Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Stelpa með stóra drauma

Halla Þór­laug Ósk­ars­dótt­ir hef­ur lært stærð­fræði, mynd­list og rit­list en var nú að taka við út­varps­þætt­in­um Víðsjá.

Stelpa með stóra drauma

Halla Þórlaug Óskarsdóttir, myndlistarkona og rithöfundur, hefur verið ráðin umsjónarmaður menningarþáttarins Víðsjár á Rás 1, ásamt Helga Snæ Sigurðssyni, og byrjar með daglegan þátt í ágúst. Það var því ekki úr vegi að komast að því hvaða kona það er sem leynist á bakvið röddina sem útvarpshlustendur munu kynnast í ágúst. Fyrsta spurningin er einföld: Hver er Halla Þórlaug Óskarsdóttir?

„Stelpa með stóra og gjarnan margþætta drauma. Ég kem úr fjölskyldu sem er góð blanda af verkfræðingum og listamönnum og ég held að ég sé einhvers konar mixtúra af þessu tvennu líka, allavega í anda. Hef lært þónokkuð af stærðfræði, myndlist og svo ritlist. Ég elska börn og dýr. Ég þoli ekki óréttlæti og feðraveldið.“

Þú lærðir myndlist í LHÍ og ritlist í HÍ, hvað kom til að þú ákvaðst að fara í útvarpið?

„Það er kannski það sem er mest lýsandi fyrir mig af öllu saman. Ég á mér drauma og set mér markmið en ég leyfi samt lífinu svolítið að  „gerast“ bara. Ég sæki um allan fjandann, ef ég finn að hjartað slær þar, og ef það gengur upp þá held ég áfram í þá átt. Ég hef verið að pota í Ríkisútvarpið undanfarið, sýnt stofnuninni áhuga og starfinu þar. Það spilar auðvitað inn í að MA-verkefni mitt var útvarpsleikrit sem flutt var á RÚV í janúar á þessu ári. Samfara leikritinu rannsakaði ég miðilinn og heillaðist af honum. Í raun er þetta alls ekkert furðulegt framhald af myndlist og ritlist. Þarna ertu að búa til myndir – hljóðheim – fyrir hlustandann. Þetta er svo áhugaverð tækni, að komast inn á svona persónulegt svæði sem hausinn á fólki er. Auk þess á þetta starf vel við mig, ég hef tengsl bæði inn í myndlistar- og bókmenntaheiminn og umfjöllun um þessi efni verða meðal verkefna minna í nýja starfinu.“

Verða hlustendur varir við mikla breytingu með nýjum umsjónarmönnum?

„Það eru ákveðnar breytingar í vændum og ég vona auðvitað að okkur takist að vera lifandi umsjónarmenn sem setjum mark okkar á þáttinn – en mér finnst líka mikilvægt að sinna þeim dygga hlustendahópi af natni sem fylgt hefur Víðsjá gegnum árin.“

Er ekkert ógnvekjandi að fylgja í fótspor útvarpsgoðsagna eins og Eiríks Guðmundssonar?

„Haha! Jú, svolítið! En – eins og EM-stelpurnar segja – maður á ekkert að bera virðingu fyrir svona stórstjörnum. Maður kemst ekkert áfram á því.“

Og takið þið við Víðsjánni 1. ágúst?

„Já, ég mæti í vinnu beint eftir verslunarmannahelgi, sem er 2. ágúst. Fyrsti þátturinn fer samt ekki í loftið fyrr en um miðjan ágúst.“

Og hvað ætlarðu að gera þangað til?

„Það er reyndar alveg fáránlega mikið að gera hjá mér um þessar mundir því ég er að skrifa leikverk ásamt Köru Hergils Valdimarsdóttur dansara og Hannesi Óla Ágústssyni leikara, sem sýnt verður í Borgarleikhúsinu eftir áramót. Svo það mun reyna bæði á skipulagshæfni mína og heraga í haust. En mér líður samt best þegar það er nóg að gera. Þetta gerist svona í bylgjum.“

Og þið verðið bara tvö með þáttinn?

„Við verðum tvö sem stýrum þættinum en svo verða fleiri með innslög, pistla og fleira, eins og þekkst hefur í Víðsjá og sambærilegum þáttum.“

Hvað hlakkarðu mest til að takast á við í nýja starfinu?

„Ég hlakka bara alveg ótrúlega mikið til. Ég hlakka til að vinna með hljóðheiminn í útvarpinu, ég hlakka til taka þátt í að móta þáttinn svolítið eftir mínu höfði og komast inn í höfuð hlustendanna. Ég hef rosalega mikinn áhuga á útvarpsþáttum og er yfirleitt með „podcöst“ í eyrunum. Ég held það sé margt sem mætti bæta við í íslenskt útvarp og ég hlakka til að takast á við það, læra eitthvað nýtt og vinna með öllu þessu frábæra og inspírerandi fólki sem nú þegar starfar á Ríkisútvarpinu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár