Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Stóðu af sér harða gagnrýni og ótal tilraunir til þöggunar

Jó­hann Páll og Jón Bjarki verð­laun­að­ir sem blaða­menn árs­ins um helg­ina. Mynd árs­ins átti Sig­trygg­ur Ari Jó­hanns­son en hún tengd­ist einnig um­fjöll­un Jóns Bjarka um hæl­is­leit­end­ur.

Stóðu af sér harða gagnrýni og ótal tilraunir til þöggunar

Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélagsins voru afhent um helgina. Þar hlutu þeir Jóhann Páll Jóhannsson og Jón Bjarki Magnússon blaðamannaverðlaun ársins fyrir umfjöllun um lekamálið. Aðrir verðlaunahafar voru Helgi Seljan fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins, ritstjórn mbl.is fyrir umfjöllun ársins og Ólöf Skaftadóttir sem átti viðtal ársins.

Verðlaunahafarnir
Verðlaunahafarnir

Minnir á mikilvægi gagnrýnnar blaðamennsku

Umfjöllun um lekamálið færði þeim Jóhanni Páli og Jóni Bjarka verðlaun sem blaðamenn ársins. Í rökstuðningi dómnefndar var talað um að þeir hefðu sýnt einstakt þolgæði við að upplýsa allar hliðar lekamálsins og fylgt því vel eftir, þrátt fyrir mótlæti og andstöðu ráðherra, sem endaði með afsögn hans.

Lekamálið hófst árið 2013 þegar trúnaðarupplýsingum um hælisleitanda var lekið til fjölmiðla. Það stóð allt árið 2014 og náði hámæli þegar í ljós kom að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hrökklaðist úr embætti vegna afskipta ráðherrans af lögreglurannsókninni, umboðsmaður Alþingis hóf skoðun á málinu, ráðuneytisskipan var breytt, aðstoðarmaður ráðherra var dæmdur fyrir lekann og ráðherrann sagði af sér.

Enn teygir lekamálið anga sína út í samfélagið með ýmsum hætti, en síðastliðinn föstudag birtist úrskurður Persónuverndar um að núverandi lögreglustjóri á höfðuborgarsvæðinu, þáverandi lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefði brotið í bága við lög um persónuvernd. Þá fjallaði forsíðufrétt fyrsta tölublaðs Stundarinnar um valdatafl innan lögreglunnar. Þar kom fram að þeir sem komu að rannsókn lekamálsins hefðu orðið undir. 

„Þrátt fyrir harða gagnrýni og ótal tilraunir til þöggunar stóðu blaðamennirnir í ístaðinu. Þolgæði þeirra varð til þess að ljósi var varpað á það sem raunverulega gerðist á bakvið tjöldin. Það minnir á mikilvægi gagnrýninnar blaðamennsku og að trúnaður blaðamanna sé fyrst og síðast við almenning í landinu og engan annan,“ segir í rökstuðningi dómnefndar.

Aðrir tilnefndir í sama flokki voru Magnús Halldórsson, Ægir Þór Eysteinsson og Þórður Snær Júlíusson  Kjarnanum, fyrir umfjöllun um sölu Landsbankans á hlut í Borgun, og Viktoría Hermannsdóttir, Fréttablaðinu, fyrir umfjöllun um innflytjendur og áhrifarík viðtöl.

Mynd ársins og fréttamynd ársins
Mynd ársins og fréttamynd ársins

Yfirleitt sendir aftur í gin ljónsins

Sama dag voru veitt verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2014. Verðlaun voru veitt í sjö flokkum, en mynd ársins tengdist einnig umfjöllun Jóns Bjarka um hælisleitendur. Myndina átti Sigtryggur Ari Jóhannsson, en hún var af Ghasem Mohamadi, tvítugum hælisleitanda frá Afganistan og sýndi hann veikan í rúmi sínu eftir mótmælasvelti vegna seinagangs Útlendingastofnunnar á afgreiðslu hælisumsóknar.

Myndin vann til tveggja verðlauna, var bæði mynd ársins og fréttamynd ársins. „Þessi mynd er tilkomin vegna þrotlausrar vinnu Jóns Bjarka blaðamanns og brennandi áhuga hans á málefnum hælisleitenda,“ segir Sigtryggur Ari. „Ég hafði átt langt og gott samstarf við Jón Bjarka og oftsinnis farið með honum að skoða aðstæður hælisleitenda og hitt þá við misjafnar aðstæður, tekið við þá viðtöl og myndir af þeim. Þessi mynd var tekin í miðju því ferli og það var ekkert sem benti til þess þegar ég tók þessa mynd að hún væri annað en enn eitt skrefið. Þegar ég fór að horfa á hana seinna, kominn aftur í hús, sá ég að þetta var óvenjuleg mynd. Bæði vegna þess hve veikur Ghasem var orðinn vegna mótmælasveltis og eins hversu mikla einbeitingu hann hafði samt á aðstæðum sínum.

Að því sögðu voru aðstæður á vettvangi algjörlega sambærilegar við aðstæður annara sem sækja um pólitískt hæli á Íslandi. Þeir búa yfirleitt úti á Suðurnesjum á Fithostel eða í leiguíbúðum hér og þar um bæinn þar sem þeir búa með öðrum hælisleitendum. Oft eiga þeir ekkert annað sameiginlegt en að vera fastir hér í biðinni eftir svari frá Útlendingastofnun og yfirleitt eru þeir sendir aftur í gin ljónsins, til baka þaðan sem þeir komu.“

Sigtryggur Ari og Jón Bjarki hittu Ghasem nokkrum sinnum. Einu sinni fylgdu þeir honum í ráðuneytið þar sem hann vildi fá að ræða stöðu sína, en þegar hann fór á fætur blasti við hversu slæmt ástand hans var orðið. „Hann klæddi sig í föt og fötin hans voru orðin allt of stór á hans og héngu utan á honum.“

Ghasem fékk að lokum stöðu flóttamans á Íslandi, tveimur árum eftir að Útlendingastofnun hafði áður hafnað þeirri beiðni á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.

Daglegt líf ársins
Daglegt líf ársins

Portrett ársins
Portrett ársins

Sérhagsmunir bænda varðir

Helgi seljan vann í flokknum rannsóknarblaðamennska fyrir umfjöllun um MS og uppruna vöru. Í umfjöllun sinni ljóstraði Helgi því upp hvernig MS, sem og önnur fyrirtæki, leyna almenningi því fyrir almenningi þegar þau blanda erlendri vöru saman við íslenska. Einnig benti hann á að embættismaður í ráðuneyti landbúnaðar hefur setið beggja vegna borðsins í mörgum málum sem snerta samkeppni og landbúnað. „Í umfjöllun Helga Seljan um uppruna vöru og stöðu búvörumála í landinu sýndi hann fram á hvernig sérhagsmunir bænda, MS og innlendra kjötvinnslna eru varðir á kostnað neytenda,“ segir í rökstuðningi dómnefndar. „Helgi rannsakaði málið frá mörgum hliðum og dró fram í dagsljósið að embættismaður landbúnaðarmála hefði setið beggja vegna borðs og tæki ákvarðanir sem túlka megi í hag fyrrum vinnuveitenda og þessara sérhagsmuna.“

Aðrir tilnefndir í sama flokki voru Garðar Örn Úlfarsson Fréttablaðinu og Þorbjörn Þórðarsson Stöð 2, fyrir umfjöllun um flugslysið við Akureyri. Þá var Hrund Þórsdóttir, Stöð 2 tilnefnd fyrir umfjöllun um lyfjamistök, en hún kafaði ofan í andlát eldri manns sem lést rúmri viku eftir að honum var gefinn rangur lyfjaskammtur á heilbrigðisstofnun.  

Tímaritamynd ársins
Tímaritamynd ársins

Notuðu dróna úr lofti

Í flokknum umfjöllun ársins vann ristjórn mbl.is til verðlauna fyrir umfjöllun um stórbrunann í Skeifunni. „Þegar stórbruni varð í Skeifunni síðasta sumar sýndi ritstjórn mbl.is vel hvernig nýta má alla helstu kosti netsins og tækninnar til að færa lesendum skýra mynd af því sem var að gerast með hnitmiðuðum texta, myndum og myndskeiðum frá dróna úr lofti,“ sagði í rökstuðningi dómnefndar. „Niðurstaðan var heildstæð og ítarleg umfjöllun sem minnti rækilega á hvað netið er öflugur fréttamiðill.“

Aðrir tilnefndir voru Sigurður Mikael Jónsson fyrir umfjöllun um neytendamál í DV og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, Stundinni, fyrir umfjöllun um Alzheimer og heilabilun sem birtist í DV.

Íþróttamynd ársins
Íþróttamynd ársins

Barátta tvíburabræðra við geðræna sjúkdóma

Viðtal ársins átti Ólöf Skaptadóttir við tvíburabræðurna Kára og Halldór Auðar- og Svanssyni. Í viðtalinu lýsa bræðurnir reynslu sinni af geðsjúkdómum af mikilli hreinskilni, annars vegar tólf ára baráttu Kára við að lifa við geðklofa og hins vegar geðrofi Halldórs í kjölfar kannabisneyslu. „Með þessu viðtali nær Ólöf að draga fram mikilvægar raddir þeirra bræðra til að draga úr fordómum gegn geðsjúkdómum sem best næst fram með því að tala við þá sem sjálfir hafa lifað með sjúkdómnum. Fordómaleysi Ólafar og virðing gagnvart viðfangsefninu skín í gegn um textann og  lýsir það sér ekki síst í léttleikanum sem einkennir viðtalið, en nær jafnframt að lýsa erfiðleikum við að hætta á geðlyfjum, að takast á við breyttar aðstæður sem fylgja sjúkdómnum og breyttri lífssýn þeirra bræðra. Ekki er hvað síst óvenjulegt að lesa jafn hreinskilið viðtal við stjórnmálamann um persónuleg málefni og þetta viðtal er,“ segir í rökstuðningi dómnefndar.

Aðrir tilnefndir voru Indíana Hreinsdóttir, DV, fyrir viðtal við Stefán Hilmarsson og Júlía Margrét Alexandersdóttir, Morgunblaðinu, fyrir viðtal við Þorstein J. Vilhjálmsson.

Umhverfismynd ársins
Umhverfismynd ársins

Vestfjarðardulúð

Aðrar verðlaunamyndir áttu Ómar Óskarsson fyrir mynd í flokki daglegs lífs, Vilhelm Gunnarsson fyrir íþróttamynd ársins, Rut Sigurðardóttir átti portrait mynd ársins, Gígja D. Einarsdóttir átti tímaritamynd ársins og Heiða Helgadóttir átti verðlaunamynd í flokki umhverfismynda ásamt því að hafa einnig myndað myndröð ársins 2014.

Myndaröðin var tekin baksviðs á Reykjavík Fashion Festival. Þar fylgdist Heiða með hamaganginum frá klukkan níu að morgni og fram á kvöld og reyndi að teygja sig undir yfirborðið, horfa fram hjá tískunni og ná kjarnanum, fólkinu. „Ég vildi hafa þetta einlægt og mistískt. Kannski langaði mig bara að sjá rómantíkina í þessu,“ segir Heiða.

Heiða átti jafnframt umhverfismynd ársins sem var af fjalli á sunnanverðum Vestfjörðum. „Myndin varð til í júní í fyrra þegar ég var á leið að Látrabjargi. Á leiðinni þangað varð mér starsýnt á fjallið þegar ég sá hvernig falleg þokan læddist að og lak niður fjallið. Mér fannst þetta mjög rómantískt og mistískt. Vestfjarðadulúðin eins og hún gerist best.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Leyndin um innanhússdeilurnar í Sjálfstæðisflokknum í Árborg
1
SkýringSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Leynd­in um inn­an­húss­deil­urn­ar í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í Ár­borg

Drama­tísk at­burða­rás átti sér stað í Ár­borg í lok maí þeg­ar frá­far­andi bæj­ar­stjóri, Fjóla Krist­ins­dótt­ir, sagði sig úr flokkn­um þeg­ar hún átti að gefa eft­ir bæj­ar­stjóra­starf­ið til Braga Bjarna­son­ar. Deil­urn­ar á milli Fjólu og Braga ná meira en tvö ár aft­ur í tím­ann til próf­kjörs­bar­áttu í flokkn­um fyr­ir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.
Áslaug Arna segir sérkennilegt að ekki hafi verið fylgst með starfsemi Running Tide
2
FréttirRunning Tide

Áslaug Arna seg­ir sér­kenni­legt að ekki hafi ver­ið fylgst með starf­semi Runn­ing Tide

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra var fyrsti ráð­herr­ann sem veitti er­ind­rek­um Runn­ing Tide áheyrn eft­ir að fyr­ir­tæk­ið hóf að kanna mögu­leika þess að gera rann­sókn­ir hér á landi. Eft­ir kynn­ingu á áform­um fyr­ir­tæk­is­ins miðl­aði hún er­indi fyr­ir­tæk­is­ins til sam­ráð­herra sinna. Áslaug seg­ist hafa fylgst lít­ið með fram­vindu rann­sókna Runn­ing Tide eft­ir að hafa skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­inu til stuðn­ings ásamt fjór­um öðr­um ráð­herr­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
2
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.
Leyndin um innanhússdeilurnar í Sjálfstæðisflokknum í Árborg
4
SkýringSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Leynd­in um inn­an­húss­deil­urn­ar í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í Ár­borg

Drama­tísk at­burða­rás átti sér stað í Ár­borg í lok maí þeg­ar frá­far­andi bæj­ar­stjóri, Fjóla Krist­ins­dótt­ir, sagði sig úr flokkn­um þeg­ar hún átti að gefa eft­ir bæj­ar­stjóra­starf­ið til Braga Bjarna­son­ar. Deil­urn­ar á milli Fjólu og Braga ná meira en tvö ár aft­ur í tím­ann til próf­kjörs­bar­áttu í flokkn­um fyr­ir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.
Ráðherrar vængstýfðu Umhverfisstofnun
7
FréttirRunning Tide

Ráð­herr­ar væng­stýfðu Um­hverf­is­stofn­un

Ít­ar­leg rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar á starf­semi Runn­ing Tide sýndi að í að­drag­anda leyf­is­veit­ing­ar hafi ráð­herr­ar tek­ið stöðu með fyr­ir­tæk­inu gegn und­ir­stofn­un­um sín­um sem skil­greindu áform Runn­ing Tide sem kast í haf­ið. Um­hverf­is­stofn­un hafði ekk­ert eft­ir­lit með þeim 15 leiðöngr­um sem fyr­ir­tæk­ið stóð að, þar sem um 19 þús­und tonn­um af við­ark­urli var skol­að í sjó­inn.
Áslaug Arna segir sérkennilegt að ekki hafi verið fylgst með starfsemi Running Tide
9
FréttirRunning Tide

Áslaug Arna seg­ir sér­kenni­legt að ekki hafi ver­ið fylgst með starf­semi Runn­ing Tide

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra var fyrsti ráð­herr­ann sem veitti er­ind­rek­um Runn­ing Tide áheyrn eft­ir að fyr­ir­tæk­ið hóf að kanna mögu­leika þess að gera rann­sókn­ir hér á landi. Eft­ir kynn­ingu á áform­um fyr­ir­tæk­is­ins miðl­aði hún er­indi fyr­ir­tæk­is­ins til sam­ráð­herra sinna. Áslaug seg­ist hafa fylgst lít­ið með fram­vindu rann­sókna Runn­ing Tide eft­ir að hafa skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­inu til stuðn­ings ásamt fjór­um öðr­um ráð­herr­um.
Óvæntur fornleifafundur á hafsbotni: Fyrsta úthafsskipið fundið?
10
Flækjusagan

Óvænt­ur forn­leifa­fund­ur á hafs­botni: Fyrsta út­hafs­skip­ið fund­ið?

Fyr­ir ári síð­an var rann­sókn­ar­skip á ferð­inni all­langt úti í haf­inu vest­ur af strönd­um Ísra­els. Það var að leita að um­merkj­um um gas­lind­ir á hafs­botni. Ekki fer sög­um af því hvort þær fund­ust en hins veg­ar sáu vís­inda­menn í tækj­um sín­um und­ar­lega þúst á botn­in­um á meira en tveggja kíló­metra dýpi. Fjar­stýrð­ar mynda­vél­ar voru send­ar nið­ur í djúp­ið og já,...

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
9
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár