Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ný ljósmynd sýnir Birnu fyrir hvarfið - lögreglan vill ræða við fólk af myndbandi

Skip­stjóri Pol­ar Nanoq, Ju­li­an Nolsø, seg­ist stefna til Ís­lands. Tal­ið er að um 22 séu í áhöfn tog­ar­ans sem hef­ur oft kom­ið til Ís­lands. Grím­ur Gríms­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur seg­ir lög­reglu vilja ná tali af fólki sem sést á mynd­bandi. Síð­asta ljós­mynd­in sem sýn­ir Birnu fyr­ir hvarf­ið sýn­ir hana kaupa mat á veit­inga­stað við Ing­ólf­s­torg um klukk­an fimm um nótt­ina.

Ný ljósmynd sýnir Birnu fyrir hvarfið - lögreglan vill ræða við fólk af myndbandi
Birna Brjánsdóttir Sést hér á síðustu ljósmyndinni fyrir hvarfið.

Grænlenski togarinn Polar Nanoq er á leið til Íslands. Þetta staðfesti skipstjóri togarans í samtali við Stundina nú fyrir skömmu. Skipstjórinn heitir Julian Nolsø og kemur frá Færeyjum. Lögreglan vill ræða við þá sem sjást á myndbandi. Ljósmynd sem Stundin kom á framfæri við lögregluna fyrr í dag sýnir að Birna var stödd á veitingastaðnum Ali Baba við Ingólfstorg áður en hún hvarf.

Danska varðskipið HDMS Triton siglir nú til móts við Julian Nolsø og áhöfn hans en samkvæmt þeim upplýsingum sem Stundin hefur undir höndum kemur það til með að taka Polar Nanoq um það bil einn og hálfan sólarhring að sigla aftur til Íslands miðað við síðustu upplýsingar um staðsetningu þeirra í gegnum gervihnetti.

Julian Nolsø skipstjóri staðfesti í samtali við Stundina að skipið væri á leið hingað til lands, en hann gat ekki tilgreint hvenær það kæmi. „Ég veit ekki hvenær við komum aftur til Íslands,“ segir hann.

Skipstjóri Polar NanoqAð sögn skipstjórans er skipinu nú siglt í átt til Íslands.

Vilja ræða við fólk á myndbandi

Grímur Grímsson rannsóknarlögreglumaður segir að enginn hafi réttarstöðu grunaðs manns og enginn hafi verið handtekinn. Jafnframt segir hann engan hafa verið yfirheyrðan. Hann vill ekki að svo stöddu gefa upplýsingar um aðgerðir sem tengjast togaranum Polar Nanoq. 

„Þetta er mál sem fær mikið á fólk,“ segir Grímur. „Við höfum ákveðið að svara með þeim hætti að við getum ekki tjáð okkur um hvað við erum að gera núna og við höfum sagt að rannsóknin sé á viðkvæmu stigi. En það er hægt að lesa í það að það er eitthvað að gerast og við erum að reyna að afla einhverra upplýsinga og gagna. Ég verð þó að segja það að það hefur enginn verið handtekinn og enginn verið yfirheyrður og enginn hefur réttarstöðu grunaðs manns.“ 

Lögreglan vill ræða við þá sem sjást á myndbandinu sem gefið var út af síðustu mínútunum áður en Birna hvarf í miðborg Reykjavíkur. Enginn hefur hins vegar gefið sig fram sem sást á myndbandinu.

Færeyingar og Grænlendingar í áhöfn

Rauða Kia Rio-bifreiðin sem lögreglan hefur leitað að og sú staðreynd að skór Birnu fundust við Hafnarfjarðarhöfn er ástæða þess að íslensk lögregluyfirvöld vilja ná tali af meðlimum úr áhöfn togarans. Bifreiðin var leigð hjá Bílaleigu Akureyrar af nokkrum úr áhöfninni. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hverjir það voru sem leigðu bifreiðina en talið er að tuttugu og þrír skipverjar séu í áhöfn togarans sem nú siglir til Íslands. Þar af eru átta til níu Færeyingar og um það bil fimmtán Grænlendingar.

„Honum líður ekki vel yfir þessu og segist hafa átt hræðilegan dag“

Flestir þeirra Færeyinga sem eru um borð hafa komið hingað til lands margoft. Samkvæmt aðstandanda færeyska skipstjórans Julian Nolsø hefur málið komið honum algjörlega í opna skjöldu.

Hafa áður tekið bílaleigubíl í Reykjavík

„Honum líður ekki vel yfir þessu og segist hafa átt hræðilegan dag. Þetta er allt svo ótrúlegt. Strákarnir um borð vita um hvað málið snýst og hin áhöfnin sem er í landi er líka að fylgjast náið með málinu,“ sagði aðstandandi sem Stundin ræddi við í dag.

Togarinn Polar Nanoq á heimahöfn í Uummannaq á Norðvestur-Grænlandi, 1.300 manna bæ sem liggur 590 kílómetrum norður af norður-heimskautsbaug. Nafn skipsins merkir Ísbjörninn á íslensku.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar er þetta ekki í fyrsta skiptið sem grænlenskir skipverjar í áhöfn Polar Nanoq taka bílaleigubíl í Reykjavík en togarinn hefur komið reglulega til Íslands í tvo áratugi. Togarinn landar alltaf í Hafnarfjarðarhöfn. Áhöfnin var þó ekki að landa um helgina.

Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar var skipið nýkomið frá Danmörku þar sem það kláraði kvótann sinn. Lagt var af stað til Íslands til þess að kaupa pakkningar fyrir aflann og til þess að taka um borð grænlenska áhöfn sem kom með flugi frá Grænlandi.

Vegna slæms veðurs í Grænlandi seinkaði hluta áhafnarinnar, þar sem ekki var flogið á tilsettum tíma og því varð togarinn að bíða í Hafnarfjarðarhöfn.

Áætlað var að leggja á haf út mun fyrr. Togarinn var á leið til grálúðuveiða þegar áhöfnin fékk skipun um að stöðva för sína og snúa aftur til Íslands.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar mun skipstjórinn hafa verið mjög samvinnuþýður og strax farið eftir fyrirmælum danskra og íslenskra yfirvalda.

Hvar mun togarinn leggjast að höfn?

Samkvæmt heimildum Stundarinnar er mjög líklegt að höfn á suðvesturhorni landsins verði sú sem skipið kemur til með að leggjast að.

Þar hafa tvær Reykjaneshafnir verið nefndar en það er höfnin í Keflavík og höfnin í Helguvík. Auðvelt er að takmarka og loka aðgengi að þessum svæðum og því telja heimildarmenn Stundarinnar það líklegt að þær verði fyrir valinu.

Engar upplýsingar er að fá hjá lögreglunni, Landhelgisgæslunni eða Ríkislögreglustjóra en samkvæmt fréttum annarra miðla hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið kölluð út og henni flogið í átt að togaranum og varðskipinu. Um borð eru íslenskir lögreglumenn, bæði sérsveitarmenn og rannsóknarlögreglumenn sem koma til með að yfirheyra áhöfnin og fylgja togaranum til Íslands.

Keypti mat á Ali baba

Birna BrjánsdóttirSíðasta ljósmyndin sem tekin var af Birnu Brjánsdóttur áður en hún hvarf.

Birna er talin hafa farið upp í bíl nálægt Laugavegi. Samkvæmt nýjum upplýsingum sem Stundin kom til lögreglunnar fyrr í dag keypti Birna mat á veitingastaðnum Ali Baba við Ingólfstorg seint um nóttina. Samkvæmt lögreglu er konan á myndinni Birna Brjánsdóttir. Hún sést síðar ganga með mat upp Laugaveginn á myndbandi sem lögreglan birti almenningi í gær.

Enginn þeirra aðila sem sáust á myndbandinu hafa gefið sig fram við lögreglu, að sögn Gríms Grímssonar, sem þó vill ná af þeim tali. Hann ítrekaði rétt fyrir miðnætti að enginn væri með réttarstöðu grunaðs manns, að Birna hefði ekki fundist og enginn hafi verið handtekinn. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár