Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Skiptar skoðanir um framlög til háskólamála

Rek­tor­ar allra há­skóla á Ís­landi telja að fjár­mála­áætl­un Bjarna Bene­dikts­son­ar til næstu fimm ára, sem Al­þingi sam­þykkti, muni grafa und­an há­skóla­námi og vís­inda­starfi. Vinstri græn vilja að Ís­land standi jafn­fæt­is hinum Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar fram­lög til há­skóla­mála og fleiri flokk­ar hafa stefnu í svip­uð­um anda.

Skiptar skoðanir um framlög til háskólamála

Vinstrihreyfingin grænt framboð og Sjálfstæðisflokkurinn eru einu stjórnmálaflokkarnir sem hafa það sérstaklega á stefnuskrá sinni að auka framlög til háskólastigsins þannig að framlög á hvern ársnema í háskóla nái meðaltali OECD-ríkjanna.

Vinstri græn vilja jafnframt, í samræmi við stefnumið Vísinda- og tækniráðs, að Ísland standi jafnfætis hinum Norðurlöndunum í þessum efnum.

Slík markmið falla ekki að fjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar til næstu fimm ára – sem formaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram og þingflokkar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins studdu að Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra undanskilinni – nema nemendum á háskólastigi fækki gríðarlega á tímabilinu.

Samfylkingin vill auka framlög til íslenskra háskóla „til að jafna stöðu þeirra gagnvart háskólum sem við berum okkur saman við“ og í stefnuskrá Viðreisnar er fullyrt að auka þurfi fjárframlög til menntastofnana enda standi Íslendingar „Norðurlandaþjóðunum, sem og öðrum OECD-ríkjum, langt að baki í þessu efni“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Menntamál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
5
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár