Á dögunum kom út bók eftir Eggert Skúlason, Andersenskjölin – rannsóknir eða ofsóknir? Bókin fjallar meðal annars um mál Gunnars Þ. Andersen, fyrrum forstjóra Fjármálaeftirlitsins, sem dæmdur var fyrir að leka trúnaðarskjölum um lánaviðskipti Guðlaugs Þórs Þórðarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, til DV, sem Eggert ritstýrir nú. Gunnar segir að margt af því sem hann hafi séð úr bókinni sé ýmist rangt eða villandi.
Meginþema bókarinnar er að rannsóknir á glæpum tengdum hruninu hafi að hluta verið ofsóknir.
Gunnar tekur fram að hann hafi ekki lesið bók Eggerts og geti því ekki tjáð sig um hana í heild sinni. Hann hafi þó lesið grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 29. apríl þar sem greint var frá ýmsum fullyrðingum í bókinni. Gunnar segir að sú grein sé full af rangfærslum og vill leiðrétta eftirfarandi staðhæfingar.
Meintur leki á minniskubbi
Í bókinni er ýjað að því að Gunnar hafi lekið minniskubbi sem innihélt lánabók Kaupþings. „Lilja [Steinþórsdóttir, innri endurskoðandi Nýja Kaupþings] hringdi á sendil bankans sem fór með kubbinn til fjármálaeftirlitsins sama dag í umslagi merktu Gunnari Andersen. [...] Strax daginn eftir barst Þórarni Þorgeirssyni, lögmanni Nýja Kaupþings, til eyrna að uppljóstrunarsíðan WikiLeaks hefði birt skýrsluna,“ segir til að mynda á blaðsíðu 68 í bókinni.
Þessu hafnar Gunnar: „Þarna er talað um lánabók Kaupþings og sagt að ég hafi lekið henni. Ef ég man það rétt átti bílstjóri að hafa komið með kubb í umslagi til Fjármálaeftirlitsins. Um sama leyti barst þetta í hendur blaðamanna og kom í ýmsum fjölmiðlum. Þá fór Ólafur Arnarson Clausen á Pressunni strax af stað og gaf sterklega í skyn að ég hefði lekið þessu, án þess að gera grein fyrir því hvernig hann vissi af sendingunni, umslaginu og bílstjóranum.“
Kjánalegar gildrur
Hann segir það tómt bull að gögnin hafi borist fjölmiðlum frá Fjármálaeftirlitinu. „Það er engu líkara en að einhver hafi sent þetta með þessum hætti og stílað gögnin á mig gagngert til að búa til þessa lygasögu. Satt að segja virðist þetta hafa
Athugasemdir