Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Stjórnendum Útvarps Sögu boðið til Jórdaníu

Arn­þrúði Karls­dótt­ur og Pétri Gunn­laugs­syni hef­ur ver­ið boð­ið í ferð til Jórdan­íu, í von um að þau kynn­ist ar­ab­ískri menn­ingu sem leiði til upp­lýst­ari um­ræðu á Út­varpi Sögu

Stjórnendum Útvarps Sögu boðið til Jórdaníu
Arnþrúður og Pétur gætu meðal annars dáðst af hinum mögnuðu fornminjum við Petru, féllust þau á boðið til Jórdaníu

Ferðaskrifstofan Kilroy hefur boðið stjórnendum Útvarps Sögu, þeim Arnþrúði Karlsdóttur og Pétri Gunnlaugssyni veglega ferð til Jórdaníu, flug, gistingu og þjónustu leiðsögumanna.

Í bréfi sem sent var á stjórnendur útvarpsstöðvarinnar segja forsvarsmenn ferðaskrifstofunnar að þeim hefði sárnað hvernig umræðan á stöðinni hefði verið og vonuðust til þess að ferðin til Jórdaníu gæti haft jákvæð áhrif og leitt til opnari upplýstari umræðu á Útvarpi Sögu. 

„Þetta er gert í fullri alvöru, þessi áskorun.“

Sigurjón Steinsson, rekstrarstjóri Kilroy segir í samtali við Stundina að hvatinn að þessu tilboði hefði verið neikvæð umfjöllun sem hefur átt sér stað á útvarpsstöðinni og fleiri stöðum í samfélaginu. „Okkur langaði að skora á þau að kynna sér þetta aðeins betur, taka síðan kannski örlítið upplýstari ákvörðun um heilan þjóðfélagshóp.“

 Sagði hann fólk á vegum ferðaskrifstofunnar hafa farið til Jórdaníu og líkað mjög vel. „Fólk sem hefur farið þangað talar rosalega fallega um þennan stað, en íbúarnir þarna eru 97% múslimar. Þau lýsa því öll hvernig ferðin hefur víkkað þeirra sjóndeildarhring.“

Sigurjón segist vera mjög spenntur fyrir því að ferðin verði farin, og að þeim sé full alvara með boðinu. „Þetta er gert í fullri alvöru, þessi áskorun. Við erum búin að senda þeim tilboðið á þeirra tölvupóst og bíðum bara spennt eftir svari.“ 

Arnþrúður Karlsdóttir skellti á blaðamann þegar leitað var viðbragða hjá henni við tilboði Kilroy. Ekki náðist í Pétur Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár