stúlkuna og fylgja því eftir af fullri hörku.

Stúlkan fékk hins vegar svo mikið áfall þegar henni var kunngjört um kæruna að tveimur dögum síðar endaði hún á spítala. Þar lá hún inni í tólf tíma á meðan verið var að hreinsa of stóran skammt af lyfjum úr líkama hennar. Í raun langar hana ekki til að deyja, en þarna fannst henni óréttlætið svo yfirþyrmandi að hún treysti sér ekki í meira. Hún útskýrir þetta þannig að það sem gerðist hafi reynst henni þungbært, það hafi verið erfitt að kæra, enn verra þegar málinu var vísað frá og nánast óbærilegt að sitja undir áburði um lygar. Fjölskyldan er tvístruð vegna málsins, vinir hafa horfið og hún hefur þurft að sitja undir svívirðingum fólks sem segir hana athyglissjúka og ógeðslega, hún sé að eyðileggja samfélagið í litla bænum þar sem þau bjuggu. „Mér fannst allt bregðast, bæði réttarkerfið og fjölskyldan,“ útskýrir stúlkan, Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir, sem er farin úr landi.

„Svona píur eins og þú sem eru fullar af athyglissýki ættuð að beina spjótum ykkar eitthvert annað en að eyðileggja líf fólks,“ segir meðal annars í skilaboðum sem henni hafa borist.

Vinkona stúlkunnar hefur stutt hana í gegnum þetta ferli, eftir að hún fékk skilaboð umrætt kvöld með ákalli um hjálp sem varð til þess að hún fór á eftir henni upp á hótel, þar sem hún hrópaði nafn vinkonu sinnar, barði á dyr og reyndi að komast inn. Hún hringdi síðan í bæði hótelstjórann og lögregluna, sem tók á móti stúlkunni þegar hún gekk þaðan út. Síðan fylgdi hún vinkonu sinni inn í nóttina, á lögreglustöðina og upp á spítala. Hún segir að það hafi verið erfitt að fylgja henni í gegnum þetta. „Mjög erfitt.“

Ekki síst vegna viðbragða fólks sem var ekki á vettvangi og getur ekki vitað hvað fram fór þetta kvöld. „Þau bjuggu bæði í litlu bæjarfélagi. Hún hefur átt erfitt uppdráttar frá því að hún var lítil og sumir trúa henni ekki, halda að hún sé að ljúga og eitthvað geðveik. Það er mjög erfitt að horfa upp á það,“ segir vinkonan. 

Faðir stúlkunnar, Magnús Georg Hrafnsson, tekur í sama streng. „Ég sé bara svart, ég er svo reiður,“ segir hann. Þetta mál sé lyginni líkast, algjör matröð. Hann fylgdi dóttur sinni á lögreglustöðina þegar hún lagði fram formlega 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynbundið ofbeldi

Þórhildur Sunna: „Í hvaða veruleika búa þau eiginlega?“
Fréttir

Þór­hild­ur Sunna: „Í hvaða veru­leika búa þau eig­in­lega?“

Lög­regla taldi ekki til­efni til að hefja rann­sókn á meintri nauðg­un þeg­ar mað­ur sagð­ist hafa sett lim í enda­þarm sof­andi 17 ára stúlku sem vildi ekki enda­þarms­mök. Þing­kona Pírata og formað­ur Laga- og mann­rétt­inda­nefnd­ar Evr­ópu­ráðs­þings­ins seg­ir að af­staða ákæru­valds­ins og mál­ið allt valdi henni veru­leg­um áhyggj­um af stöðu kyn­ferð­is­brota­mála í ís­lensku rétt­ar­vörslu­kerfi.
Hafði „enda­þarms­mök“ við sofandi stúlku – Ekki nauðgun, segir lögregla
Fréttir

Hafði „enda­þarms­mök“ við sof­andi stúlku – Ekki nauðg­un, seg­ir lög­regla

Lög­regla og rík­is­sak­sókn­ari töldu ekki til­efni til að rann­saka hvort nauðg­un hefði átt sér stað þeg­ar mað­ur þröngv­aði lim sín­um í enda­þarm 17 ára stúlku með­an hún svaf. Mað­ur­inn, fað­ir­inn í Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu svo­kall­aða, við­ur­kenndi verkn­að­inn í yf­ir­heyrslu vegna ann­ars máls og sagð­ist hafa vit­að að stúlk­an væri mót­fall­in enda­þarms­mök­um.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
1
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
5
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár