Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Starfsmönnum ekki refsað fyrir ritstuld

Há­skól­inn ætl­aði að setja sér starfs­regl­ur eft­ir að Hann­es var dæmd­ur en hætti við. Stund­in ræddi við rektors­fram­bjóð­end­ur um af­stöðu þeirra.

Starfsmönnum ekki refsað fyrir ritstuld
Ólíkar kröfur til kennara og nemenda Háskóli Íslands tekur ekki hart á misnotkun heimilda þegar starfsmaður gerist sekur um slíkt. Um ritstuld nemenda er þó kveðið á um í reglum skólans. Mynd: Kristinn Magnússon

Ekki er hefð fyrir því að refsa kennurum og akademískum starfsmönnum við Háskóla Íslands fyrir ritstuld, en samkvæmt reglum skólans er nemendum hins vegar „algerlega óheimilt að nýta sér hugverk annarra í ritgerðum og verkefnum, nema heimilda sé getið í samræmi við viðurkennd fræðileg vinnubrögð“. Þá hefur hugvísindasvið háskólans sett sér sérstakar reglur um viðurlög við heimildamisnotkun. Engar sambærilegar reglur eru til um störf kennara og akademískra starfsmanna og eftir því sem Stundin kemst næst hefur starfsmanni við skólann aldrei verið refsað fyrir ritstuld. 

Starfsreglur ekki settar
Þann 13. mars árið 2008 dæmdi Hæstiréttur Íslands Hannes Hólmstein Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor við háskólann, fyrir brot gegn höfundarrétti á verkum Halldórs Kiljans Laxness. Ritstuldurinn fólst í því að Hannes nýtti sér texta skáldsins lítt breyttan án þess að geta heimilda. Hannes fékk að starfa áfram við háskólann og fékk ekki áminningu, enda taldi Kristín Ingólfsdóttir rektor að háskólinn hefði „ekki lagalegt svigrúm til að veita áminningu með tilsvarandi réttaráhrifum“. Ákvörðun hennar var mjög umdeild,  bæði innan og utan skólans, enda veitir 21. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins forstöðumönnum stofnana talsvert svigrúm til mats á því hvort starfsmenn verðskuldi áminningu.

Fram kom í opnu bréfi sem rektor sendi Hannesi að sett hefði verið af stað vinna innan skólans um setningu starfsreglna til að fyrirbyggja að mál af þessu tagi kæmi upp aftur. Enn hafa engar slíkar starfsreglur litið dagsins ljós. „Mér skilst að þegar málið var skoðað hafi niðurstaðan verið sú að Háskólinn gæti ekki sett eigin reglur um viðurlög sem ganga lengra en landslög,“ segir Jón Atli Benediktsson, aðstoðarrektor og rektorsframbjóðandi í tölvupósti til Stundarinnar, en bendir jafnframt á að starfsmannamál heyra undir forseta fræðasviða og rektor. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
4
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár