Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Skipuleggja mótmæli við heimili Bjarna Benediktssonar

Hóp­ur­inn Bein­ar að­gerð­ir ætl­ar að mót­mæla við heim­ili ráð­herr­anna. Fyrst­ur í röð­inni er Bjarni Bene­dikts­son. „Þetta er of langt geng­ið,“ seg­ir gagn­rýn­andi mót­mæl­anna.

Skipuleggja mótmæli við heimili Bjarna Benediktssonar
Mótmælamynd Mótmælendahópurinn Beinar aðgerðir ætlar að mótmæla við heimili ráðherra. Mynd: Beinar aðgerðir

Hópur sem hefur mótmælt ríkisstjórninni ætlar að taka mótmælin skrefinu lengra og halda mótmæli við heimili ráðherra, ef kröfur þeirra verða ekki samþykktar. 

Í yfirlýsingu hópsins kemur fram að Bjarni Benediktsson sé fyrstur.

„Ef ríkisstjórn Sigurðar Inga hefur ekki aðhafst fyrir 1. maí þá hittumst við, kæru landsmenn, stundvíslega við heimili Bjarna klukkan 19:00 þann 1. maí.“ 

Hópurinn krefst þess að mynduð verði utanþingsstjórn og að ríkisstjórnin segi af sér. Kosningar verði ekki síðar en 10. september.

Eftir mótmæli í kjölfar birtingu upplýsinga úr Panama-skjölunum, þar sem leyndir hagsmunir forsætisráðherra urðu ljósir, var því lýst yfir að stefnt væri að kosningum næsta haust. 

Ekki víst hvenær kosningar verða

Bjarni Bendiktsson var spurður hvenær haldnar yrðu kosningar í sjónvarpsfréttum RÚV, eftir fund með stjórnarandstöðunni í gær. „Já, við svona með öllum fyrirvörum um eðlilegan framgang þingstarfanna þá vorum við að ræða um það að síðari hluti október gæti verið ágætlega ákjósanlegur tími.“

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 34% í síðustu Gallup-könnun sem birt var fyrir tíu dögum, en hún skilyrðir boðun kosninga við að málaskrá hennar nái fram að ganga með eðlilegum hætti.

Skipuleggjendur mótmælanna taka fram að þau verði friðsamleg. „Hópurinn hvetur alla landsmenn til að mæta í grillið með einnota grill, mat, tjaldstóla, trommur og góða skapið. Einnig er gott að æfa raddböndin aðeins og slagorð til þess að syngja. Í kjölfarið verða heimili ráðherra ríkisstjórnarinnar þrædd, eitt heimili á kvöldi. Látum þá ekki sitja eina að grilli og gróða á kostnað okkar hinna!“ 

Atburðurinn gagnrýndur

Mótmælin hafa verið gagnrýnd, en mótmælendurnir rökstyðja röskun á heimili ráðherra með því að flokkar viðkomandi ráðherra hafi vegið að friðhelgi heimila landsmanna.

„Í samanburði við þá árás sem íslensk heimili máttu þola í hruninu mega rök um friðhelgi heimilis formanns Sjálfstæðisflokksins sín lítils, það var nú einu sinni hans flokkur sem tók þátt í árásinni á heimili landsins.“

Margir hafa skrifað skilaboð til skipuleggjenda á Facebook-síðu atburðarins. Meðal þeirra eru Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir og einn eigenda Kjarnans. „Ég mun ekki mæta þarna. Þetta er of langt gengið og ekki málstaðnum til framdráttar,“ skrifar hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár