Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sterkasti maður heims vill 10 milljónir

Magnús Ver Magnús­son aflrauna­mað­ur reis­ir kröfu fyr­ir hér­aðs­dómi vegna hler­ana. Lög­regl­an hler­aði hann og var með bún­að í bif­reið hans í þrjú ár.

Sterkasti maður heims vill 10 milljónir
Hleraður Magnús Ver Magnússon hefur stefnt íslenska ríkinu vegna tæplega þriggja ára eftirlits lögreglu. Mynd: Maks D

Magnús Ver Magnússon aflraunamaður krefst þess að fá 10 milljónir króna í bætur vegna símhlerana lögreglu sem stóðu í 34 mánuði. Magnús, sem var sterkasti maður heims, telur aðgerðir og eftirlit lögreglu hafa verið mannréttindabrot, ólöglegt og meiðandi. Krafan er tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 

Málið er rakið til þess að Magnús Ver fékk símtal frá lögreglunni í ágúst síðast liðnum. Þar var honum tilkynnt að lögreglan hefði hlerað síma hans og komið fyrir hlerunarbúnaði og eftirfararbúnaði í bifreið hans. Þannig gat lögreglan fylgst með öllum hans ferðum. Magnús krafði lögreglumanninn um frekari upplýsingar en var þá ráðlagt að fá sér lögmann. 

Eftirlit lögreglunnar stóð í tæp þrjú ár, eða frá því í janúar 2012 til október 2014. Þetta var vegna grunsemda um að Magnús Ver hefði átt aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár