Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Spilverk sjóðanna og Stefán Íslandi"

Ár­ið 1988 sprakk rík­is­stjórn Þor­steins Páls­son­ar með lát­um. Stein­grím­ur Her­manns­son sýndi kænsku og fékk Al­þýðu­banda­lag­ið til að sam­þykkja ál­ver. Þing­mað­ur­inn Stefán Val­geirs­son réði meiri­hlut­an­um og fékk feit­an sjóð til að stjórna. Al­bert Guð­munds­son sár­reið­ur. Fæð­ing­in tók níu daga.

„Spilverk sjóðanna og Stefán Íslandi"
Sigurmerki Steingrímur Hermannsson er einn sigursælasti stjórnmálamaður landsins. Hér fagnar hann því að hafa myndað ríkisstjórn Framsóknarflokks, Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Samtaka um jafnrétti og félagshyggju.

Haustið 1988 var sjóðheitt í stjórnmálunum. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, sem samanstóð af Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Alþýðuflokki, sprakk með látum vegna róttækra tillagna foprsætisráðherrans í efnahagsaðgerðum. Þorsteinn vildi lækka skatt á matvæli og fella gengið. Þessu voru samstarfsflokkarnir ekki sammála og því fór sem fór.

Steingrímur Hermannsson fékk fljótlega stjórnarmyndunarumboð. Fljótlega virtist geta gengið saman með Framsóknarflokki, Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi. Vandinn var hins vegar sá að flokkana þrjá vantaði einn þingmann upp á að vera með meirihluta. Þeir voru aðeins með 31 þingmann.

Steingrímur átti í leynilegum viðræðum við Borgaraflokk Alberts Guðmundssonar um að taka sæti í ríkisstjórn. Fullyrt var að Albert hafi gert ráð fyrir að fá tvö ráðuneyti  og forseta þingsins fyrir að verða fjórði flokkurinn í stjórnarsamstarfinu. Um þetta var togast.

En það voru fleiri möguleikar á meirihlutastjórn. Framsóknarflokkurinn í Norðausturkjördæmi hafði klofnað. Stefán Valgeirsson bauð fram undir merki Samtaka jafnréttis og félagshyggju og komst inn á þing. Með liðsinni Stefáns yrði til minnsti mögulegi meirihluti

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gamla fréttin

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár