Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Skrifuð í þeim augljósa til­gangi að sverta mína persónu“

Ýms­ar rang­færsl­ur eru í bók Eggerts Skúla­son­ar, And­er­senskjöl­in, sem kom út á dög­un­um. Þetta seg­ir Gunn­ar And­er­sen, fyrr­um for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, sem er til um­fjöll­un­ar í bók­inni.

„Skrifuð í þeim augljósa til­gangi að sverta mína persónu“
Kærði málið Gunnar Andersen segir að Fjármálaeftirlitið hafi kært lekann á lánabók Kaupþings til fjölmiðla en málið var fellt niður hjá saksóknara. Hins vegar hafi verið reynt að leggja fyrir hann gildru svo það liti út fyrir að hann hefði lekið þessum upplýsingum sjálfur. Mynd: Kristinn Magnússon

Á dögunum kom út bók eftir Eggert Skúlason, Andersenskjölin – rannsóknir eða ofsóknir? Bókin fjallar meðal annars um mál Gunnars Þ. Andersen, fyrrum forstjóra Fjármálaeftirlitsins, sem dæmdur var fyrir að leka trúnaðarskjölum um lánaviðskipti Guðlaugs Þórs Þórðarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, til DV, sem Eggert ritstýrir nú. Gunnar segir að margt af því sem hann hafi séð úr bókinni sé ýmist rangt eða villandi.

Meginþema bókarinnar er að rannsóknir á glæpum tengdum hruninu hafi að hluta verið ofsóknir.

Gunnar tekur fram að hann hafi ekki lesið bók Eggerts og geti því ekki tjáð sig um hana í heild sinni. Hann hafi þó lesið grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 29. apríl þar sem greint var frá ýmsum fullyrðingum í bókinni. Gunnar segir að sú grein sé full af rangfærslum og vill leiðrétta eftirfarandi staðhæfingar. 

Meintur leki á minniskubbi  

Í bókinni er ýjað að því að Gunnar hafi lekið minniskubbi sem innihélt lánabók Kaupþings. „Lilja [Steinþórsdóttir, innri endurskoðandi Nýja Kaupþings] hringdi á sendil bankans sem fór með kubbinn til fjármálaeftirlitsins sama dag í umslagi merktu Gunnari Andersen. [...] Strax daginn eftir barst Þórarni Þorgeirssyni, lögmanni Nýja Kaupþings, til eyrna að uppljóstrunarsíðan WikiLeaks hefði birt skýrsluna,“ segir til að mynda á blaðsíðu 68 í bókinni.

Þessu hafnar Gunnar: „Þarna er talað um lánabók Kaupþings og sagt að ég hafi lekið henni. Ef ég man það rétt átti bílstjóri að hafa komið með kubb í umslagi til Fjármálaeftirlitsins. Um sama leyti barst þetta í hendur blaðamanna og kom í ýmsum fjölmiðlum. Þá fór Ólafur Arnarson Clausen á Pressunni strax af stað og gaf sterklega í skyn að ég hefði lekið þessu, án þess að gera grein fyrir því hvernig hann vissi af sendingunni, umslaginu og bílstjóranum.“  

Kjánalegar gildrur

Hann segir það tómt bull að gögnin hafi borist fjölmiðlum frá Fjármálaeftirlitinu. „Það er engu líkara en að einhver hafi sent þetta með þessum hætti og stílað gögnin á mig gagngert til að búa til þessa lygasögu. Satt að segja virðist þetta hafa 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár