Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Stríðinu í Sýrlandi mótmælt á Akureyri og í Reykjavík

Sýr­lensk fjöl­skylda sem nú er bú­sett á Ak­ur­eyri mót­mælti síð­asta laug­ar­dag stríð­inu í sínu gamla heimalandi. Ákveð­ið hef­ur ver­ið að end­ur­taka leik­inn næsta laug­ar­dag og stend­ur til að mót­mæla einnig í Reykja­vík.

Stríðinu í Sýrlandi mótmælt á Akureyri og í Reykjavík
Íraksstríðinu var harðlega mótmælt á Íslandi, sem og víðar

Á laugardaginn verður stríðinu í Sýrlandi mótmælt, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Sýrlensk fjölskylda sem er frá Aleppo hóf mótmælin um síðustu helgi á Akureyri, þar sem þau búa, og stendur nú til að endurtaka leikinn.

Elísabet Jökulsdóttir, rithöfundur og fyrrum forsetaframbjóðandi, átti frumkvæðið að því að mótmælt yrði í Reykjavík. Segir hún að aðgerðir fjölskyldunnar fyrir norðan hafi orðið til þess að hún hrökk í gang og fór að skipuleggja mótmæli hér fyrir sunnan. „Ég er búinn að vera að pæla í því hvað sé hægt að gera. Það verður að gera eitthvað. Ekki hægt að horfa á þessi börn drepin án þess að grípa til aðgerða.“ Segist hún upplifa fréttaflutning af ástandinu andlega niðurbrjótandi. „Þessi vanmáttartilfinning sem maður fær, að maður geti ekkert gert. Hún brýtur fólk niður, ekki bara fólkið í Aleppo, heldur líka okkur sem horfum á þetta.“

Elísabet
Elísabet lýsir vanmætti vegna ástandsins

Segir hún máttleysið hafa verið orðið slíkt að hún hafi talið að einn mótmælafundur myndi ekki breyta neinu, „og þegar maður hugsar þannig þá er það hættulegt. Þegar allt er orðið tilgangslaust. Einhver sagði að þegar fólki finnst ekki taka því að mótmæla þá er ástandið orðið mjög alvarlegt.“ Hún hefði svo gert sér grein fyrir því að mótmæli væru einfaldlega nauðsynleg. „Þá erum við bara að gera hið gagnstæða, við söfnumst saman í friði og sýnum að það sé hægt. Sýnum að við getum farið út úr húsinu, farið út úr höfðinu á okkur og farið á nýjan stað og safnast þar saman og verið þar saman, í staðin fyrir að vera ein í húsi með okkar áhyggjur og sorg og reiði.“ Loftárásir og dauðsföll síðustu vikna séu algjörlega ólíðandi ástand. „Það er skotið á hjálparlestir, spítala, þvert á vopnahlé og það er ekkert heilagt. Börn, allt niður í nýfædd börn. Þetta er vitstola, this crazy war, þetta er vitstola stríð. Það er þýðingin á þessu.“

Fjölskyldan flúði Aleppo til Akureyrar 

Fjölskyldufaðirinn sem hóf mótmælin síðasta laugardag heitir Khattab Mohammad. Hann var enskukennari áður en stríðið hófst, en fjölskyldan bjó í borginni Aleppo, þar sem átökin hafa verið hvað hörðust. Segir hann Íslendinga hafa tekið mjög vel á móti þeim síðan þau komu í janúar síðastliðnum. „Fólk er mjög kærleiksríkt og landið er frábært. Veðrið er eins og það er, ólíkt því sem við eigum að venjast, en okkur hefur verið mjög vel tekið.“

Segir Khattab Aleppo hafa verið dásamlegan stað fyrir stríðið. „Þetta var höfuðborg viðskipta í Sýrlandi. Ein blómlegasta borg landsins, full af fólki. Þarna bjuggu 5 milljónir. Hún var full af lífi. En þegar fólkið fór að mótmæla al-Assad [innsk.blm forseta Sýrlands] fór leynilögreglan á stjá. Fólk, ungt fólk og börn fóru að deyja, drepin fyrir það eitt að mótmæla ríkisstjórninni. Þá fór lífið á hvolf. Þegar við yfirgáfum borgina í lok 2012 var lífið orðið mjög erfitt.“

Khatteb
Khatteb og fjölskylda á fyrstu mótmælunum, síðasta laugardag

Hann segir loftárásir á borgina og andlát saklausra borgara nú vera daglegt brauð. „Því er haldið fram að þarna séu hryðjuverkamenn, en ég veit ekki afhverju því er haldið fram. Flest fólkið í Aleppo er óbreyttir borgarar sem gera engum mein.“

Fjölskylda Khatteb telur níu manns. „Ég og konan mín, móðir mín og sex börn.“ Segjast þau ætla að halda áfram að mótmæla, því eitthvað verði að gera. „Við verðum að gera eitthvað fyrir þetta saklausa fólk sem er ekki hluti af þessu vitstola stríði. Svo fann ég fyrir stuðningi vina minna hér á landi og þau hvöttu mig til þess að mótmæla.“ Segist hann hafa fundið fyrir miklum stuðning fyrir málstað friðar hér á landi. „Mannúðin er mjög mikil í íslensku þjóðarsálinni. Íslendingarnir hafa borið ástandið í Aleppo saman við það ef við horfðum upp á saklausa manneskju drepna af glæpamanni, þá ættum við að taka stöðu gegn þeim glæp. Það er það sem við erum að gera. Íslendingar vilja segja frá því að dráp á saklausu fólki er glæpur. Þess vegna krefjumst við þess að þessu vitstola stríði sé hætt. Venjulegt fólk verður að láta í sér heyra.“


Mótmælt verður klukkan 15:00 á Austurvelli í Reykjavík og kl 17:00 á Ráðhústorginu á Akureyri, en einnig verður mótmælt víðar um heim um alla helgina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár