Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Skora á forsetann að vísa makrílfrumvarpi til þjóðarinnar

Und­ir­skrift­ar­söfn­un haf­in gegn frum­varpi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra um út­hlut­un mak­ríl­kvóta. Frum­varp­ið fel­ur í sér þá breyt­ingu að kvóta er út­hlut­að til sex ára í senn. „Þjóð­in er hlunn­far­in um tugi millj­arða ár­lega.“

Skora á forsetann að vísa makrílfrumvarpi til þjóðarinnar

Undirskriftarsöfnun hefur verið sett af stað þar sem forseti Íslands er hvattur til að vísa væntanlegum lögum um úthlutun makrílkvóta til þjóðarinnar.

Sigurður Ingi Jóhannsson hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem ráðgert er að úthluta aflahlutdeildum til sex ára, samkvæmt aflahlutdeild skipa á árunum 2011-2014. Í frumvarpinu segir meðal annars að óheimilt sé að fella aflahlutdeild úr gildi, að hluta eða öllu leyti, með minna en sex ára fyrirvara. Sex ára gildistími aflahlutdeilda framlengist síðan sjálfkrafa um eitt ár í senn hafi þessi ákvæði ekki verið breytt fyrir 1. janúar ár hvert. Þá verður heimilt að flytja kvóta til á milli skipa innan sömu útgerðar. Um gríðarlega hagsmuni er að ræða, enda hafa tekjur útgerðarfélaga vegna makríls verið um og yfir 20 milljarðar króna á ári undanfarin ár.

„Verði frumvarpið að lögum er útgerðinni í fyrsta sinn veitt óafturkallanlegt forræði yfir afla­heimildum til lengri tíma en eins árs.“

Þessu mótmælir hópurinn sem stendur að undirskriftarsöfnuninni á þeim forsendum að þetta feli í sér grundvallarbreytingu á tilhögun fiskveiðistjórnunarkerfisins. „Verði frumvarpið að lögum er útgerðinni í fyrsta sinn veitt óafturkallanlegt forræði yfir afla­heimildum til lengri tíma en eins árs og Alþingi getur í reynd ekki afturkallað þá ráð­stöfun. Um leið leggja stjórnvöld til að veiðigjöld verði ákveðin til þriggja ára sem aftur bindur hendur Alþingis fram yfir næstu kosningar.

Lagasetning af þessu tagi kemur í veg fyrir að unnt sé að kveða á um skilyrðislaust eignar­hald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni með ákvæði í stjórnarskrá sem jafnframt tryggi að þjóðin njóti fulls gjalds af afnotum á auðlindinni,“ segir í yfirlýsingu frá hópnum.

Skora á forsetann 

Skora á forsetann
Skora á forsetann Hópurinn skorar á forseta Íslands að vísa lögum til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þar segir einnig að ef fram fari sem horfi muni meirihluti Alþingis samþykkja umrætt frumvarp um nánast varanlega úthlutun makrílkvóta. Því hafi verið sett af stað undirskriftarsöfnun á þjóðareign.is þar sem forseti Íslands er hvattur til að vísa væntanlegum til þjóðarinnar svo hún fái að ákveða hvort fella skuli lögin úr gildi.

„Við undirrituð skorum á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra.“

Undir þetta skrifa Agnar K. Þorsteinsson, sérfræðingur í upplýsingatækni, Bolli Héðinsson, hagfræðingur, Elín Björg Ragnarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri, Guðrún Pétursdóttir, lífeðlisfræðingur, Henný Hinz, hagfræðingur, Jón Sigurðsson, fyrrverandi skólastjóri Bifröst, Jón Steinsson, hagfræðingur og Þorkell Helgason, fyrrverandi prófessor.

Þingmaður hagnast á frumvarpinu

Páll Jóhann
Páll Jóhann Sat í atvinnuveganefnd sem hafði frumvarpið til umfjöllunar og gæti hagnast persónulega á því.

Mikið hefur verið fjallað um umrætt frumvarp á undanförnum dögum. Fréttablaðið greindi frá því að Marver, útgerðarfélag í eigu eiginkonu Páls Jóhanns Pálssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, fái úthlutað makrílkvóta að verðmæti 50 milljónir króna verði frumvarpið að lögum.

„Allt hennar er mitt og allt mitt er hennar.“

Áður en Páll Jóhann tók sæti á þingi skráði hann eignarhlut sinn í fyrirtækinu á eiginkonuna, en hann var áður framkvæmdastjóri og prókúruhafi þess. Í samtali við Stundina sagðist Páll Jóhann líta svo á að þrátt fyrir það ætti hann enn helming í fyrirtækinu í gegnum eiginkonu sína, þau ættu það saman. „Allt hennar er mitt og allt mitt er hennar,“ sagði Páll Jóhann.

Páll Jóhann situr í atvinnuveganefnd sem hefur haft frumvarpið til meðferðar og leit ekki svo á að hann væri vanhæfur til þess að fjalla um málið, vegna þekkingar sinnar á sjávarútvegi. Í kjölfar fréttaflutnings af málinu sagðist Páll Jóhann ekki ætla að greiða atkvæði um málið á þingi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár