Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Skrifuð í þeim augljósa til­gangi að sverta mína persónu“

Ýms­ar rang­færsl­ur eru í bók Eggerts Skúla­son­ar, And­er­senskjöl­in, sem kom út á dög­un­um. Þetta seg­ir Gunn­ar And­er­sen, fyrr­um for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, sem er til um­fjöll­un­ar í bók­inni.

„Skrifuð í þeim augljósa til­gangi að sverta mína persónu“
Kærði málið Gunnar Andersen segir að Fjármálaeftirlitið hafi kært lekann á lánabók Kaupþings til fjölmiðla en málið var fellt niður hjá saksóknara. Hins vegar hafi verið reynt að leggja fyrir hann gildru svo það liti út fyrir að hann hefði lekið þessum upplýsingum sjálfur. Mynd: Kristinn Magnússon

Á dögunum kom út bók eftir Eggert Skúlason, Andersenskjölin – rannsóknir eða ofsóknir? Bókin fjallar meðal annars um mál Gunnars Þ. Andersen, fyrrum forstjóra Fjármálaeftirlitsins, sem dæmdur var fyrir að leka trúnaðarskjölum um lánaviðskipti Guðlaugs Þórs Þórðarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, til DV, sem Eggert ritstýrir nú. Gunnar segir að margt af því sem hann hafi séð úr bókinni sé ýmist rangt eða villandi.

Meginþema bókarinnar er að rannsóknir á glæpum tengdum hruninu hafi að hluta verið ofsóknir.

Gunnar tekur fram að hann hafi ekki lesið bók Eggerts og geti því ekki tjáð sig um hana í heild sinni. Hann hafi þó lesið grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 29. apríl þar sem greint var frá ýmsum fullyrðingum í bókinni. Gunnar segir að sú grein sé full af rangfærslum og vill leiðrétta eftirfarandi staðhæfingar. 

Meintur leki á minniskubbi  

Í bókinni er ýjað að því að Gunnar hafi lekið minniskubbi sem innihélt lánabók Kaupþings. „Lilja [Steinþórsdóttir, innri endurskoðandi Nýja Kaupþings] hringdi á sendil bankans sem fór með kubbinn til fjármálaeftirlitsins sama dag í umslagi merktu Gunnari Andersen. [...] Strax daginn eftir barst Þórarni Þorgeirssyni, lögmanni Nýja Kaupþings, til eyrna að uppljóstrunarsíðan WikiLeaks hefði birt skýrsluna,“ segir til að mynda á blaðsíðu 68 í bókinni.

Þessu hafnar Gunnar: „Þarna er talað um lánabók Kaupþings og sagt að ég hafi lekið henni. Ef ég man það rétt átti bílstjóri að hafa komið með kubb í umslagi til Fjármálaeftirlitsins. Um sama leyti barst þetta í hendur blaðamanna og kom í ýmsum fjölmiðlum. Þá fór Ólafur Arnarson Clausen á Pressunni strax af stað og gaf sterklega í skyn að ég hefði lekið þessu, án þess að gera grein fyrir því hvernig hann vissi af sendingunni, umslaginu og bílstjóranum.“  

Kjánalegar gildrur

Hann segir það tómt bull að gögnin hafi borist fjölmiðlum frá Fjármálaeftirlitinu. „Það er engu líkara en að einhver hafi sent þetta með þessum hætti og stílað gögnin á mig gagngert til að búa til þessa lygasögu. Satt að segja virðist þetta hafa 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár