Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Stjórnendum Útvarps Sögu boðið til Jórdaníu

Arn­þrúði Karls­dótt­ur og Pétri Gunn­laugs­syni hef­ur ver­ið boð­ið í ferð til Jórdan­íu, í von um að þau kynn­ist ar­ab­ískri menn­ingu sem leiði til upp­lýst­ari um­ræðu á Út­varpi Sögu

Stjórnendum Útvarps Sögu boðið til Jórdaníu
Arnþrúður og Pétur gætu meðal annars dáðst af hinum mögnuðu fornminjum við Petru, féllust þau á boðið til Jórdaníu

Ferðaskrifstofan Kilroy hefur boðið stjórnendum Útvarps Sögu, þeim Arnþrúði Karlsdóttur og Pétri Gunnlaugssyni veglega ferð til Jórdaníu, flug, gistingu og þjónustu leiðsögumanna.

Í bréfi sem sent var á stjórnendur útvarpsstöðvarinnar segja forsvarsmenn ferðaskrifstofunnar að þeim hefði sárnað hvernig umræðan á stöðinni hefði verið og vonuðust til þess að ferðin til Jórdaníu gæti haft jákvæð áhrif og leitt til opnari upplýstari umræðu á Útvarpi Sögu. 

„Þetta er gert í fullri alvöru, þessi áskorun.“

Sigurjón Steinsson, rekstrarstjóri Kilroy segir í samtali við Stundina að hvatinn að þessu tilboði hefði verið neikvæð umfjöllun sem hefur átt sér stað á útvarpsstöðinni og fleiri stöðum í samfélaginu. „Okkur langaði að skora á þau að kynna sér þetta aðeins betur, taka síðan kannski örlítið upplýstari ákvörðun um heilan þjóðfélagshóp.“

 Sagði hann fólk á vegum ferðaskrifstofunnar hafa farið til Jórdaníu og líkað mjög vel. „Fólk sem hefur farið þangað talar rosalega fallega um þennan stað, en íbúarnir þarna eru 97% múslimar. Þau lýsa því öll hvernig ferðin hefur víkkað þeirra sjóndeildarhring.“

Sigurjón segist vera mjög spenntur fyrir því að ferðin verði farin, og að þeim sé full alvara með boðinu. „Þetta er gert í fullri alvöru, þessi áskorun. Við erum búin að senda þeim tilboðið á þeirra tölvupóst og bíðum bara spennt eftir svari.“ 

Arnþrúður Karlsdóttir skellti á blaðamann þegar leitað var viðbragða hjá henni við tilboði Kilroy. Ekki náðist í Pétur Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár