Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Skutu dýr og fláðu sel: „Aðkoman var skelfileg“

Fimm Ís­lend­ing­ar eru sagð­ir hafa brut­ið nær öll lög sem gilda í friðland­inu í Horn­vík í síð­ustu viku. Öll með­ferð skot­vopna er bönn­uð á svæð­inu en þeg­ar ferða­þjón­ustu­að­ila bar að garði sáu þeir að menn­irn­ir voru vel vopn­að­ir og bún­ir að tæta allt út úr neyð­ar­skýli á staðn­um.

Skutu dýr og fláðu sel: „Aðkoman var skelfileg“
Höfðu setið að sumbli Mennirnir höfðu skotið nokkrar fuglategundir, fláð sel í fjörunni og kveikt á báli. Þeir höfðu meðferðis haglabyssur og riffla.

Starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins Borea Adventures ætluðu varla að trúa sínum eigin augum þegar þau komu að landi í Hornvík um hádegisbilið á laugardaginn. Þar sátu fimm menn sem lögt höfðu undir sig hafnarsvæðið til þess að stunda „veiðiþjófnað, dýraníð, fyllerí og vanhelgun á eigum annarra“ eins og einn starfsmaðurinn orðaði það.

„Mennirnir voru búnir að kveikja eld í fjörunni og voru að brenna rusl. Þá voru þeir búnir að taka tvær gryfjur á svæðinu en önnur þeirra var fyrir grill mannanna sem stóð uppi á grónu landi.“

Þeir voru illa á sig komnir vegna drykkju þegar að þeim var komið og sátu fyrir utan slysavarnaskýlið í Hornvík en fyrir utan skýlið var selur sem mennirnir höfðu skotið með haglabyssu eða riffli og fláð að hluta. Við hlið hans var hreyfiskynjari tengdur inn í skýlið og vældi hann við minnstu hreyfingu við selinn. Slíka skynjara nota refaskyttur en slík veiði er stranglega bönnuð á svæðinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár