Haustið 1988 var sjóðheitt í stjórnmálunum. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, sem samanstóð af Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Alþýðuflokki, sprakk með látum vegna róttækra tillagna foprsætisráðherrans í efnahagsaðgerðum. Þorsteinn vildi lækka skatt á matvæli og fella gengið. Þessu voru samstarfsflokkarnir ekki sammála og því fór sem fór.
Steingrímur Hermannsson fékk fljótlega stjórnarmyndunarumboð. Fljótlega virtist geta gengið saman með Framsóknarflokki, Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi. Vandinn var hins vegar sá að flokkana þrjá vantaði einn þingmann upp á að vera með meirihluta. Þeir voru aðeins með 31 þingmann.
Steingrímur átti í leynilegum viðræðum við Borgaraflokk Alberts Guðmundssonar um að taka sæti í ríkisstjórn. Fullyrt var að Albert hafi gert ráð fyrir að fá tvö ráðuneyti og forseta þingsins fyrir að verða fjórði flokkurinn í stjórnarsamstarfinu. Um þetta var togast.
En það voru fleiri möguleikar á meirihlutastjórn. Framsóknarflokkurinn í Norðausturkjördæmi hafði klofnað. Stefán Valgeirsson bauð fram undir merki Samtaka jafnréttis og félagshyggju og komst inn á þing. Með liðsinni Stefáns yrði til minnsti mögulegi meirihluti
Athugasemdir