Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Spjallar um verðtrygginguna á Bylgjunni en vill ekki sérstaka umræðu um málið á Alþingi

Af­nám verð­trygg­ing­ar var eitt af kosn­inga­mál­um Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sig­mund­ur Dav­íð skip­aði nefnd til að fylgja því eft­ir. Hann vill ekki taka þátt í sér­stakri um­ræðu um verð­trygg­ing­una á Al­þingi og seg­ir mál­ið heyra und­ir fjár­mála­ráð­herra.

Spjallar um verðtrygginguna á Bylgjunni en vill ekki sérstaka umræðu um málið á Alþingi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, neitar að taka þátt í sérstakri umræðu um verðtrygginguna á Alþingi. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur ítrekað farið fram á að slík umræða eigi sér stað, en Sigmundur er mótfallinn því. 

Stjórnarandstaðan lagði fram tillögu að dagskrárbreytingu á Alþingi í morgun í því skyni að koma umræðunni að, en tillagan var felld. Hins vegar mætti forsætisráðherra í viðtal við útvarpsmennina Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason í Bítinu á Bylgjunni morgun og spjallaði meðal annars við þá um verðtrygginguna. 

„Ég vil ræða verðtrygginguna 
​við hvern sem er“

„Ég vil ræða verðtrygginguna við hvern sem er,“ sagði hann í viðtalinu og bætti því við að hann vildi gjarnan svara munnlegum og skriflegum fyrirspurnum um málið. „En þarna er hún að biðja um að þetta mál verði tekið upp í sérstökum lið sem kallast sérstakar umræður og sá liður er til þess ætlaður að sá ráðherra sem er að vinna í ákveðnu máli eða fer með ákveðið mál geti komið og greint þinginu frá stöðu málsins. Þess vegna er það ráðherra sem fer með viðkomandi mál sem gerir það.“ 

Kosningamál Sigmundar

Afnám verðtryggingarinnar var eitt helsta kosningamál Framsóknarflokksins í síðustu þingkosningum. Forsætisráðherra skipaði sjálfur sérfræðingahóp um afnám verðtryggingar á nýjum neytendalánumþann 16. ágúst 2013 og skilaði hópurinn skýrslu í fyrra sem lögð hefur verið til grundvallar vinnunni.

Fjallað er um sérstakar umræður í 60. gr. þingskaparlaga, en samkvæmt henni getur forseti Alþingis „sett á dagskrá þingfundar sérstaka umræðu þar sem þingmenn geta fengið tekið fyrir mál hvort heldur er í formi yfirlýsingar eða fyrirspurnar til ráðherra. Þingmaður skal afhenda forseta skriflega beiðni hér um. Við slíka umræðu skal ráðherra vera til andsvara.“ 

Sigmundur benti á það í umræðunum á Bylgjunni að á síðasta kjörtímabili hefði hann sjálfur eflaust reynt að „fá forsætisráðherra til að tala um mál annarra ráðherra”, en þegar ekki hefði verið brugðist við því hafi hann látið gott heita.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórnin

Kristján Þór og Þorsteinn Már „nánir  vinir“ í skilningi stjórnsýslulaga
FréttirRíkisstjórnin

Kristján Þór og Þor­steinn Már „nán­ir vin­ir“ í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hafa ekki vilj­að svara spurn­ing­um um eðli vináttu sinn­ar. Sam­kvæmt hæfis­regl­um stjórn­sýslu­laga get­ur „ná­in vinátta“ haft áhrif á hæfi ráð­herra og annarra op­in­berra starfs­manna en í slíkri vináttu felst með­al ann­ars að menn um­gang­ist í frí­tíma sín­um.
Af hverju er spilling frekar umborin á Íslandi en í Svíþjóð?
Úttekt

Af hverju er spill­ing frek­ar um­bor­in á Ís­landi en í Sví­þjóð?

Mun­ur á um­ræðu og að­gerð­um stjórn­valda gegn spill­ingu í Sví­þjóð og á Ís­landi er hróp­lega mik­ill. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur á síð­ustu tveim­ur ár­um haf­ið rann­sókn á tveim­ur ráð­herr­um vegna spill­ing­ar. Þess­ar rann­sókn­ir byggj­ast samt á veik­ari for­send­um en mörg mál sem kom­ið hafa upp um ís­lenska ráð­herra á liðn­um ár­um. Þá eru óform­leg­ar regl­ur um spill­ingu og þol­in­mæði al­menn­ings gagn­vart spill­ingu allt ann­ars kon­ar á Ís­landi en í Sví­þjóð.
Er gagnrýnin á pólitíska hræsni Vinstri grænna innihaldslítil?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillRíkisstjórnin

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Er gagn­rýn­in á póli­tíska hræsni Vinstri grænna inni­halds­lít­il?

Þeir sem stíga fram og tala fyr­ir hræsni­laus­um stjórn­mál­um eru blind­að­ir af tál­sýn um út­ópíska póli­tík sem ekki fyr­ir­finnst í raun­veru­leik­an­um. Þetta er einn af þráð­un­um í bók bresks fræði­manns um hræsni í stjórn­mál­um. Hér er ákvörð­un Vinstri grænna um mögu­legt stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn skoð­uð út frá þess­ari bók.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár