Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Spillingin á Spáni

Gögn benda til þess að spænski Lýð­flokk­ur­inn, Partido Pop­ul­ar, hafi ver­ið fjár­magn­að­ur með ólög­leg­um hætti ár­um sam­an. Engu að síð­ur vann flokk­ur­inn kosn­ing­arn­ar.

Spillingin á Spáni
Höfuðpaur svikamyllu Fáir þekktu hjónin Francisco Correa og María del Carmen Rodríguez Quijano þegar þessi mynd var tekin í brúðkaupi dóttur José María Aznar, þáverandi forsætisráðherra og forseta Lýðflokksins. Nú veit alþjóð að Correa þessi var höfuðpaur í svikamyllu sem flokkurinn græddi vel á. Mynd:

Forsætisráðherra Íslands varð að fara frá eftir að „leynigestur“ spurði hann út í sjóð eiginkonunnar á aflandseyju. Á Spáni þarf meira til. Sagan af feitum leynisjóði spænska Lýðflokksins færir okkur sanninn um það. En hvaðan kom sjóðurinn, hvernig var hann notaður og hvernig reiðir flokknum og gæðingum hans af eftir að þessi „leynigestur“ kom í ljós? 

Hvaðan kemur þessi peningur?

Þegar reikningurinn fannst í svissneskum banka, geymdi hann rúman sex og hálfan milljarð íslenskra króna svo fyrir það mætti hæglega kaupa tvo stóra og tæknilega togara og framleiða sjónvarpsröð eins og Ófærðina fyrir afganginn. Reikningurinn var á ábyrgð Lúis Barcenas, gjaldkera Lýðflokksins (Partido Popular) sem er stjórnarflokkurinn á Spáni.   

Og hvernig fékk hann þennan pening? Sá sem ætti hægast með að útskýra það er auðjöfurinn Francisco Correa. Hann var höfuðpaurinn í leynilegri samsteypu athafna- og stjórnmálamanna sem mökuðu krókinn með mútum, fjáraustri úr opinberum sjóðum og misbeitingu valds. Þarna erum við komin að lindinni ef leynisjóðurinn  er ósinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár