Forsætisráðherra Íslands varð að fara frá eftir að „leynigestur“ spurði hann út í sjóð eiginkonunnar á aflandseyju. Á Spáni þarf meira til. Sagan af feitum leynisjóði spænska Lýðflokksins færir okkur sanninn um það. En hvaðan kom sjóðurinn, hvernig var hann notaður og hvernig reiðir flokknum og gæðingum hans af eftir að þessi „leynigestur“ kom í ljós?
Hvaðan kemur þessi peningur?
Þegar reikningurinn fannst í svissneskum banka, geymdi hann rúman sex og hálfan milljarð íslenskra króna svo fyrir það mætti hæglega kaupa tvo stóra og tæknilega togara og framleiða sjónvarpsröð eins og Ófærðina fyrir afganginn. Reikningurinn var á ábyrgð Lúis Barcenas, gjaldkera Lýðflokksins (Partido Popular) sem er stjórnarflokkurinn á Spáni.
Og hvernig fékk hann þennan pening? Sá sem ætti hægast með að útskýra það er auðjöfurinn Francisco Correa. Hann var höfuðpaurinn í leynilegri samsteypu athafna- og stjórnmálamanna sem mökuðu krókinn með mútum, fjáraustri úr opinberum sjóðum og misbeitingu valds. Þarna erum við komin að lindinni ef leynisjóðurinn er ósinn.
Athugasemdir