Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð var stofnað í janúar. Áður hafði hópur fólks hist í um eitt og hálft ár til að undirbúa stofnun félagsins, en þeirra á meðal er Ingrid Kuhlman. Hún hefur búið á Íslandi í um tvo áratugi, en faðir hennar var á meðal þeirra fyrstu í Hollandi sem nýttu sér lög sem tóku gildi þar í landi í apríl 2002 og heimiluðu dánaraðstoð, eða líknardauða eins og það er stundum kallað.
Á stofnfundi félagsins sagði hún að þetta væri málefni sem hefði reglulega komið upp í samfélaginu, en árið 2014 hélt Öldrunarráð málþing um dánaraðstoð og í kjölfarið skapaðist mikil umræða um málefnið og sömuleiðis þegar Siðmennt stóð fyrir málþingi um sama málefni ári síðar. „Við í hópnum fundum að þetta er málefni sem þarf nánari og betri umræðu um. Maskína gerði könnun fyrir Siðmennt í nóvember 2015 á ýmsum málum og var meðal annars spurt um …
Athugasemdir