Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Stelpa með stóra drauma

Halla Þór­laug Ósk­ars­dótt­ir hef­ur lært stærð­fræði, mynd­list og rit­list en var nú að taka við út­varps­þætt­in­um Víðsjá.

Stelpa með stóra drauma

Halla Þórlaug Óskarsdóttir, myndlistarkona og rithöfundur, hefur verið ráðin umsjónarmaður menningarþáttarins Víðsjár á Rás 1, ásamt Helga Snæ Sigurðssyni, og byrjar með daglegan þátt í ágúst. Það var því ekki úr vegi að komast að því hvaða kona það er sem leynist á bakvið röddina sem útvarpshlustendur munu kynnast í ágúst. Fyrsta spurningin er einföld: Hver er Halla Þórlaug Óskarsdóttir?

„Stelpa með stóra og gjarnan margþætta drauma. Ég kem úr fjölskyldu sem er góð blanda af verkfræðingum og listamönnum og ég held að ég sé einhvers konar mixtúra af þessu tvennu líka, allavega í anda. Hef lært þónokkuð af stærðfræði, myndlist og svo ritlist. Ég elska börn og dýr. Ég þoli ekki óréttlæti og feðraveldið.“

Þú lærðir myndlist í LHÍ og ritlist í HÍ, hvað kom til að þú ákvaðst að fara í útvarpið?

„Það er kannski það sem er mest lýsandi fyrir mig af öllu saman. Ég á mér drauma og set mér markmið en ég leyfi samt lífinu svolítið að  „gerast“ bara. Ég sæki um allan fjandann, ef ég finn að hjartað slær þar, og ef það gengur upp þá held ég áfram í þá átt. Ég hef verið að pota í Ríkisútvarpið undanfarið, sýnt stofnuninni áhuga og starfinu þar. Það spilar auðvitað inn í að MA-verkefni mitt var útvarpsleikrit sem flutt var á RÚV í janúar á þessu ári. Samfara leikritinu rannsakaði ég miðilinn og heillaðist af honum. Í raun er þetta alls ekkert furðulegt framhald af myndlist og ritlist. Þarna ertu að búa til myndir – hljóðheim – fyrir hlustandann. Þetta er svo áhugaverð tækni, að komast inn á svona persónulegt svæði sem hausinn á fólki er. Auk þess á þetta starf vel við mig, ég hef tengsl bæði inn í myndlistar- og bókmenntaheiminn og umfjöllun um þessi efni verða meðal verkefna minna í nýja starfinu.“

Verða hlustendur varir við mikla breytingu með nýjum umsjónarmönnum?

„Það eru ákveðnar breytingar í vændum og ég vona auðvitað að okkur takist að vera lifandi umsjónarmenn sem setjum mark okkar á þáttinn – en mér finnst líka mikilvægt að sinna þeim dygga hlustendahópi af natni sem fylgt hefur Víðsjá gegnum árin.“

Er ekkert ógnvekjandi að fylgja í fótspor útvarpsgoðsagna eins og Eiríks Guðmundssonar?

„Haha! Jú, svolítið! En – eins og EM-stelpurnar segja – maður á ekkert að bera virðingu fyrir svona stórstjörnum. Maður kemst ekkert áfram á því.“

Og takið þið við Víðsjánni 1. ágúst?

„Já, ég mæti í vinnu beint eftir verslunarmannahelgi, sem er 2. ágúst. Fyrsti þátturinn fer samt ekki í loftið fyrr en um miðjan ágúst.“

Og hvað ætlarðu að gera þangað til?

„Það er reyndar alveg fáránlega mikið að gera hjá mér um þessar mundir því ég er að skrifa leikverk ásamt Köru Hergils Valdimarsdóttur dansara og Hannesi Óla Ágústssyni leikara, sem sýnt verður í Borgarleikhúsinu eftir áramót. Svo það mun reyna bæði á skipulagshæfni mína og heraga í haust. En mér líður samt best þegar það er nóg að gera. Þetta gerist svona í bylgjum.“

Og þið verðið bara tvö með þáttinn?

„Við verðum tvö sem stýrum þættinum en svo verða fleiri með innslög, pistla og fleira, eins og þekkst hefur í Víðsjá og sambærilegum þáttum.“

Hvað hlakkarðu mest til að takast á við í nýja starfinu?

„Ég hlakka bara alveg ótrúlega mikið til. Ég hlakka til að vinna með hljóðheiminn í útvarpinu, ég hlakka til taka þátt í að móta þáttinn svolítið eftir mínu höfði og komast inn í höfuð hlustendanna. Ég hef rosalega mikinn áhuga á útvarpsþáttum og er yfirleitt með „podcöst“ í eyrunum. Ég held það sé margt sem mætti bæta við í íslenskt útvarp og ég hlakka til að takast á við það, læra eitthvað nýtt og vinna með öllu þessu frábæra og inspírerandi fólki sem nú þegar starfar á Ríkisútvarpinu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár