Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Stjórnendum Útvarps Sögu boðið til Jórdaníu

Arn­þrúði Karls­dótt­ur og Pétri Gunn­laugs­syni hef­ur ver­ið boð­ið í ferð til Jórdan­íu, í von um að þau kynn­ist ar­ab­ískri menn­ingu sem leiði til upp­lýst­ari um­ræðu á Út­varpi Sögu

Stjórnendum Útvarps Sögu boðið til Jórdaníu
Arnþrúður og Pétur gætu meðal annars dáðst af hinum mögnuðu fornminjum við Petru, féllust þau á boðið til Jórdaníu

Ferðaskrifstofan Kilroy hefur boðið stjórnendum Útvarps Sögu, þeim Arnþrúði Karlsdóttur og Pétri Gunnlaugssyni veglega ferð til Jórdaníu, flug, gistingu og þjónustu leiðsögumanna.

Í bréfi sem sent var á stjórnendur útvarpsstöðvarinnar segja forsvarsmenn ferðaskrifstofunnar að þeim hefði sárnað hvernig umræðan á stöðinni hefði verið og vonuðust til þess að ferðin til Jórdaníu gæti haft jákvæð áhrif og leitt til opnari upplýstari umræðu á Útvarpi Sögu. 

„Þetta er gert í fullri alvöru, þessi áskorun.“

Sigurjón Steinsson, rekstrarstjóri Kilroy segir í samtali við Stundina að hvatinn að þessu tilboði hefði verið neikvæð umfjöllun sem hefur átt sér stað á útvarpsstöðinni og fleiri stöðum í samfélaginu. „Okkur langaði að skora á þau að kynna sér þetta aðeins betur, taka síðan kannski örlítið upplýstari ákvörðun um heilan þjóðfélagshóp.“

 Sagði hann fólk á vegum ferðaskrifstofunnar hafa farið til Jórdaníu og líkað mjög vel. „Fólk sem hefur farið þangað talar rosalega fallega um þennan stað, en íbúarnir þarna eru 97% múslimar. Þau lýsa því öll hvernig ferðin hefur víkkað þeirra sjóndeildarhring.“

Sigurjón segist vera mjög spenntur fyrir því að ferðin verði farin, og að þeim sé full alvara með boðinu. „Þetta er gert í fullri alvöru, þessi áskorun. Við erum búin að senda þeim tilboðið á þeirra tölvupóst og bíðum bara spennt eftir svari.“ 

Arnþrúður Karlsdóttir skellti á blaðamann þegar leitað var viðbragða hjá henni við tilboði Kilroy. Ekki náðist í Pétur Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár