Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Athyglinni beint að bágstöddum Íslendingum

Áslaug Frið­riks­dótt­ir og Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir vekja at­hygli á bið­list­um hjá Reykja­vík­ur­borg. Kjart­an Magnús­son sat hjá í at­kvæða­greiðslu um mót­töku flótta­fólks.

Athyglinni beint að bágstöddum Íslendingum

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, skorar á alla þá sem boðist hafa til að hjálpa flóttamönnum á Facebook-hópnum Kæra Eygló að hjálpa einstaklingum og fjölskyldum á Íslandi sem eru á biðlista eftir stuðningi hjá borginni.

„Áskorun til allra þeirra sem skrifað hafa á Kæra Eygló hópinn. Í dag eru 500 einstaklingar og fjölskyldur á biðlista í Reykjavík eftir stuðningi þar sem þörf er á stuðningsfjölskyldum, liðveislu, tilsjón og fleira. Þeir sem vilja virkja kærleikann og hjartahlýjuna strax geta boðið sig fram í það verkefni og afsalað sér endurgjaldi fyrir. Það geri ég hér og nú,“ skrifar Sveinbjörg á Facebook. Undanfarna daga hefur fjöldi fólks lýst yfir vilja til að hýsa og aðstoða nauðstatt fólk sem flúið hefur yfir Miðjarðarhafið í leit að hæli í Evrópu. Sveinbjörg vekur athygli á íslenskum fjölskyldum í neyð en studdi einnig tillögu borgarstjórnar.

„Í dag eru 500 einstaklingar og fjölskyldur
á biðlista í Reykjavík eftir stuðningi“

Á fundi borgarstjórnar í dag var rætt um tillögu þess efnis að Reykjavíkurborg bjóðist til að leggja sitt af mörkum við að taka á móti flóttafólki. Allir stjórnmálaflokkar með fulltrúa í borgarstjórn stóðu á bak við tillöguna en engu að síður gagnrýndu tveir borgarfulltrúar minnihlutans hana.

Tillagan hljóðar svo: Borgarstjórn samþykkir að óska eftir viðræðum við ríkisvaldið um hlutverk og aðkomu borgarinnar að móttöku flóttafólks og lýsir sig reiðubúna til að leggja sitt af mörkum til að tryggja sem flestum öruggt skjól. Borgarstjóra er falið að hefja viðræðurnar, upplýsa borgarráð um framgang þeirra á meðan á viðræðunum stendur og leggja svo fram útfærða, tímasetta og kostnaðarmetna áætlun þegar niðurstaða liggur fyrir. 

Segir meirihlutann ekki einu sinni ráða við grunnþjónustuna

Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, telja borgarstjórnarmeirihlutann á villigötum og sat Kjartan hjá í atkvæðagreiðslu um málið. Sagði hann borgarstjórnarmeirihlutann vilja fá sinn skerf af athyglinni sem velvilji Íslendinga gagnvart flóttafólki hefur vakið. Telur Áslaug „ógeðslega illa“ staðið að forgangsröðun í fjármálum Reykjavíkurborgar og beindir sjónum, rétt eins og Sveinbjörg Birna, að biðlistum hjá borginni. Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, lýsti yfir stuðningi við tillöguna. Var hún samþykkt um fjögurleytið með fjórtán atkvæðum en Kjartan Magnússon sat hjá. Bæði Sveinbjörg Birna og Áslaug Friðriksdóttir greiddu atkvæði með henni.

Áslaug Friðriksdóttir
Áslaug Friðriksdóttir

„Þrátt fyrir að ég styðji tillöguna fannst mér ég þurfa að benda á að mjög ótrúverðugt væri að hlusta á borgarfulltrúa meirihlutans setja upp geislabaugana og tala um hversu mikið þeir vilji hjálpa og aðstoða flóttamenn,“ segir Áslaug Friðriksdóttir í samtali við Stundina. „Staða fjármála í Reykjavík sýnir að þau geta engu lofað, því þau ráða ekki við að reka grunnþjónustu eins og stuðningsþjónustu við fatlaða. Hvernig ætla þau þá að taka við enn fleiri flóttamönnum?“

Sveinbjörg Birna
Sveinbjörg Birna

„Ég vona að við finnum sameiginlega lausn“

Sveinbjörg Birna er óánægð með frétt Vísis um yfirlýsingar sínar. Í stöðuuppfærslu á Facebook skrifar hún: „Ég geri þá kröfu að mér séu ekki lögð orð í munn eða gerðar upp tilfinningar. Það er miður að blaðamaðurinn sé að gera mér upp tilfinningar um að mér hafi verið órótt undir umræðu um flóttamenn þessa helgi. Mér var fullkunnugt um að það væri áhætta að fara upp í ræðustól í borgarstjórn í dag og ræða málin, en ég gerði það samt. Ég talaði um náungakærleik, um hjálpfýsi og hjartahlýju Íslendinga, ég talaði um kristin gildi, ég talaði um að við virðum mannslifið umfram allt annað og látum okkur þykja vænt um náungann. Ég talaði um að við þurfum að horfa til einstaklinga, barna og fjölskyldna. Að við þurfum að horfa til velferðarmála, kostnaðar, húsnæðismála og áskorun sveitafélaga, ríkisins og frjálsra félagasamtaka um að finna leiðir. Ég talaði um að stjórnmálaflokkar þyrftu allir að marka sér ítarlega stefnu í innflytjendamálum, því málefnið sé ekki að yfirgefa okkur þó svo að við hjálpum fólki. Ég hvatti fólk til að virkja strax kærleikann og aðstoða fjölskyldur (sem eru bæði íslenskar og erlendar) sem þurfa stuðning við hjá Velferðarsviði Reykjavikur og ég endaði ræðuna mína á tilvísun úr Spámanninum þar sem segir " Til eru þeir sem gefa lítið af næktum sínum og þeir gefa til að láta þakka sér og hin dulda ósk þeirra eitrar gjöfina" - þeir taka það til sín sem eiga það, en ég vona að við finnum sameiginlega lausn á vandanum til heilla fyrir land og þjóð.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár