Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Stjórnendum Útvarps Sögu boðið til Jórdaníu

Arn­þrúði Karls­dótt­ur og Pétri Gunn­laugs­syni hef­ur ver­ið boð­ið í ferð til Jórdan­íu, í von um að þau kynn­ist ar­ab­ískri menn­ingu sem leiði til upp­lýst­ari um­ræðu á Út­varpi Sögu

Stjórnendum Útvarps Sögu boðið til Jórdaníu
Arnþrúður og Pétur gætu meðal annars dáðst af hinum mögnuðu fornminjum við Petru, féllust þau á boðið til Jórdaníu

Ferðaskrifstofan Kilroy hefur boðið stjórnendum Útvarps Sögu, þeim Arnþrúði Karlsdóttur og Pétri Gunnlaugssyni veglega ferð til Jórdaníu, flug, gistingu og þjónustu leiðsögumanna.

Í bréfi sem sent var á stjórnendur útvarpsstöðvarinnar segja forsvarsmenn ferðaskrifstofunnar að þeim hefði sárnað hvernig umræðan á stöðinni hefði verið og vonuðust til þess að ferðin til Jórdaníu gæti haft jákvæð áhrif og leitt til opnari upplýstari umræðu á Útvarpi Sögu. 

„Þetta er gert í fullri alvöru, þessi áskorun.“

Sigurjón Steinsson, rekstrarstjóri Kilroy segir í samtali við Stundina að hvatinn að þessu tilboði hefði verið neikvæð umfjöllun sem hefur átt sér stað á útvarpsstöðinni og fleiri stöðum í samfélaginu. „Okkur langaði að skora á þau að kynna sér þetta aðeins betur, taka síðan kannski örlítið upplýstari ákvörðun um heilan þjóðfélagshóp.“

 Sagði hann fólk á vegum ferðaskrifstofunnar hafa farið til Jórdaníu og líkað mjög vel. „Fólk sem hefur farið þangað talar rosalega fallega um þennan stað, en íbúarnir þarna eru 97% múslimar. Þau lýsa því öll hvernig ferðin hefur víkkað þeirra sjóndeildarhring.“

Sigurjón segist vera mjög spenntur fyrir því að ferðin verði farin, og að þeim sé full alvara með boðinu. „Þetta er gert í fullri alvöru, þessi áskorun. Við erum búin að senda þeim tilboðið á þeirra tölvupóst og bíðum bara spennt eftir svari.“ 

Arnþrúður Karlsdóttir skellti á blaðamann þegar leitað var viðbragða hjá henni við tilboði Kilroy. Ekki náðist í Pétur Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár