Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Skutu dýr og fláðu sel: „Aðkoman var skelfileg“

Fimm Ís­lend­ing­ar eru sagð­ir hafa brut­ið nær öll lög sem gilda í friðland­inu í Horn­vík í síð­ustu viku. Öll með­ferð skot­vopna er bönn­uð á svæð­inu en þeg­ar ferða­þjón­ustu­að­ila bar að garði sáu þeir að menn­irn­ir voru vel vopn­að­ir og bún­ir að tæta allt út úr neyð­ar­skýli á staðn­um.

Skutu dýr og fláðu sel: „Aðkoman var skelfileg“
Höfðu setið að sumbli Mennirnir höfðu skotið nokkrar fuglategundir, fláð sel í fjörunni og kveikt á báli. Þeir höfðu meðferðis haglabyssur og riffla.

Starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins Borea Adventures ætluðu varla að trúa sínum eigin augum þegar þau komu að landi í Hornvík um hádegisbilið á laugardaginn. Þar sátu fimm menn sem lögt höfðu undir sig hafnarsvæðið til þess að stunda „veiðiþjófnað, dýraníð, fyllerí og vanhelgun á eigum annarra“ eins og einn starfsmaðurinn orðaði það.

„Mennirnir voru búnir að kveikja eld í fjörunni og voru að brenna rusl. Þá voru þeir búnir að taka tvær gryfjur á svæðinu en önnur þeirra var fyrir grill mannanna sem stóð uppi á grónu landi.“

Þeir voru illa á sig komnir vegna drykkju þegar að þeim var komið og sátu fyrir utan slysavarnaskýlið í Hornvík en fyrir utan skýlið var selur sem mennirnir höfðu skotið með haglabyssu eða riffli og fláð að hluta. Við hlið hans var hreyfiskynjari tengdur inn í skýlið og vældi hann við minnstu hreyfingu við selinn. Slíka skynjara nota refaskyttur en slík veiði er stranglega bönnuð á svæðinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
3
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár