Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Stjórnendum Útvarps Sögu boðið til Jórdaníu

Arn­þrúði Karls­dótt­ur og Pétri Gunn­laugs­syni hef­ur ver­ið boð­ið í ferð til Jórdan­íu, í von um að þau kynn­ist ar­ab­ískri menn­ingu sem leiði til upp­lýst­ari um­ræðu á Út­varpi Sögu

Stjórnendum Útvarps Sögu boðið til Jórdaníu
Arnþrúður og Pétur gætu meðal annars dáðst af hinum mögnuðu fornminjum við Petru, féllust þau á boðið til Jórdaníu

Ferðaskrifstofan Kilroy hefur boðið stjórnendum Útvarps Sögu, þeim Arnþrúði Karlsdóttur og Pétri Gunnlaugssyni veglega ferð til Jórdaníu, flug, gistingu og þjónustu leiðsögumanna.

Í bréfi sem sent var á stjórnendur útvarpsstöðvarinnar segja forsvarsmenn ferðaskrifstofunnar að þeim hefði sárnað hvernig umræðan á stöðinni hefði verið og vonuðust til þess að ferðin til Jórdaníu gæti haft jákvæð áhrif og leitt til opnari upplýstari umræðu á Útvarpi Sögu. 

„Þetta er gert í fullri alvöru, þessi áskorun.“

Sigurjón Steinsson, rekstrarstjóri Kilroy segir í samtali við Stundina að hvatinn að þessu tilboði hefði verið neikvæð umfjöllun sem hefur átt sér stað á útvarpsstöðinni og fleiri stöðum í samfélaginu. „Okkur langaði að skora á þau að kynna sér þetta aðeins betur, taka síðan kannski örlítið upplýstari ákvörðun um heilan þjóðfélagshóp.“

 Sagði hann fólk á vegum ferðaskrifstofunnar hafa farið til Jórdaníu og líkað mjög vel. „Fólk sem hefur farið þangað talar rosalega fallega um þennan stað, en íbúarnir þarna eru 97% múslimar. Þau lýsa því öll hvernig ferðin hefur víkkað þeirra sjóndeildarhring.“

Sigurjón segist vera mjög spenntur fyrir því að ferðin verði farin, og að þeim sé full alvara með boðinu. „Þetta er gert í fullri alvöru, þessi áskorun. Við erum búin að senda þeim tilboðið á þeirra tölvupóst og bíðum bara spennt eftir svari.“ 

Arnþrúður Karlsdóttir skellti á blaðamann þegar leitað var viðbragða hjá henni við tilboði Kilroy. Ekki náðist í Pétur Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
1
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár