„Spilverk sjóðanna og Stefán Íslandi"

Ár­ið 1988 sprakk rík­is­stjórn Þor­steins Páls­son­ar með lát­um. Stein­grím­ur Her­manns­son sýndi kænsku og fékk Al­þýðu­banda­lag­ið til að sam­þykkja ál­ver. Þing­mað­ur­inn Stefán Val­geirs­son réði meiri­hlut­an­um og fékk feit­an sjóð til að stjórna. Al­bert Guð­munds­son sár­reið­ur. Fæð­ing­in tók níu daga.

„Spilverk sjóðanna og Stefán Íslandi"
Sigurmerki Steingrímur Hermannsson er einn sigursælasti stjórnmálamaður landsins. Hér fagnar hann því að hafa myndað ríkisstjórn Framsóknarflokks, Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Samtaka um jafnrétti og félagshyggju.

Haustið 1988 var sjóðheitt í stjórnmálunum. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, sem samanstóð af Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Alþýðuflokki, sprakk með látum vegna róttækra tillagna foprsætisráðherrans í efnahagsaðgerðum. Þorsteinn vildi lækka skatt á matvæli og fella gengið. Þessu voru samstarfsflokkarnir ekki sammála og því fór sem fór.

Steingrímur Hermannsson fékk fljótlega stjórnarmyndunarumboð. Fljótlega virtist geta gengið saman með Framsóknarflokki, Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi. Vandinn var hins vegar sá að flokkana þrjá vantaði einn þingmann upp á að vera með meirihluta. Þeir voru aðeins með 31 þingmann.

Steingrímur átti í leynilegum viðræðum við Borgaraflokk Alberts Guðmundssonar um að taka sæti í ríkisstjórn. Fullyrt var að Albert hafi gert ráð fyrir að fá tvö ráðuneyti  og forseta þingsins fyrir að verða fjórði flokkurinn í stjórnarsamstarfinu. Um þetta var togast.

En það voru fleiri möguleikar á meirihlutastjórn. Framsóknarflokkurinn í Norðausturkjördæmi hafði klofnað. Stefán Valgeirsson bauð fram undir merki Samtaka jafnréttis og félagshyggju og komst inn á þing. Með liðsinni Stefáns yrði til minnsti mögulegi meirihluti

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gamla fréttin

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár