Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Stjórnarandstaðan klofnaði um Hvammsvirkjun

„Frekju­stjórn­mál Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri grænna sigr­uðu í þetta sinn,“ sagði Vig­dís Hauks­dótt­ir. Stjórn­ar­lið­ar vildu færa fleiri virkj­ana­kosti í nýt­ing­ar­flokk en höfðu ekki er­indi sem erf­iði.

Stjórnarandstaðan klofnaði um Hvammsvirkjun

Breyt­ing­ar­til­laga um­hverf­is­ráðherra við ramm­a­áætl­un var samþykkt með 41 at­kvæði gegn átta á Alþingi í vikunni. Þannig færist Hvammsvirkjun úr biðflokki í nýtingarflokk, en þetta er í samræmi við tillögu verkefnastjórnar rammaáætlunar.

Allir þingmenn Vinstri grænna og einn þingmaður Bjartrar framtíðar, Róbert Marshall, lögðust gegn tillögunni. Hins vegar greiddu átta stjórnarandstæðingar atkvæði með henni. Þetta eru þingmenn Samfylkingarinnar, þau Árni Páll Árnason, Oddný G. Harðardóttir, Helgi Hjörvar, Valgerður Bjarnadóttir og Össur Skarphéðinsson; úr Bjartri framtíð þau Brynhildur Pétursdóttir og Eldar Ástþórsson og loks Jón Þór Ólafsson úr Pírötum. Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson Píratar sátu hjá, auk Óttars Proppé úr Bjartri framtíð.  

„Við höfum fallist á þau rök sem færð hafa verið fram um flutning Hvammsvirkjunar í nýtingarflokk. Það er mikill sigur fyrir þá umgjörð sem við höfum byggt með lögum hér í landinu um vernd og nýtingu náttúruverðmæta sem felst í því að stjórnarmeirihlutinn skuli hafa dregið til baka breytingartillögur sem hann reyndi að hnoða hér í gegn þvert á lögbundna ferla trekk í trekk síðastliðinn vetur,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar, þegar greidd voru atkvæði um málið. 

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagðist hins vegar leggjast gegn flutningi Hvammsvirkjunar í nýtingarflokk, enda teldi hún að náttúran ætti að njóta vafans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Virkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra tilraun“ til sátta
GreiningVirkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra til­raun“ til sátta

Ráð­herra orku- og um­hverf­is­mála ætl­aði ekki að ganga gegn til­lög­um verk­efn­is­stjórn­ar ramm­a­áætl­un­ar í þings­álykt­un­ar­til­lögu sinni að flokk­un átta virkj­un­ar­kosta. Til­lag­an var ekki af­greidd úr rík­is­stjórn þar sem ráð­herr­ar Vinstri grænna töldu að af­marka þyrfti virkj­ana­kosti sem lagt var til að vernda. Í stað þess að leiða ráð­herra flokk­anna til sam­ráðs um mál­ið sleit for­sæt­is­ráð­herra rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu.
Leggja Zephyr skýrar línur varðandi áform um risavaxið vindorkuver
FréttirVirkjanir

Leggja Zep­hyr skýr­ar lín­ur varð­andi áform um risa­vax­ið vindorku­ver

Vindorku­ver sem áform­að er á Fljóts­dals­heiði yrði líkt og aðr­ar slík­ar virkj­an­ir án for­dæma á Ís­landi en sker sig að auki úr að því leyti að upp­sett afl þess yrði tvö­falt meira en í öðr­um fyr­ir­hug­uð­um vindorku­ver­um. „Hér er því um að ræða mjög um­fangs­mikla fram­kvæmd sem krefst mik­ils fjölda vind­mylla og get­ur haft mik­il um­hverf­isáhrif í för með sér,“ seg­ir í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar á verk­efn­inu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár