Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sjálfboðaliðar Samhjálpar í stórhættu

Álag á Kaffi­stofu Sam­hjálp­ar í Borg­ar­túni hef­ur marg­fald­ast eft­ir lok­un Dag­set­urs­ins. Eru slags­mál nú dag­legt brauð, og varð gest­ur fyr­ir hnífa­árás um dag­inn, þar sem reynt var að skera hann á háls.

Sjálfboðaliðar Samhjálpar í stórhættu
Róbert Gunnarsson, matreiðslumaður, og Ásólfur Bjartmar Gunnarsson, sjálfboðaliði. Eru sammála um að álagið á starfsfólk og gesti hafi aukist gríðarlega. Mynd: Kristinn Magnússon

Í Borgartúni 1 er rekin Kaffistofa Samhjálpar. Þar bjóða sjálfboðaliðar velkomna alla sem þangað leita. Gestum er boðið upp á morgunkaffi, meðlæti og heita máltíð í hádeginu, alla daga ársins. En ástandið á Kaffistofunni hefur breyst mikið síðustu tvo mánuði. Eru slagsmál nú daglegt brauð, og varð gestur fyrir hnífaárás um daginn, þar sem reynt var að skera hann á háls.

24. ágúst síðastliðinn lokaði Hjálpræðisherinn Dagsetrinu á Eyjaslóð. Þangað höfðu leitað, á hverjum einasta degi, tugir heimilislausra, sem sóttu þangað skjól, mat, og ýmsa aðra grunnþjónustu. Eftir að Dagsetrinu var lokað fóru þeir sem þangað höfðu sótt að leita í auknu mæli á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúninu.

Álagið fimmfaldast

Róbert Gunnarsson, matreiðslumaður, og Ásólfur Bjartmar Gunnarsson, sjálfboðaliði, segja að álag á alla starfsmenn hafi aukist gríðarlega eftir lokun Dagsetursins. „Í staðinn fyrir að þetta sé bara venjuleg kaffistofa, þá er að koma fólk hingað, sem venjulega var uppi í Dagsetri. Meðal annars til þess að sprauta sig inná klósetti. Og við þurfum að fást við allt sem fylgir þessari neyslu. Þau eru svo bara hérna allan daginn. Það fylgja þessu slagsmál, neysla, allur pakkinn. Þetta gerir það að verkum að venjulegt fólk, sem virkilega þarf á þessari aðstoð að halda, það þorir ekkert hingað inn. Það bara snýr fer í burtu. Álagið hefur ekki bara tvöfaldast, það hefur fimmfaldast, á alla starfsmenn,“ segir Róbert.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kaffistofa Samhjálpar

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár