Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Stjórnvöld fæla flóttamenn frá Noregi

Hryll­ings­sög­ur eru sagð­ar á síðu sem norsk stjórn­völd halda úti á Face­book. Þar segja stjórn­völd, á nokkr­um tungu­mál­um, frá köld­um mót­tök­um í land­inu, hertri lög­gjöf þeirra, og því að hæl­is­leit­end­ur séu í auknu mæli farn­ir að snúa til baka, frá Nor­egi, vegna þess hve von­laust sé að fá hæli þar.

Stjórnvöld fæla flóttamenn frá Noregi
Flóttafólk. Hælisleitendur eiga, samkvæmt stjórnvöldu, ekki einusinni að reyna að koma til landsins.

Aftur heim.
Aftur heim. Síðar er farið að segja frá því að óhamingusamir flóttamenn snúi aftur heim vegna þess hvernig móttökur þeir fá.

Norsk stjórnvöld halda úti síðu á Facebook þar sem þeir reyna að fæla flóttamenn frá því að koma til landsins. Síðan, sem ber heitið Strangari reglugerðir varðandi flóttamenn í Noregi var stofnuð 6. nóvember í fyrra. Fyrsta tilkynningin sem sett var inn á síðuna, daginn sem hún var opnuð, listar upp reglugerðir sem stjórnvöld hafa sett á til þess að hefta flæði flóttamanna til Noregs.  Þar kemur fram að bætur til flóttafólks verði minnkaðar um 20%, að tíminn sem fólk þarf að hafa verið í Noregi til þess að fá varanlegt dvalarleyfi verði lengdur úr þremur árum í fimm, í staðinn verði gefin út tímabundin dvalarleyfi og allar tilraunir reyndar til að senda fólk úr landi, og að lög sem auðvelda sameiningu fjölskyldna flóttafólks verði þrengd.

Norska ljónið.
Norska ljónið. Forsíðumyndin er ljónið sem prýðir skjaldamerki landsins, með öxina reidda til höggs.
 

 Fyrstu innleggin á síðunni eru á ensku, en nokkrum dögum síðar fóru að birtast innlegg á öðrum tungumálum, bæði rússnesku, norsku og arabísku. Langflest innlegg núna eru á arabísku, og er það alltaf vísað í síður norskra stjórnvalda, þar sem sagt er frá hertum reglum, slæmum aðbúnaði flóttafólks í Noregi, og frásagnir af flóttamönnum sem hafa verið fluttir úr landi. 

Arabíska.
Arabíska. Upplýsingar á síðunni er að finna á ýmsum tungumálum, en er arabíska þó algengust.

Matargjafir útiloka frekari aðstoð

Á síðunni er vísað í upplýsingar stjórnvalda um að flóttafólk sem komi frá Rússlandi verði sent aftur þangað, einnig verði allir þeir sem ekki hafi undir höndum vegabréf og nákvæm skjöl til að skýra ferðir sínar sendir til baka. Sérstaklega er tekið fram að flóttafólk fái ekki peninga frá stjórnvöldum, en í staðin kort sem einungis er hægt að nota til þess að versla mat, og ekkert annað. Flóttafólk sem þiggur matargjafir frá flóttamannabúðum útiloki með því frekari aðstoð frá stjórnvöldum. 

Mikilvægar upplýsingar.
Mikilvægar upplýsingar. Síða stjórnvalda fer ekki í neinar grafgötur með sinn áróður.
 

40 breytingar á norskri löggjöf, sem allar miða að því að “þrengja flóttamannalöggjöfina og gera það óaðlaðandi að sækja um hæli í Noregi”

Úr landi.
Úr landi. Reglulega koma inn á síðuna sögur af þeim flóttamönnum sem stjórnvöldum hefur tekist að fá flutta úr landinu.
 

Í byrjun janúar á þessu ári var svo tilkynnt um 150 blaðsíðna skjal, sem inniheldur 40 breytingar á norskri löggjöf, sem allar miða að því að “þrengja flóttamannalöggjöfina og gera það óaðlaðandi að sækja um hæli í Noregi”. Einnig er tekið fram, á nokkrum mismunandi tungumálum, að vegna hertrar löggjafar séu flóttamenn í auknum mæli að snúa frá landinu. 

Þremur dögum eftir að síðan var opnuð kom inn á hana tilkynning um að öllum kommentum við færslur á henni verði eytt, vegna óviðeigandi ummæla sem þar hafi komið fram.

Ummælum eytt.
Ummælum eytt. Stuttu eftir opnun síðunnar kom þessi færsla um að öllum ummælum verði eytt vegna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár