Norðurál ehf. sem á og rekur álverið á Grundartanga birtir ekki upplýsingar um vaxtakjör sín gagnvart móðurfélagi sínu í íslenskum ársreikningi sínum. Þessar upplýsingar er hins vegar að finna í vinnugögnum Norðuráls sem ekki eru gerð opinber. Þetta kemur fram í svörum frá upplýsingafulltrúa Norðuráls, Sólveigu Bergmann. Hver ástæðan er fyrir því að vaxtakjörin eru ekki tekin fram liggur ekki fyrir.
Stundin fjallaði um vaxtagreiðslur Norðuráls í síðasta tölvublaði sínu sem út þann 7. janúar en þar var meðal annars haft eftir Indriða Þorlákssyni að fyrirtækið notaðist við „fléttu“ til að losna við að greiða tiltekna skatta á Íslandi. Norðurál á umfangsmiklum lánaviðskiptum við móðurfélag sitt í Bandaríkjunum og námu skuldirnar í árslok 2014 meira en 711 milljónum dala og voru vaxtakjörin 8 til 9,75.
Athugasemdir