Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Stjórnarandstaðan klofnaði um Hvammsvirkjun

„Frekju­stjórn­mál Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri grænna sigr­uðu í þetta sinn,“ sagði Vig­dís Hauks­dótt­ir. Stjórn­ar­lið­ar vildu færa fleiri virkj­ana­kosti í nýt­ing­ar­flokk en höfðu ekki er­indi sem erf­iði.

Stjórnarandstaðan klofnaði um Hvammsvirkjun

Breyt­ing­ar­til­laga um­hverf­is­ráðherra við ramm­a­áætl­un var samþykkt með 41 at­kvæði gegn átta á Alþingi í vikunni. Þannig færist Hvammsvirkjun úr biðflokki í nýtingarflokk, en þetta er í samræmi við tillögu verkefnastjórnar rammaáætlunar.

Allir þingmenn Vinstri grænna og einn þingmaður Bjartrar framtíðar, Róbert Marshall, lögðust gegn tillögunni. Hins vegar greiddu átta stjórnarandstæðingar atkvæði með henni. Þetta eru þingmenn Samfylkingarinnar, þau Árni Páll Árnason, Oddný G. Harðardóttir, Helgi Hjörvar, Valgerður Bjarnadóttir og Össur Skarphéðinsson; úr Bjartri framtíð þau Brynhildur Pétursdóttir og Eldar Ástþórsson og loks Jón Þór Ólafsson úr Pírötum. Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson Píratar sátu hjá, auk Óttars Proppé úr Bjartri framtíð.  

„Við höfum fallist á þau rök sem færð hafa verið fram um flutning Hvammsvirkjunar í nýtingarflokk. Það er mikill sigur fyrir þá umgjörð sem við höfum byggt með lögum hér í landinu um vernd og nýtingu náttúruverðmæta sem felst í því að stjórnarmeirihlutinn skuli hafa dregið til baka breytingartillögur sem hann reyndi að hnoða hér í gegn þvert á lögbundna ferla trekk í trekk síðastliðinn vetur,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar, þegar greidd voru atkvæði um málið. 

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagðist hins vegar leggjast gegn flutningi Hvammsvirkjunar í nýtingarflokk, enda teldi hún að náttúran ætti að njóta vafans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Virkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra tilraun“ til sátta
GreiningVirkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra til­raun“ til sátta

Ráð­herra orku- og um­hverf­is­mála ætl­aði ekki að ganga gegn til­lög­um verk­efn­is­stjórn­ar ramm­a­áætl­un­ar í þings­álykt­un­ar­til­lögu sinni að flokk­un átta virkj­un­ar­kosta. Til­lag­an var ekki af­greidd úr rík­is­stjórn þar sem ráð­herr­ar Vinstri grænna töldu að af­marka þyrfti virkj­ana­kosti sem lagt var til að vernda. Í stað þess að leiða ráð­herra flokk­anna til sam­ráðs um mál­ið sleit for­sæt­is­ráð­herra rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu.
Leggja Zephyr skýrar línur varðandi áform um risavaxið vindorkuver
FréttirVirkjanir

Leggja Zep­hyr skýr­ar lín­ur varð­andi áform um risa­vax­ið vindorku­ver

Vindorku­ver sem áform­að er á Fljóts­dals­heiði yrði líkt og aðr­ar slík­ar virkj­an­ir án for­dæma á Ís­landi en sker sig að auki úr að því leyti að upp­sett afl þess yrði tvö­falt meira en í öðr­um fyr­ir­hug­uð­um vindorku­ver­um. „Hér er því um að ræða mjög um­fangs­mikla fram­kvæmd sem krefst mik­ils fjölda vind­mylla og get­ur haft mik­il um­hverf­isáhrif í för með sér,“ seg­ir í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar á verk­efn­inu.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.
Hvetja Sönnu áfram og segja tómarúm á vinstri væng stjórnmálanna
6
Fréttir

Hvetja Sönnu áfram og segja tóma­rúm á vinstri væng stjórn­mál­anna

„Stönd­um með Sönnu!“ er yf­ir­skrift und­ir­skrift­arlista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ingi við Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ir. Bent er á að flokk­ur henn­ar, Sósí­al­ista­flokk­ur Ís­lands, hef­ur ekki brugð­ist við van­trausts­yf­ir­lýs­ingu á hend­ur Sönnu sem eitt svæð­is­fé­laga hans birti á dög­un­um og að þögn­in sé óá­sætt­an­leg.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár