Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Spillingin á Spáni

Gögn benda til þess að spænski Lýð­flokk­ur­inn, Partido Pop­ul­ar, hafi ver­ið fjár­magn­að­ur með ólög­leg­um hætti ár­um sam­an. Engu að síð­ur vann flokk­ur­inn kosn­ing­arn­ar.

Spillingin á Spáni
Höfuðpaur svikamyllu Fáir þekktu hjónin Francisco Correa og María del Carmen Rodríguez Quijano þegar þessi mynd var tekin í brúðkaupi dóttur José María Aznar, þáverandi forsætisráðherra og forseta Lýðflokksins. Nú veit alþjóð að Correa þessi var höfuðpaur í svikamyllu sem flokkurinn græddi vel á. Mynd:

Forsætisráðherra Íslands varð að fara frá eftir að „leynigestur“ spurði hann út í sjóð eiginkonunnar á aflandseyju. Á Spáni þarf meira til. Sagan af feitum leynisjóði spænska Lýðflokksins færir okkur sanninn um það. En hvaðan kom sjóðurinn, hvernig var hann notaður og hvernig reiðir flokknum og gæðingum hans af eftir að þessi „leynigestur“ kom í ljós? 

Hvaðan kemur þessi peningur?

Þegar reikningurinn fannst í svissneskum banka, geymdi hann rúman sex og hálfan milljarð íslenskra króna svo fyrir það mætti hæglega kaupa tvo stóra og tæknilega togara og framleiða sjónvarpsröð eins og Ófærðina fyrir afganginn. Reikningurinn var á ábyrgð Lúis Barcenas, gjaldkera Lýðflokksins (Partido Popular) sem er stjórnarflokkurinn á Spáni.   

Og hvernig fékk hann þennan pening? Sá sem ætti hægast með að útskýra það er auðjöfurinn Francisco Correa. Hann var höfuðpaurinn í leynilegri samsteypu athafna- og stjórnmálamanna sem mökuðu krókinn með mútum, fjáraustri úr opinberum sjóðum og misbeitingu valds. Þarna erum við komin að lindinni ef leynisjóðurinn  er ósinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
3
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár