Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Starfsmönnum ekki refsað fyrir ritstuld

Há­skól­inn ætl­aði að setja sér starfs­regl­ur eft­ir að Hann­es var dæmd­ur en hætti við. Stund­in ræddi við rektors­fram­bjóð­end­ur um af­stöðu þeirra.

Starfsmönnum ekki refsað fyrir ritstuld
Ólíkar kröfur til kennara og nemenda Háskóli Íslands tekur ekki hart á misnotkun heimilda þegar starfsmaður gerist sekur um slíkt. Um ritstuld nemenda er þó kveðið á um í reglum skólans. Mynd: Kristinn Magnússon

Ekki er hefð fyrir því að refsa kennurum og akademískum starfsmönnum við Háskóla Íslands fyrir ritstuld, en samkvæmt reglum skólans er nemendum hins vegar „algerlega óheimilt að nýta sér hugverk annarra í ritgerðum og verkefnum, nema heimilda sé getið í samræmi við viðurkennd fræðileg vinnubrögð“. Þá hefur hugvísindasvið háskólans sett sér sérstakar reglur um viðurlög við heimildamisnotkun. Engar sambærilegar reglur eru til um störf kennara og akademískra starfsmanna og eftir því sem Stundin kemst næst hefur starfsmanni við skólann aldrei verið refsað fyrir ritstuld. 

Starfsreglur ekki settar
Þann 13. mars árið 2008 dæmdi Hæstiréttur Íslands Hannes Hólmstein Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor við háskólann, fyrir brot gegn höfundarrétti á verkum Halldórs Kiljans Laxness. Ritstuldurinn fólst í því að Hannes nýtti sér texta skáldsins lítt breyttan án þess að geta heimilda. Hannes fékk að starfa áfram við háskólann og fékk ekki áminningu, enda taldi Kristín Ingólfsdóttir rektor að háskólinn hefði „ekki lagalegt svigrúm til að veita áminningu með tilsvarandi réttaráhrifum“. Ákvörðun hennar var mjög umdeild,  bæði innan og utan skólans, enda veitir 21. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins forstöðumönnum stofnana talsvert svigrúm til mats á því hvort starfsmenn verðskuldi áminningu.

Fram kom í opnu bréfi sem rektor sendi Hannesi að sett hefði verið af stað vinna innan skólans um setningu starfsreglna til að fyrirbyggja að mál af þessu tagi kæmi upp aftur. Enn hafa engar slíkar starfsreglur litið dagsins ljós. „Mér skilst að þegar málið var skoðað hafi niðurstaðan verið sú að Háskólinn gæti ekki sett eigin reglur um viðurlög sem ganga lengra en landslög,“ segir Jón Atli Benediktsson, aðstoðarrektor og rektorsframbjóðandi í tölvupósti til Stundarinnar, en bendir jafnframt á að starfsmannamál heyra undir forseta fræðasviða og rektor. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár