Vinstrihreyfingin grænt framboð og Sjálfstæðisflokkurinn eru einu stjórnmálaflokkarnir sem hafa það sérstaklega á stefnuskrá sinni að auka framlög til háskólastigsins þannig að framlög á hvern ársnema í háskóla nái meðaltali OECD-ríkjanna.
Vinstri græn vilja jafnframt, í samræmi við stefnumið Vísinda- og tækniráðs, að Ísland standi jafnfætis hinum Norðurlöndunum í þessum efnum.
Slík markmið falla ekki að fjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar til næstu fimm ára – sem formaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram og þingflokkar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins studdu að Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra undanskilinni – nema nemendum á háskólastigi fækki gríðarlega á tímabilinu.
Samfylkingin vill auka framlög til íslenskra háskóla „til að jafna stöðu þeirra gagnvart háskólum sem við berum okkur saman við“ og í stefnuskrá Viðreisnar er fullyrt að auka þurfi fjárframlög til menntastofnana enda standi Íslendingar „Norðurlandaþjóðunum, sem og öðrum OECD-ríkjum, langt að baki í þessu efni“.
Athugasemdir