Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Skutu dýr og fláðu sel: „Aðkoman var skelfileg“

Fimm Ís­lend­ing­ar eru sagð­ir hafa brut­ið nær öll lög sem gilda í friðland­inu í Horn­vík í síð­ustu viku. Öll með­ferð skot­vopna er bönn­uð á svæð­inu en þeg­ar ferða­þjón­ustu­að­ila bar að garði sáu þeir að menn­irn­ir voru vel vopn­að­ir og bún­ir að tæta allt út úr neyð­ar­skýli á staðn­um.

Skutu dýr og fláðu sel: „Aðkoman var skelfileg“
Höfðu setið að sumbli Mennirnir höfðu skotið nokkrar fuglategundir, fláð sel í fjörunni og kveikt á báli. Þeir höfðu meðferðis haglabyssur og riffla.

Starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins Borea Adventures ætluðu varla að trúa sínum eigin augum þegar þau komu að landi í Hornvík um hádegisbilið á laugardaginn. Þar sátu fimm menn sem lögt höfðu undir sig hafnarsvæðið til þess að stunda „veiðiþjófnað, dýraníð, fyllerí og vanhelgun á eigum annarra“ eins og einn starfsmaðurinn orðaði það.

„Mennirnir voru búnir að kveikja eld í fjörunni og voru að brenna rusl. Þá voru þeir búnir að taka tvær gryfjur á svæðinu en önnur þeirra var fyrir grill mannanna sem stóð uppi á grónu landi.“

Þeir voru illa á sig komnir vegna drykkju þegar að þeim var komið og sátu fyrir utan slysavarnaskýlið í Hornvík en fyrir utan skýlið var selur sem mennirnir höfðu skotið með haglabyssu eða riffli og fláð að hluta. Við hlið hans var hreyfiskynjari tengdur inn í skýlið og vældi hann við minnstu hreyfingu við selinn. Slíka skynjara nota refaskyttur en slík veiði er stranglega bönnuð á svæðinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár