Spillingin á Spáni

Gögn benda til þess að spænski Lýð­flokk­ur­inn, Partido Pop­ul­ar, hafi ver­ið fjár­magn­að­ur með ólög­leg­um hætti ár­um sam­an. Engu að síð­ur vann flokk­ur­inn kosn­ing­arn­ar.

Spillingin á Spáni
Höfuðpaur svikamyllu Fáir þekktu hjónin Francisco Correa og María del Carmen Rodríguez Quijano þegar þessi mynd var tekin í brúðkaupi dóttur José María Aznar, þáverandi forsætisráðherra og forseta Lýðflokksins. Nú veit alþjóð að Correa þessi var höfuðpaur í svikamyllu sem flokkurinn græddi vel á. Mynd:

Forsætisráðherra Íslands varð að fara frá eftir að „leynigestur“ spurði hann út í sjóð eiginkonunnar á aflandseyju. Á Spáni þarf meira til. Sagan af feitum leynisjóði spænska Lýðflokksins færir okkur sanninn um það. En hvaðan kom sjóðurinn, hvernig var hann notaður og hvernig reiðir flokknum og gæðingum hans af eftir að þessi „leynigestur“ kom í ljós? 

Hvaðan kemur þessi peningur?

Þegar reikningurinn fannst í svissneskum banka, geymdi hann rúman sex og hálfan milljarð íslenskra króna svo fyrir það mætti hæglega kaupa tvo stóra og tæknilega togara og framleiða sjónvarpsröð eins og Ófærðina fyrir afganginn. Reikningurinn var á ábyrgð Lúis Barcenas, gjaldkera Lýðflokksins (Partido Popular) sem er stjórnarflokkurinn á Spáni.   

Og hvernig fékk hann þennan pening? Sá sem ætti hægast með að útskýra það er auðjöfurinn Francisco Correa. Hann var höfuðpaurinn í leynilegri samsteypu athafna- og stjórnmálamanna sem mökuðu krókinn með mútum, fjáraustri úr opinberum sjóðum og misbeitingu valds. Þarna erum við komin að lindinni ef leynisjóðurinn  er ósinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár