Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Skutu dýr og fláðu sel: „Aðkoman var skelfileg“

Fimm Ís­lend­ing­ar eru sagð­ir hafa brut­ið nær öll lög sem gilda í friðland­inu í Horn­vík í síð­ustu viku. Öll með­ferð skot­vopna er bönn­uð á svæð­inu en þeg­ar ferða­þjón­ustu­að­ila bar að garði sáu þeir að menn­irn­ir voru vel vopn­að­ir og bún­ir að tæta allt út úr neyð­ar­skýli á staðn­um.

Skutu dýr og fláðu sel: „Aðkoman var skelfileg“
Höfðu setið að sumbli Mennirnir höfðu skotið nokkrar fuglategundir, fláð sel í fjörunni og kveikt á báli. Þeir höfðu meðferðis haglabyssur og riffla.

Starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins Borea Adventures ætluðu varla að trúa sínum eigin augum þegar þau komu að landi í Hornvík um hádegisbilið á laugardaginn. Þar sátu fimm menn sem lögt höfðu undir sig hafnarsvæðið til þess að stunda „veiðiþjófnað, dýraníð, fyllerí og vanhelgun á eigum annarra“ eins og einn starfsmaðurinn orðaði það.

„Mennirnir voru búnir að kveikja eld í fjörunni og voru að brenna rusl. Þá voru þeir búnir að taka tvær gryfjur á svæðinu en önnur þeirra var fyrir grill mannanna sem stóð uppi á grónu landi.“

Þeir voru illa á sig komnir vegna drykkju þegar að þeim var komið og sátu fyrir utan slysavarnaskýlið í Hornvík en fyrir utan skýlið var selur sem mennirnir höfðu skotið með haglabyssu eða riffli og fláð að hluta. Við hlið hans var hreyfiskynjari tengdur inn í skýlið og vældi hann við minnstu hreyfingu við selinn. Slíka skynjara nota refaskyttur en slík veiði er stranglega bönnuð á svæðinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár