Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stríðinu í Sýrlandi mótmælt á Akureyri og í Reykjavík

Sýr­lensk fjöl­skylda sem nú er bú­sett á Ak­ur­eyri mót­mælti síð­asta laug­ar­dag stríð­inu í sínu gamla heimalandi. Ákveð­ið hef­ur ver­ið að end­ur­taka leik­inn næsta laug­ar­dag og stend­ur til að mót­mæla einnig í Reykja­vík.

Stríðinu í Sýrlandi mótmælt á Akureyri og í Reykjavík
Íraksstríðinu var harðlega mótmælt á Íslandi, sem og víðar

Á laugardaginn verður stríðinu í Sýrlandi mótmælt, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Sýrlensk fjölskylda sem er frá Aleppo hóf mótmælin um síðustu helgi á Akureyri, þar sem þau búa, og stendur nú til að endurtaka leikinn.

Elísabet Jökulsdóttir, rithöfundur og fyrrum forsetaframbjóðandi, átti frumkvæðið að því að mótmælt yrði í Reykjavík. Segir hún að aðgerðir fjölskyldunnar fyrir norðan hafi orðið til þess að hún hrökk í gang og fór að skipuleggja mótmæli hér fyrir sunnan. „Ég er búinn að vera að pæla í því hvað sé hægt að gera. Það verður að gera eitthvað. Ekki hægt að horfa á þessi börn drepin án þess að grípa til aðgerða.“ Segist hún upplifa fréttaflutning af ástandinu andlega niðurbrjótandi. „Þessi vanmáttartilfinning sem maður fær, að maður geti ekkert gert. Hún brýtur fólk niður, ekki bara fólkið í Aleppo, heldur líka okkur sem horfum á þetta.“

Elísabet
Elísabet lýsir vanmætti vegna ástandsins

Segir hún máttleysið hafa verið orðið slíkt að hún hafi talið að einn mótmælafundur myndi ekki breyta neinu, „og þegar maður hugsar þannig þá er það hættulegt. Þegar allt er orðið tilgangslaust. Einhver sagði að þegar fólki finnst ekki taka því að mótmæla þá er ástandið orðið mjög alvarlegt.“ Hún hefði svo gert sér grein fyrir því að mótmæli væru einfaldlega nauðsynleg. „Þá erum við bara að gera hið gagnstæða, við söfnumst saman í friði og sýnum að það sé hægt. Sýnum að við getum farið út úr húsinu, farið út úr höfðinu á okkur og farið á nýjan stað og safnast þar saman og verið þar saman, í staðin fyrir að vera ein í húsi með okkar áhyggjur og sorg og reiði.“ Loftárásir og dauðsföll síðustu vikna séu algjörlega ólíðandi ástand. „Það er skotið á hjálparlestir, spítala, þvert á vopnahlé og það er ekkert heilagt. Börn, allt niður í nýfædd börn. Þetta er vitstola, this crazy war, þetta er vitstola stríð. Það er þýðingin á þessu.“

Fjölskyldan flúði Aleppo til Akureyrar 

Fjölskyldufaðirinn sem hóf mótmælin síðasta laugardag heitir Khattab Mohammad. Hann var enskukennari áður en stríðið hófst, en fjölskyldan bjó í borginni Aleppo, þar sem átökin hafa verið hvað hörðust. Segir hann Íslendinga hafa tekið mjög vel á móti þeim síðan þau komu í janúar síðastliðnum. „Fólk er mjög kærleiksríkt og landið er frábært. Veðrið er eins og það er, ólíkt því sem við eigum að venjast, en okkur hefur verið mjög vel tekið.“

Segir Khattab Aleppo hafa verið dásamlegan stað fyrir stríðið. „Þetta var höfuðborg viðskipta í Sýrlandi. Ein blómlegasta borg landsins, full af fólki. Þarna bjuggu 5 milljónir. Hún var full af lífi. En þegar fólkið fór að mótmæla al-Assad [innsk.blm forseta Sýrlands] fór leynilögreglan á stjá. Fólk, ungt fólk og börn fóru að deyja, drepin fyrir það eitt að mótmæla ríkisstjórninni. Þá fór lífið á hvolf. Þegar við yfirgáfum borgina í lok 2012 var lífið orðið mjög erfitt.“

Khatteb
Khatteb og fjölskylda á fyrstu mótmælunum, síðasta laugardag

Hann segir loftárásir á borgina og andlát saklausra borgara nú vera daglegt brauð. „Því er haldið fram að þarna séu hryðjuverkamenn, en ég veit ekki afhverju því er haldið fram. Flest fólkið í Aleppo er óbreyttir borgarar sem gera engum mein.“

Fjölskylda Khatteb telur níu manns. „Ég og konan mín, móðir mín og sex börn.“ Segjast þau ætla að halda áfram að mótmæla, því eitthvað verði að gera. „Við verðum að gera eitthvað fyrir þetta saklausa fólk sem er ekki hluti af þessu vitstola stríði. Svo fann ég fyrir stuðningi vina minna hér á landi og þau hvöttu mig til þess að mótmæla.“ Segist hann hafa fundið fyrir miklum stuðning fyrir málstað friðar hér á landi. „Mannúðin er mjög mikil í íslensku þjóðarsálinni. Íslendingarnir hafa borið ástandið í Aleppo saman við það ef við horfðum upp á saklausa manneskju drepna af glæpamanni, þá ættum við að taka stöðu gegn þeim glæp. Það er það sem við erum að gera. Íslendingar vilja segja frá því að dráp á saklausu fólki er glæpur. Þess vegna krefjumst við þess að þessu vitstola stríði sé hætt. Venjulegt fólk verður að láta í sér heyra.“


Mótmælt verður klukkan 15:00 á Austurvelli í Reykjavík og kl 17:00 á Ráðhústorginu á Akureyri, en einnig verður mótmælt víðar um heim um alla helgina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
2
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár